Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 502
500 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Umbætur í virðiskeðju matvæla - samstarf kjötvinnslu og smásölu
Þóra Valsdóttir1, Sveinn Margeirsson', Hlynur Stefánsson2, Óli Þór Hilmarsson1, Jón
Haukur Amarson1, Ragnheiður Héðinsdóttir3.
{Matís ohf, 2AGR ehf3Samtök iðnaðarins
Forsaga
Matvælaverð hefur mikið verið til umljöllunar hér á landi á undanfömum misserum. I
desember árið 2005 birti Samkeppniseftirlitið niðurstöður könnunar sem unnin var í
samstarfi við samkeppniseftirlit á hinum Norðurlöndunum. Könnunin leiddi í ljós að
verð á matvömm í verslunum á Islandi var 42% hærra en í löndum
Evrópusambandsins og að vömval í stórmörkuðum á Islandi og í Noregi var mun
minna en í löndum ESB (Kirkegaard H. et al. 2005). Til að bregðast við þessu hafa
stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á matvælum niður í 7% og vömgjöld felld niður af
öllum matvælum nema sykri og sætindum. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í nokkurri
lækkun matvöruverðs sem duga þó hvergi nærri til að matvælaverð á Islandi verði
sambærilegt við önnur Evrópuríki.
Vitað er að mikil sóun á sér stað í virðiskeðju matvæla. Orsakir em margar, s.s. röng
vömstjómun, röng meðferð, rofin kælikeðja eða ófullnægjandi kæling á einhverju
stigi, rofnar umbúðir og ótal margt fleira. Matvælaframleiðendur og smásalar telja að
verulega megi draga úr slíkri sóun með samstilltu átaki allra sem koma að
virðiskeðjunni. Þannig mætti lækka verð á matvælum umtalsvert. Með því að ná betri
tökum á vömstjórnun matvæla eykst hagræðing, gæðin verða jafnari og þar með bætt
þjónusta við viðskiptavini. Gallaðar vömr og vörur sem ekki seljast áður en
geymsluþol rennur út, em ekki eingöngu fjárhaglegt tap fyrir framleiðandann heldur
einnig umhverfisvandamál. Reglur unr förgun á lífrænum úrgangi verða sífellt
strangari og því er afar mikilvægt að draga úr honum eins og kostur er.
I ljósi þessa hafa matvælaframleiðendur í Samtökum iðnaðarins mótað sér stefnu til
ársins 2012 sem felur m.a. í sér áherslu á gæðastjórnun og hagræðingu í fyrirtækjum
„Framleiðendur og verslunareigendur starfa saman og bera sameiginlega ábyrgð á
hagræðingu í virðiskeðjunni með réttri meðhöndlun vöru og stýringu á vöruflœði sem
lágmarkar vörurýrnun og tryggir hámarksgœði
Samtök iðnaðarins og Matís fengu forverkefnastyrk úr Tækniþróunarsjóði vorið 2007
til að koma saman verkefnahópi og undirbúa rannsóknar- og þróunarverkefni sem taka
átti á hagræðingu í virðiskeðju matvæla. Afurð þessarar undirbúningsvinnu varð
samstarfsverkefnið Umbætur í virðiskeðju matvæla. Að verkefninu koma, auk Matís
og Samtaka iðnaðarins, hugbúnaðarfyrirtækið AGR, fulltrúar framleiðenda
(Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands) og smásölu (Kaupás, Rannsóknarsetur
verslunar). Verkefnið er til tveggja ára, lýkur haustið 2009.
Virðiskeðja er í þessu verkefni skilgreind sem ferlið frá því að framleiðslufyrirtækið
tekur við hráefnum og þar til fullunnin vara kemst í hendur neytenda eftir að hafa
gengið í gegnum framleiðslu og dreifíngarferli, smásölu og eftir atvikum heildsölu.
Með sóun er átt við rýmun á hráefnum, vöru sem verður fyrir það mikilli gæðarýmun
í vinnsluferlinu að hana verður að afsetja með öðmm hætti og á lægra verði en
upphaflega var ætlað eða henni verður að farga._______________________________________