Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 489
VEGGSPJÖLD | 487
Samhengi fallþunga, fitumats og fituhlutfalls lambsskrokka
Eyþór Einarsson1, Emma Eyþórsdóttir1 & Jón V. Jónmundsson2
Landbúnaðarháskóla íslands1, Bœndasamtökum íslands2
Inngangur
Lambakjöt er metið í gæðaflokka eftir holdfyllingu og fítu samkvæmt EUROP-
matskerfmu sem tekið var í notkun hér á landi árið 1998. Fituflokkunin er byggð á
staðlaðri fitumælingu og er óháð þunga skrokksins. Umræður hafa reglulega skotið upp
kollinum um hvort taka eigi tillit til þunga skrokka þegar þeir eru metnir í fituflokka. Var
þetta mál meðal annars til umræðu á aðalfundi Landssamtaka Sauðijárbænda 2008.
Fitumælingin sem miðað er við er tekin við 12. rif, 11 cm frá miðlínu hryggjar. Leyfíleg
frávik frá settum fitumörkum fyrir hvern fítuflokk eru ±1 mm samkvæmt sjónmati
(Reglugerð nr. 484/1998). Mæling þessi á rætur sínar að rekja til rannsókna dr. Halldórs
Pálssonar sem sýndu að svokallað J-mál, sem er þverskurðarmál milli 12. og 13. rifs,
gefur bestar upplýsingar um fitumagn skrokka (Stefán Sch. Thorsteinsson, 2002). í
stórveldum sauðijárræktarinnar, Nýja-Sjálandi og Astralíu, eru skrokkar flokkaðir í fítu-
og þyngdarflokka. Fitumatið byggir á hliðstæðri mælingu (GR-mál) sem tekin er á sama
stað og íslenska fitumælingin. I Nýja-Sjálandi eru kröfur um fituþykkt aðeins breytilegar
eftir þunga þegar metið er í fituflokka (New Zealand Meat Producers Board, 2003).
í verkefni um prófun á rafrænu kjötmati sem unnið er að hjá afurðastöð KS á Sauðárkróki
var fjöldi skrokka úrbeinaður í fitu, vöðva og bein. Því gafst þar tækifæri til að kanna
hvort fituhlutfall skrokka sé mismunandi eftir þunga skrokkanna. Markmið þessarar
rannsóknar var að kanna samhengi fallþunga og fituhlutfalls skrokka innan fituflokka
með það fyrir augum að skoða hvort breytinga sé þörf á núverandi kjötmatskerfi.
Efni og aðferðir
Notuð voru gögn frá haustinu 2007 og byggir gagnasafnið á úrbeiningu 576 skrokka.
Þessir skrokkar voru úrbeinaðir niður í mjög smáar einingar þannig að mæla mætti
heildarmagn vöðva, fítu og beina í skrokkinum. Öll sýnileg fíta var hreinsuð af kjötinu
(Valur Norðri Gunnlaugsson, 2007). Fituhlutfall sem notað er hér segir því til um
hlutfall afskorinnar fitu af heildarþunga skrokksins (kaldvigt). í 1. töflu er yfirlit yfir
meðaltöl, staðalfrávik og hæstu og lægstu gildi þeirra gagna sem notuð voru í
útreikningum.
1. tafla. Yfirlit um gögn sem notuð voru í uppgjöri á fituhlutfalli. Mælieining (eining), fjöldi mælinga (n),
meðaltöl, staðalfrávik (SD), lægsta og hæsta gildi.
Mælingar Eining n Meðaltal SD Lægst Hæst
Fallþungi Kg 576 16,3 3,22 7,0 26,4
Fitueinkunn EUROP eink. 576 6,99 2,58 2 14
Fituhlutfall % 576 14,2 3,57 3,2 27,0
Fitumæling mm 576 9,06 3,29 2,1 20,2
Holdfyllingareink. EUROP eink. 576 9,06 3,02 2 14
Skiptingu skrokka í gæðaflokka og meðalfallþunga hvers flokks má sjá í 2. töflu.