Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 488
486 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
1. mynd. Hlutfall fisktegunda í Steinslæk eftir rafveiðistöðvum í september 2008. Á
efstu tveimur stöðvunum var fisk ekki að fmna.
Vöxtur laxa- og urriðaseiða var góður. Meðallengd þeirra 63 sumargömlu (0+)
laxaseiða sem veiddust í læknum var 5,6 cm (jafnaðarþéttleiki: 24,7 seiði/100m2). Til
samanburðar var meðallengd jafngamalla laxaseiða í Kálfá, sem er þverá Þjórsár, 4,8
cm (21,5 seiði/lOOm2). Meiri munur var á eins árs laxaseiðum, meðallengd þeirra var
11,1 cm (3,1 seiði/lOOm2) í Steinslæk og 9,0 cm í Kálfá (3,6 seiði/lOOm2) (Magnús
Jóhannsson og Benóný Jónsson 2009). Flest laxaseiðin í Steinslæk virðast ná
sjógöngustærð á þriðja ári (2+) líkt og gerist í Kálfá (Magnús Jóhannsson ofl. 2002).
Fundur laxaseiða í læknum var óvæntur og mjög athyglisverður, sérstaklega í ljósi
þess að um er að ræða grein af stofni Þjórsárlaxa, sem elst upp neðan og utan
áhrifasvæðis væntanlegrar Urriðafossvirkjunar.
Til þess að fá enn fyllri mynd af útbreiðslu laxfiska í Steinslæk, er áformað að gera
frekari rannsóknir í læknum. Gerðar verða seiðarannsóknir á kaflanum neðan
Hringvegar og niður að ósi í Þjórsá. Með búsvæðamati er fyrirhugað að fá frekara mat
á möguleikum lækjarins til fiskframleiðslu, en slíkt mat hefur farið fram í Þjórsá og
öðrum þverám hennar (Magnús Jóhannsson ofl. 2002).
Rannsókn þessi hefur leitt í ljós mjög athyglisverðar niðurstöður um hvaða
fisksamfélög getur verið að finna í mýrarlækjum. Rannsóknin bendir til þess að
fiskframleiðsla í Steinslæk sé mun meiri en upplýsingar um veiði benda til.
Heimildir
Freysteinn Sigurðsson, 1998. Vatnaffæði votlendis. í; íslenskt votlendi- vemdun og nýting (ritstj, Jón
S. Ólafsson), Háskólaútgáfan, Reykjavík. Bls 69-77.
Magnús Jóhannsson, Benóný Jónsson, Erla Björk Ömólfsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Ragnhildur
Magnúsdóttir, 2002. Rannsóknir á lífríki Þjórsár og þveráa hennar vegna virkjana neðan Búrfells.
Veiðimálastofnun skýrsla,VMST-S/02001. 124 bls.
Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson, 2009. Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórár árið 2008.
Veiðimálastofnun, skýrsla í undirbúningi.