Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 504
502 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
þessum tilraunaverkefnum virðist þó hafa verið misgóð, einkum m.t.t. yfirfærslu
þeirra yfir í daglega notkun að tilraunatímanum liðnum. Smáros (2007) nefnir m.a.
takmarkaða getu smásala til að útbúa nákvæmar söluspár, mismunandi þarfír smásala
og birgja til söluspáa og samvinnu, og skort á samtvinnun daglegra söluupplýsinga
við framleiðsluplan framleiðenda (sem og sveigjanleika þess). Fjárfesting í
tæknilegum lausnum sem stuðla að daglegri samvinnu virðist þó ekki vera vandamál
(s.s. við gerð söluspáa), ef hentugar lausnir eru í boði. Raíræn tenging birgja við
POS-upplýsingar (point of sale), á nýjum vörum eða vörum með mjög breytilega sölu,
er gjarnan nefnt sem dæmi um upplýsingar sem nýtast birgjum vel ef framleiðslukerfi
þeirra býður upp á nokkurn sveigjanleika (stuttur afgreiðslutími).
Samstarf fyrirtækja í virðiskeðju, samþáttuð vörustjómun (e. Collaborative planning),
ásamt þróuðum spáaðferðum og birgðastýringaraðferðum, er vel þekkt leið innan
vörustjórnunarfræða til að ná fram spamaði og auknum afköstum í virðis- og
aðfangakeðjum (Stadtler og Kilger, 2005). Fræðin eru viðurkennd og til eru mörg
dæmi um árangursríka hagnýtingu á þeim (Womack and Jones, 2003).
Eins og áður hefur verið minnst á er tortryggni og skortur á trausti gagnvart
viðkvæmum upplýsingum oft hár þröskuldur til að yfirstíga við innleiðingu á
samþáttaðri vömstjómun. Annar hár þröskuldur er falinn í gerð viðskiptakerfa sem
mismunandi hlekkir í virðiskeðjunni nota. Til eru kerfí sem bjóða uppá samstarf
birgja og smásala eða heildsala en þau kerfi byggja á því að báðir aðilar séu að nota
samskonar viðskiptakerfi, það er hinsvegar sjaldnast raunin. Staðlaðar
hugbúnaðarlausnir og verkferlar virka oftast ekki nema allir aðilar innan
virðiskeðjunnar séu að nota sama viðskiptahugbúnaðinn. AGR hefur reynslu og tækni
til að tengja innkaupahugbúnað sinn við öll helstu viðskiptakerfi sem notuð em á
íslandi og verður sú tækni nýtt í þessu verkefni. Með því að þróa lausn sem getur
miðlað upplýsingum milli hlekkja í virðiskeðjunni óháð tegund viðskiptabúnaðar, líkt
og stendur til að gera í þessu verkefni, verður til einstök lausn með mikla
notkunarmöguleika.
Afrakstur/hagnýting
Verkefnið felur í sér að fyrirtæki/þrep í virðiskeðju kældra kjötvara (ferskar og unnar
kjötvörar) eru leidd saman á nýjum vettfangi. Með því að tengja saman upplýsingar
frá mismunandi þrepum í hugbúnaðar- og verklagskerfi fæst betri yfirsýn yfir stöðu
tiltekinna vömtegunda. Kjötframleiðendur munu öðlast yfirsýn yfir birgðastöðu,
dagstimpla og eftirspum sinna vara hjá smásölum. Akvarðanir varðandi framleiðslu
og dreifingu munu því byggjast að mikli leyti á þessum upplýsingum sem ætti að
stuðla að minni rýmun og réttari samsetningu birgða. Heildsalar munu fá sams konar
upplýsingar frá verslunun og miðlægum vömhúsum sem ætti að auka gæði ákvarðana
um innkaup með tilsvarandi ávinningi í formi lægri birgða og rýrnunar. Smásalar
(verslanakeðjur) hagnast á kerfinu með aukinni yfirsýn um birgðastöðu og dagstimpla
eigin verslana og vömhúsa sem gerir t.d. það að verkum að mögulegt sé að panta á
milli verslana ef þörf krefur.
Samhliða hugbúnaðarkerfínu verður mótað verklagsferli um meðferð gagna á milli
fyrirtækja/þrepa virðiskeðjunnar til að tryggja að viðkvæmar upplýsingar berist ekki
milli fyrirtækja heldur eingöngu þær upplýsingar sem em nauðsynlegar fyrir rétta
vömstjómun. Þá má hugsa sér að afurðir verkefnisins geti nýst sem gmnnur að
verklagsreglum um góða starfshætti í framleiðslu og sölu matvæla.