Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 501
VEGGSPJÖLD | 499
reyndust hins vegar vera til ákaflega takmörkuð gögn um sveppaeiturefni. Einnig gerir
hinn lági umhverfishiti að verkum að ekki er hægt að yfirfæra niðurstöður
verkefnisins á kornrækt á íslandi. Nánari upplýsingar eru í skýrslu verkefnisins og
skýrslu Matís (Van der Fels-Klerx, H.J. & C.J.H. Booij 2008; Ólafur Reykdal 2008).
1. tafla. Mikilvægustu vísbendingar um áhættu af völdum sveppaeiturefna í hveiti til
fóðurgerðar og matvælaframleiðslu. Mikilvægasta vísbendingin fær númerið 1.
Ræktun hveitis Flutningar og geymsla hveitis Vinnsla hveitis
1. Rakastig /úrkoma 1. Vatnsvirkni í komi 1. Gæði koms (litur, komastærð)
2. Sáðskipti 2. Rakastig í afurðinni 2. Hluti (hýði, sterkja o.fl.)
3. Hitastig 3. Loftræsting 3. Vatnsvirkni
4. Aðferðir við plægingu 4. Hitastig 4. Rekjanleika- og gæðakerfa
5. Vatnsvirkni í hveitifræinu 5. Geymslurými 5. Mengunarsmit
6. Yrki 6. Gæði koms (stærð, litur) 6. Skilningur á matvælaöryggi
Ályktanir
Það er mikilvægt bæði út frá heilsu fólks og efnahag að koma í veg fyrir vöxt
myglusveppa á og í matvælum og fóðri og koma þar með í veg fyrir að þeir myndi
sveppaeiturefni.
Eftirlit er haft með sveppaeiturefnum í fóðri og matvælum hér á landi. Eftirlitið er þó
mismunandi eftir því um hvaða flokk matvæla eða fóðurs er að ræða. Einkum vantar
að stöðugt eftirlit sé með innflutningi á komi til matvæla- og fóðurframleiðslu.
Upplýsingar skortir um myndun sveppaeiturefna við íslenskar aðstæður. Þörf er á að
rannsaka samsetningu sveppaflómnnar í komi á akri og í geymslum. Ólíklegt er að
mörg sveppaeiturefni myndist hérlendis á akri vegna hins lága umhverfishita. Það
gæti verið mikilvæg sérstaða fyrir íslenskan landbúnað.
Þótt Myconet verkefnið fjalii um sveppaeiturefni í hveiti mætti beita sömu aðferðum
við mat á öðmm efnum í öðrum fæðutegundum. Fyrir hvert viðfangsefni þyrfti að
finna þær vísbendingar sem mestu máli skipta.
Fleimildir
Bullerman, L.B., A. Bianchini, 2007. Stability of mycotoxins during food processing. International
Journal of Food Microbiology 119: 140-146.
Ólafur Reykdal, 2008. Sveppaeitur og MYCONET verkefnið. Skýrsla Matís 41-08. ISSN 1670-7192.
Ólafur Reykdal, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Rristjánsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Elísabet
Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Birgitta Vilhjálmsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðmundur Mar
Magnússon, 2008. íslenskt bygg til matvælaframleiðslu. Skýrsla Matís 40-08. ISSN 1670-7192.
Van der Fels-Klerx, H.J. & C.J.H. Booij (Ritstj.), 2008. MYCONET. European network. of information
sources for an identification system of emerging mycotoxins in wheat based supply chains. Lokaskýrsla
verkefnis. RIKILT Report 2008.008. RIKILT - Institute of Food Safety, Wageningen, Hollandi.
Þorkell Jóhannesson, 2000. Ný íslensk rannsókn á okratoxín A í blóðsýnum. Sveppaeitur sem virðist
mjög útbreitt. Heilbrigðismál 1/2000: 33.