Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 486
484 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
spágildunum mjög mikið eða um 18% frá meðaltali mældu gildana. Ástæður þessa
gætu verið að kolefnishlutfall í yfirborðslagi er hátt en mjög lágt dýpra í jarðveginum.
Munurinn er mestur þar sem magn lifrænna efna er lágt og skýrist líklega af því að
skekkjan reiknast þá hlutfallslega há miðað við gildin.
Það væri áhugavert að kanna áhrif leirs og hvort leirprósentan mundi bæta
spájöfnumar frekar (Riley & Bakkegard, 2005, Konen o.fl., 2002). Líklega væri hægt
að lækka staðalfrávikið ef sér aðhvarf væri reiknað fyrir 0-5 cm dýpt og annað fyrir
hinar dýptirnar.
Hallatala gefur vísbendingu um hlutfall kolefnis í lífræna efni jarðvegsins. Almennt
hefur verið miðað við að það sé 58% (Brady og Weil 1999) og á það við um mjög
ummynduð lífræn efni. Tilraunir 10-45 og 5-45 skera sig úr með hallatölumar 0,568
og 0,544 sem samsvarar 57 og 54% C í lífrænu efnunum. I hinum tilraununum er
hallatala á bilinu 0,485 (19-58) til 0,519 (147-64) en það samsvarar um 49 og 52%
kolefnis í lífærum efnum jarðvegsins. Það er í samræmi við að lífrænu efnin séu lítið
rotin og að myndun þéttra kjama í moldarefnum sé takmörkuð.
Niðurstöðumar gefa til kynna að mælingar á glæðitapi geta nýst sem ódýr og nokkuð
nákvæm nálgun á magn kolefnis í jarðvegi. Sérstaklega ef verið er að vinna með
rnikinn fjölda sýna sem hafa sambærilega jarðvegseiginleika og við vöktun á
breytingum í jarðvegi. Þá er hægt að mæla magn kolefnis í hluta sýnanna og nota
aðhvarfsjöfnu þeirra til spá fyrir um kolefnishlutfall sýnasafnsins út frá því. Þó væri
nauðsynlegt að skoða betur mun eftir jarðvegsdýptum og áhrif leirs á
glæðitapsmælingar.
Þakkarorð
Við þökkum Umhverfis og Orkusjóði OR fyrir að styrkja verkefnið
Heimildir
Brady, N. C. & Weil, R. R., 1999. The Nature and Properties of Soils (12. utg.). New Jersey: Prentice
Hall.
De Vos, B., Vandecasteele, B., Deckers, J. & Muys B., 2005. Capability of loss-on-ignition as a
predictor of total organic carbon in non-calcareous forest soils. Comnnmications in Soil Science and
Plant analysis 36: 2899-2921.
Elementar Analysensysteme, 2004. GmbH Vario Max CN Operating Instructions.
Guðni Þorvaldsson, Þorsteinn Guðmundsson & Hólmgeir Björnsson, 2009. Nitur, forsfór og kalí í
áburðartilraunum á Geitasandi. Fræðaþing landbúnaðarins 2009: Í þessu riti.
Konen, M. E., Jacobs, P. M., Burras, C- L., Talaga, B. J & Mason J. A., 2002. Equations for predicting
soil organic carbon using loss-on-iginition for north central US soils. Soil Science Society of America
Journal 66: 187-1881.
Rowell, D. L., 1994. Soil Science: Methods & Applications (4. Utg.). Exess: Longman.
Riley, H. & Bakkegard, M., 2005. Declines of soil organic matter content under arable cropping in
southeast Norway. Acta Agriculturae Scandinavica, Section B - Plant Soil Science 56: 217-223.
Þorsteinn Guðmundsson, Hólmgeir Bjömsson & Guðni Þorvaldsson, 2007. Langtímatilraunir í
jarðrækt, hlutverk og dæmi um áhrif N-áburðar á auðleyst næringarefni. Fræðaþing landbúnaðarins
2007: 287-294.