Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 495
VEGGSPJÖLD | 493
Efni og aðferðir
Sýnataka á gerilsneyddri nýmjólk fór fram hjá MS Selfossi og MS Akureyri í síðustu
viku janúar, mars, júní og ágúst 2008. Sýnataka fór fram tvo daga í röð, 5
pökkunareiningum var safnað á miðvikudegi og öðrum 5 á fímmtudegi. Safnsýni fyrir
hvern stað og tíma var útbúið með því að blanda saman 1 lítra úr hverjum af 10
pökkunareiningum. Tekin voru sýni af hreinu himnusíuðu skyri (skyr.is) hjá MS
Selfossi og hefðbundnu pokasíuðu skyri hjá MS Akureyri. Sýnatakan fór fram þrisvar
sinnum á árinu 2008.
Sýni af lambakjöti voru lambalæri tekin í sláturhúsum haustið 2008. Hvert sýni var frá
einum bæ og fóru þrjú læri af þremur skrokkum í hvert sýni. Tekin voru sýni frá
ijórum svæðum. Sýni frá Suðurlandi og Borgarfirði voru tekin í sláturhúsi SS á
Selfossi, sýni ffá norðvesturlandi voru tekin í sláturhúsunum á Hvammstanga og
Blönduósi og loks voru sýni frá norðausturlandi tekin í sláturhúsinu á Kópaskeri.
Lambalærin voru fitusnyrt, úrbeinuð og sinar voru ljarlægðar.
Nautgripakjöt var hakk unnið úr heilum skrokkum að frátöldum hryggvöðva,
innralærisvöðva, ytralærisvöðva, mjaðmasteik, franihrygg og lærtungu. Hvert sýni var
úr framleiðslu eins dags í kjötvinnslu og teknir voru fímm 500 g hakkskammtar
meðan á vinnslu stóð. Hvert sýni gat því verið af gripum frá fleiri en einum bæ en
sýnin voru alltaf tengd ákveðnu landsvæði. í öllum tilfellum var verið að framleiða
magrari flokkinn af hakki (venjulega 8-12% fita). Skráðar voru upplýsingar um gripi,
kjötflokka og bæi. Þrjú sýni voru af Norðurlandi og sjö sýni af Suðurlandi. Samtals
var kjöt af 58 gripum í sýnunum.
Kjöt var gert einsleitt í Tecator blandara. Sýnum af nýmjólk var blandað með því að
hella fjórum sinnum milli íláta. Skyri var blandað í plastpokum. Öll ílát voru úr
ryðfríu stáli eða ólituðu plasti. Tecator skál, hnífar, skurðbretti og blöndunarílát voru
skoluð upp úr EDTA lausn með sítrati til að fjarlægja jónir. Sýni voru undirbúin fyrir
mælingar með niðurbroti í saltpéturssýru og vatnsefnisperoxíði í lokuðum ílátum
undir þrýstingi í 15-30 mínútur við allt að 220 °C. Sýnin voru þynnt hæfdega með
mjög hreinu afjónuðu vatni og geymd i frysti þar til kom að mælingu.
Heildarmagn selens og annarra frumefna (kvikasilfurs, járns, sinks, kopars, kalks,
fosfór, magnesíums, kalíum og natríums) var ákvarðað með ICP-massagreini (Agilent
7500ce, Agilent Technologies, Waldbronn, Þýskalandi). Viðmiðunarefni með þekkta
samsetningu voru mæld til að staðfesta niðurstöðurnar. Arangurinn kemur fram í 1.
töflu. Heimtupróf voru gerð og reyndust heimtur fullnægjandi.
1. tafla. Uppgefín og mæld gildi fyrir viðmiðunarefni.
Efni Undanrennuduft (CRM 063R) Nautavöðvi (CRM 184)
Eining Uppgefið Mælt n=18 Uppgefið Mælt n=9
Magnesíum g/kg 1.263 ±0.024 1.241 ±0.093 (1.02)* 1.03 ±0.02
Fosfór g/kg 11.10 ± 0.13 10.88 ±0.53 (8.3) 8.79 ±0.45
Kalk g/kg 13.49 ±0.10 13.74 ±0.35 (0.15) 0.14 ± 0.02
Járn mg/kg 2.32 ±0.23 2.29 ±0.10 79 ±2 78.2 ± 1.2
Sink mg/kg 49.0 ±0.6 48.7 ± 1.5 166 ±3 167.3 ±0.9
Selen Pg/kg (129) 132 ± 7 183 ± 12 181 ±4
*’ Uppgefm gildi innan sviga eru ekki staðfest.