Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 490
488 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
2. tafla. Meðalþungi skrokka (kg) innan gæðaflokka og fjöldi skrokka í hverjum flokki (kg/ fjöldi)
Holdfylling Fituflokkur
1 2 3 3+ 4 5
E 17,4/9 18,4/33 19,8/12 21,9/5
U 15,0/2 16,5/35 17,4/92 18,6/67 20,4 / 27 21,8/2
R 13,9/10 14,9/57 16,3/64 17,4/28 19,1/19
O 11,3 /35 12,8 /44 14,5/8 12,7/1
P 9,3 / 20 10,3/6
Við nánari athugun á sambandi fallþunga og fituhlutfalls innan fituflokkanna var
fituflokkunum skipt upp í þungaflokka. Skipt var i þrjá flokka þar sem reynt var að setja
þungamörkin með þeim hætti að næðist að þrískipta stærstu flokkunum. Líkt og sést í 3.
töflu þá voru fáir þungir skrokkar í fituflokk 2 og fáir léttir skrokkar í fituflokk 3+.
3. tafla. Skipting skrokka í þyngdarflokka innan fituflokka eftir fallþunga.
Þungaflokkur EUROP fituflokkar
1 2 3 3+ 4 5
1. (< 15,5 kg) 65 96 37 6 0 0
2. (15,5-17,0 kg) 2 33 65 27 2 0
3. (>17,1 kg) 0 22 95 75 49 2
Útreikningar fóru fram í tölfræðiforritinu R þar sem beitt var línulegri aðhvarfsgreiningu
á sambandi fituhlutfalls og fitumælingar, fitueinkunnar og fallþunga. Fervikagreining var
notuð til þess að kanna mismun á fituhlutfalli milli þyngdarflokka, fituflokka og
gæðaflokka.
Niðurstöður og umræður
Fitumælingin reyndist góður mælikvarði á fituhlutfall í skrokknum og skýrði 74% af
breytileikanum (4. tafla), sem er fremur hátt miðað við aðrar rannsóknir. Samband GR-
máls og fituhlutfalls hefur gefíð skýringarhlutfall (R2) á bilinu 0,40 - 0,76 í erlendum
rannsóknum (Standford o. fl., 1998).
4. tafla. Samanburður á líkönum fyrir breytileika í fituhlutfalli með mismörgum
skýribreytum Líkönin borin saman eftir frítölum (df), skýringarhlutfalli (R ) og
staðalfráviki Ieifa (RMSE).
Skýribreyta Df R“ RMSE
Fitumæling 574 0,74 1,82
X! + Fituflokkur 573 0,74 1,82
X| + x2 + Fallþungi 572 0,76 1,76
Að bæta fituflokk inn í líkanið hafði nánast engin áhrif. Aftur á móti hafði fallþunginn
hámarktæk áhrif (p<0,001), jók skýringarhlutfallið lítillega (0,02) og hafði neikvæðan
hallastuðul (-0,23).
Marktækur munur var á fltuhlutfalli á milli stærstu fituflokkanna en meðalfítuhlutfall
fituflokkanna 2, 3 og 3+ var 11,9%, 14,6% og 16,8%. Línulegt samband fallþunga og
fituhlutfalls var ekki marktækt innan fituflokks 2. Best var samhengið innan fituflokks 3
(5. tafla).