Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 494
492 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Selen og fleiri ólífræn efni í landbúnaðarafurðum
Ólafur Reykdal', Sasan Rabieh1, Laufey Steingrímsdóttir2 og Helga Gunnlaugsdóttir'
1Matís ohf, 2Landbúnaðarháskóla íslands
Útdráttur
Gerðar voru mælingar á seleni og 9 öðrum ólífrænum efnum í mjólkurvörum,
lambakjöti og nautgripakjöti. Mælingarnar voru gerðar fyrir verkefnið „Þáttur
íslenskra búvara í selenhag kvenna“ til að gera útreikninga á magni selens í fæði
landsmanna. Sýnataka á búvörum var viðamikil til að kanna svæða- og árstíðamun.
Meira selen var í vetrarmjólk en sumarmjólk en ekki kom fram munur fyrir önnur
ólífræn efni. Selen í lambakjöti var breytilegt eftir svæðum en einnig innan svæða.
Selen í nautgripakjöti var mjög breytilegt og mjög lágt í um helmingi sýna. Lambakjöt
var að jafnaði talsvert selenríkara en nautgripakjöt.
Inngangur
Selen er nauðsynlegt næringarefni fyrir menn og skepnur og rannsóknir hafa sýnt að
léleg selenstaða tengist mörgum alvarlegum sjúkdómum, m.a. krabbameinum og
hjarta- og æðasjúkdómum (Combs 2005). Athygli vísindamanna hefúr því i auknum
mæli beinst að þætti selens fyrir heilsu einstaklinga og þjóða. Magn selens í
fæðukeðjunni ákvarðast að miklu leyti af efnasamsetningu og eiginleikum jarðvegs,
auk fóðrunar búfjár, og af þeim sökum er selenneysla annars vel nærðra þjóða afar
ólík, allt eftir selenstyrk búvara á hverjum stað.
í síðustu neyslurannsókn Manneldisráðs frá 2002 reyndist selen í fæðu íslendinga yfir
ráðlögðum dagskammti að meðaltali (Laufey Steingrímsdóttir o.fl. 2003). Komvörur
og fískur vógu langþyngst í selenneyslu þjóðarinnar á þeim tíma með um 77% af öllu
seleni í fæðu Islendinga en þáttur landbúnaðarvara var fremur lítill. Flest bendir hins
vegar til þess að selen í fæðu landsmanna hafi minnkað vemlega frá þessum tíma þar
sem nú er að mestu flutt inn selensnautt hveiti frá Evrópu, auk þess sem fískneysla
hefur minnkað, einkum meðal ungs fólks. Það gæti því verið að landbúnaðarvörur hafi
veigameira hlutverki að gegna fyrir selenneyslu og selenhag landsmanna en áður var.
Ahugavert er að rannsaka selen og kvikasilfur samtímis í landbúnaðarafúrðum þar
sem þessi efni tengjast, einkum ef sjávarafurðir eru nýttar í fóður. Kvikasilfúr er eitrað
og veldur skaða á þroska miðtaugakerfís fósturs og ungviðis.
Þær niðurstöður sem hér eru kynntar eru hluti verkefúis um þátt íslenskra búvara í
selenhag kvenna. Verkefninu er stýrt af Landbúnaðarháskóla íslands og er styrkt af
Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Matís sá um mælingar á ólífrænum efnum í
matvælum og skráningu gagna í íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla
(ISGEM). Til viðbótar við verkefnið hefúr Matís látið gera fleiri mælingar fyrir
ISGEM. Gerðar voru mælingar á 12 tegundum mjólkurvara ásamt lambakjöti og
nautgripakjöti frá tveimur eða fleiri landsvæðum. Eftirtalin efni voru mæld: Selen,
kvikasilfur, jám, sink, kopar, kalk, fosfór, magnesíum, kalíum og natríum.
Niðurstöður mælinganna gera mögulegt að reikna neyslu Islendinga á þessum efnum.
Selen og fleiri ólífræn efni vom mæld i helstu landbúnaðarafurðum fyrir um áratug en
nauðsynlegt var orðið að gera nýjar mælingar þar sem styrkur selens og fleiri efna í
afurðum getur gjörbreyst með breytingum á fóðrun og umhverfisþáttum.