Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 487
VEGGSPJÖLD | 485
Samfélög físka í Steinslæk í Rangárvallasýslu
Benóný Jónsson og Magnús Jóhannsson
Veiðimálastofnun, Austurvegi 3-5, 800 Selfoss
Inngangur
Steinslækur er 23 km langur mýrarlækur sem á upptök sín í Þjórsárholtum og rennur
til Þjórsár á mörkum Rangárþings ytra og Ásahrepps. Lækurinn rennur um láglendi
þar sem mikil framræsla votlendis hefur átt sér stað í gegnum árin. Lækjarvatnið er
alls staðar litað mýrarrauða, en fjöldi framræsluskurða á afrennsli sitt til lækjarins, allt
ffá efstu drögum til ósa. Litlar upplýsingar liggja fyrir um veiði í læknum, en þó mun
hafa verið þar nokkur sjóbirtingsveiði áður fyrr. Mjög litlar rannsóknir liggja almennt
fyrir um fisksamfélög í mýrarlækjum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
fisksamfélög í Steinslæk, útbreiðslu og samsetningu tegunda, þéttleika, aldur og vöxt
fiska. Rannsóknin naut frjárstuðnings Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar.
Efniviður og aðferðir
Vatnshitamælingar voru gerðar með síritandi mæli sem staðsettur er við brú á
Hringvegi. Mælinum var komið fyrir í ánni 9. maí 2008 og skráir hann hitastig
árinnar á einnar klukkustundar fresti. Vettvangsvinna fór fram þann 12. september og
15. október. Við seiðarannsóknir var notað rafveiðitæki og var veitt á átta stöðvum í
Steinslæk. Veitt var á fimm stöðvum á ófiskgengum hluta (stöðvar 59 - 63) lækjarins
og þremur á fiskgenga hlutanum (stöðvar 64 - 66). Þéttleiki, lengdar-, aldurs-,
tegundasamsetning og útbreiðsla seiða var könnuð. Seiðaþéttleiki var metinn sem
vísitala veiddra seiða á 100 m2 í einni rafveiðiyfirferð. Seiðin voru tegundagreind og
lengdarmæld með 1 mm nákvæmni. Teknar voru kvarnir af hluta þeirra til síðari
aldursákvörðunar. Einnig var kyn og kynþroski þeirra athugaður svo og fæða greind.
Metin var rúmálshlutdeild (%) hverrar fæðugerðar. Jafnframt var leiðni og sýrustig
lækjarvatnsins mælt.
Niðurstöður og umræður
Vatnshitinn í Steinslæk mældist, á tímabilinu 9. maí til 15. október, frá 3,7 til 22,0 °C.
Hitinn mældist lægstur að morgni 4. október en hæstur síðdegis þann 30. júlí.
Meðalhiti mánaða var lægstur í október 5,5 °C og hæstur í júlí 14,2. Steinslækur
virðist nokkuð frjósamur, með háa rafleiðni sem mældist á bilinu 189-278 pS/cm, en
fremur lágt pH gildi (6,38-6,95). Lækurinn er því daufsúr. Járn leysist í mýrum og
fellur sem mýrarrauði við tilverknað jámbaktería og súrefnis. Mýrarvatn getur haft
hátt jáminnihald (Freystinn Sigurðsson 1998) og líklega stafar há rafleiðni lækjarins
að stómm hluta til af háu járninnihaldi.
Landffæðilega má segja að lækurinn liggi í þremur þrepum, hvert með mismunandi
fisksamfélög. Á efsta hluta lækjarins var fisk ekki að finna, ofan ófiskgengra fossa við
Fosshóla, var homsíli eina fisktegundin sem fannst (72,7 síli/100m2), en neðan þeirra
fannst urriði (5,4-6,6 fiskar/lOOm'). Laxa- og urriðaseiði fundust síðan á öllum
stöðvum neðan við lágan foss neðan Hestheima, og benda niðurstöður
seiðarannsóknar til þess að sjógengnir fiskar gangi ekki upp fyrir hann. Þéttleiki
urriðaseiða á fiskgenga kaflanum var frá 3,1-61,9 seiði/100m2 og laxaseiðanna frá
11,5-46,0 seiði/100m2. Fæða urriðaseiðanna var aðallega vatnabobbar (Limnea) og
bitmýslirfur (Simuliidae) en bitmýslirfur hjá laxaseiðunum.