Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 483
VEGGSPJÖLD | 481
Samband glæðitaps og heildar kolefnis í jarðvegi
Sunna Áskelsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Magn koleínis gefur góða mynd af eiginleikum jarðvegs og er oft notað sem
mælikvarði á gæði hans (Brady og Weil, 1999). Magn kolefnis og binding þess í
jarðvegi hefur mikið verið skoðað undanfarin ár. Því eru mælingar á kolefni ein
algengasta jarðvegsgreiningin sem íramkvæmd er. Þær mælingar eru gerðar með
tækjabúnaði sem brennir sýnin við mjög hátt hitastig og það C02 sem losnar er mælt.
Greiningin er frekar kostnaðarsöm og tímafrek. Glæðitapsmælingin er hins vegar
einföld og hægt er að notast við mun ódýrari tækjabúnað. Þetta hafa ýmsir nýtt sér
(t.d. Riley og Bakkegard, 2005)
Markmið þessar verkefnis er að kanna hversu góð nálgun glæðitap er á magn kolefnis
í jarðvegi.
Efni og aðferðir
Glæðitap og magn kolefnis var mælt í jarðvegssýnum úr sjö gömlum
jarðræktartilraunum. Þrjár eru á Sámstöðum í Fljótshlíð, þrjár á Geitarsandi á
Rangárvöllum og ein á Akureyri. Á Sámstöðum eru tilraunir 10-45 og 147-64
samliggjandi í halla og 1-49 aðeins neðar í gömlu túni. Þar er jarðvegur djúpur,
velframræstu móajarðvegur. Á tilraunasvæðinu á Akureyri eru aðstæður nokkuð
svipaðar, gamalt tún, og djúpur móajarðvegur. Tilraunasvæðið á Geitasandi var nær
ógróinn sandur fram til ársins 1947 þegar þar hófst ræktun (Guðni Þorvaldsson o.fl,
2009). Þar er jarðvegur sendinn utan efsta lagsins sem er mjög lífrænt (l.tafla). Áður
hefur verið fjallað nánar um skipulag og meðferð þessara tilrauna (Þorsteinn
Guðmundsson o.fl., 2007).
l.tafla. Meðal, hæstu og lægstu gildi C%, meðalrúmþyngd og meðalsýrustig í
tilraununum.
Tilraunasvæði Nr. tilraunar Fjöldi sýna Kolefnishlutfall (C%) Meðalt. Hámark Lágmark Rúmþyngd kg/1 þe Sýrustig
Sámsstaðir 10-45 115 8,91 25,7 4,9 0,77 5,74
Sámsstaðir 1-49 60 9,05 13,1 5,9 0,72 5,74
Sámsstaðir 147-64 71 8,82 13,9 5,9 0,77 5,66
Geitasandur 19-58 36 8,23 23,4 0,9 0,79 5,46
Geitasandur 3-59 81 6,61 26,1 0,2 0,93 5,56
Geitasandur 11-59 72 6,51 23,9 0,5 0,89 5,41
Akureyri 5-45 105 9,86 28,9 3,5 0,65 5,84
Notaðar voru mælingar úr 540 jarðvegssýnum sem tekin voru haustið 2007, í þrem
dýptum 0-5, 5-10 og 10-20 cm. Að auki voru tekin sýni úr 20-40 cm dýpt í tilraununi
10-45 og 5-45.
Glæðitap jarðvegs var mælt með brennslu í glæðiofni (Rowell, 1994). Innvigt var 2-
10 g. af < 2 mm sigtuðum jarðvegi, minna eftir því sem jarðvegur var lífrænni. Sýnin
voru brennd í 550 °C minnst 3 klst. Heildarkolefni var greint með Vario MAX CN