Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 496
494 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Til að skilgreina sýnin voru gerðar mælingar á vatni í öllum sýnum en einnig á
próteini, fitu og ösku i hluta sýnanna. Notaðar voru faggiltar efnamælingar: Vatn (ISO
6496: 1999), prótein með Kjeldahl aðferð (ISO 5983-2:2005), fita (AOCS Official
Method Ba 3-38, 1997) og aska (ISO 5984: 2002). Við útreikninga á próteini var
notaður stuðullinn 6,25 fyrir kjöt en 6,38 fyrir mjólkurvörur. Tölfræðileg greining var
gerð í NCSS forritinu.
Niðurstöður
Hluti niðurstaðna er birtur í 2. og 3. töflum. Kvikasilfur var mælt í öllum sýnum og
var það alltaf undir greiningarmörkum (<0,3 pg/lOOg sýni) og kemur það ekki fram í
töflunum. Niðurstöður fyrir nýmjólk og skyr eru í 2. töflu. Aðeins er marktækur
munur fyrir selen (p<0,05) þegar niðurstöður fyrir mjólk frá Norðurlandi og
Suðurlandi eru bomar saman. Þegar vetrarmjólk (janúar og mars) og sumarmjólk (júní
og ágúst) er borin saman kemur fram marktækur munur fyrir selen (p<0,005) og vatn
(p<0,05). Mjólkurkúm er gefið meira kjarnfóður á veturna en á sumrin og gæti það
verið skýring á hærri styrk selens í vetrarmjólkinni. Uppgjör breyttist ekki þótt gert
væri upp á þurrefnisgrunni.
Skyr framleitt með tveimur aðferðum er borið saman í 2. töflu. Um er að ræða
himnusíað skyr (skyr.is) og pokasíað hefðbundið skyr. Marktækur munur kemur fram
fyrir prótein, vatn, kalk, jám og selen (p<0,05). Hefðbundna pokaskyrið er
próteinríkara og ríkara af seleni en himnusíaða skyrið. Við framleiðslu á hefðbundna
skyrinu tapast því meira af kalki yfír í mysuna.
I 3. töflu er em birtar niðurstöður mælinga á kjöti. Selen er áberandi meira breytilegt
en önnur efni. Selen í lambakjöti er á bilinu 2,9-11,7 pg/lOOg en í nautgripahakki 1,4-
9,6 pg/lOOg. Nokkur svæðamunur virðist vera fyrir helstu efni í lambakjöti en þegar
reiknað er á þurrefnisgrunni er munurinn aðeins marktækur fyrir selen (p<0,05). Selen
er þó breytilegt eftir bæjum innan sama svæðis (meira en tvöfaldur munur innan
Suðurlands og Norð-Vesturlands) en að meðaltali er selen hæst á Norð-Austurlandi og
í Borgarfirði. Selen í nautgripakjöti er mjög breytilegt innan sama svæðis. Skýringin
er væntanlega breytileg fóðmn og selengjöf. Samkvæmt mælingunum er lambakjöt
betri selengjafí en nautgripakjöt. Selen í nýmjólk er minna breytilegt en i kjötinu enda
verður blöndun á mjólk frá mörgum bæjum í mjólkurstöð.
Samanburður við rannsókn frá 1996 (Ólafur Reykdal o.fl. 2000) leiðir í ljós að selen
mælist nú hærra en þá var, sérstaklega í mjólk og lambakjöti. Hafa þarf í huga að
sýnatakan nú var mun viðameiri en áður og tekur svæða- og árstíðamun með í
reikninginn. Efni í mjög lágum styrk, eins og jám og kopar í mjólk, virðast hafa verið
ofmetin 1996. I rannsókninni 1996 var kvikasilfur í nokkrum tilfellum mælanlegt í
mjólkurvörum en nú var það í öllum tilfellum undir greiningarmörkum. Að öðru leyti
er gott samræmi milli þessara tveggja rannsókna.
Kalk í mjólk mælist nú hærra en 1982 (Jón Ottar Ragnarsson o.fl. 1983) en hækkun á
kalki yfír sumarið kemur fram í báðum rannsóknum. Svipaðar niðurstöður fengust
fyrir sink og jám í mjólk í rannsókninni nú og 1983 (Olafur Reykdal o.fl. 1985).
I stórri sænskri rannsókn (Lindmark-Mánsson o.fl. 2003) mældist selen í mjólk að
meðaltali 1,8 pg/lOOg en það er umtalsvert lægra en við mældum í íslensku mjólkinni.
Aftur á móti er selen í íslensku mjólkinni í góðu samræmi við gildi sem birt eru í
yfirlitsgrein (McNaughton og Marks 2002). Selen í lambakjöti er í samræmi við gildi
sem hafa verið birt erlendis (norrænar næringarefnatöflur) en þó er selen í lambakjöti