Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 505
VEGGSPJÖLD | 503
Afurðir verkefnisins eru þróaðar m.t.t. virðiskeðju matvæla almennt. Til að auðvelda
yfirsýn og mótun afurða er lögð áhersla á eitt þrep í virðiskeðju kældra kjötvara, frá
kjötvinnslu í verslanir. Þetta þrep var valið að ósk framleiðenda og verslunar sem
töldu það vera hvað erfiðast m.t.t. stjórnunar á sóun vegna breytilegrar sölu og stutts
geymsluþols. Aðstandendur verkefnisins telja því að reynsla sem fengin er af þessum
hlekk eigi að getað auðveldað yfirfærslu á afurðum þess yfir á alla eða hluta af
afangakeðju annarra matvæla. Markhópur notenda eru öll fyrirtæki sem koma að
koma að sölu og framleiðslu matvæla s.s. verslanir, vöruhús, framleiðendur,
frumframleiðendur og aðrir birgjar.
Kynning niðurstaðna
Niðurstöður verkefnisins verða kynntar á opnum fundi haustið 2009. Yfírlitsskýrsla
verður kynnt og opin öllum áhugasömum. Frumgerð hugbúnaðar og verklýsingarkerfí
verða hinsvegar þróuð með hliðsjón af þátttökufyrirtækjum og er þar af leiðandi ekki
jafn opin. Fyrirtækin munu þó kynna reynslu sína af tilraunakeyrslu hugbúnaðar- og
verklýsingarkerfís í lok verkefnisins. Á þann hátt geta hagmunaaðilar fengið
upplýsingar um notagildi afurða verkefnisins og um leið skapast tækifæri til
áframhaldandi þróunar og yfírfærslu afurðanna yfír á virðiskeðju annarra matvæla.
Verkefnið er tilraun til að gera sóun/kostnað sýnilegri hjá ólíkum aðilum í virðiskeðju
matvæla með skipulögðum samskiptum og samhæfmgu mismunandi kerfa. Það er
von þátttakanda verkefnisins að það auki meðvitund um sóun og gefi fordæmi um
aukið samstarf milli þrepa virðiskeðjunnar. Með því ættu að skapast aukin tækifæri til
að draga markvisst úr sóun í virðiskeðju matvæla og þar með auka gæði og lækka
verð til neytenda.
Heimildir
Fliender G., 2003. CPFR: an emerging supply chain tool. Industrial Management & Data Systems
103/1, 2003, p. 14-21.
Hallgrímur Snorrason, 2006. Skýrsla formanns nefndar sem forsætisráðherra skipaði 16. janúar 2006
til þess að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Islandi og gera tillögur sem miða að því að
færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í Nágrannaríkjum. Hagstofan, 13 júlí 2006.
Hingley M.K., 2005. Power to all our ífiends? Living with imbalance in the supplier-retailer
relationships. Industrial Marketing Management 34 (2005) p.870-875.
Hollingsworth A, 2004. Increasing retail concentration Evidence from the UK food retail sector. British
Food Journal Vol 106 nr 8 pp. 629-638. Emerald Group Publishing Limited ISSN 0007-070X
Johnson S., 2004. Supply chain management in the lamb industry: An analysis of opportunities and
limitations. AFBM Joumal 2 nr 2. Australian Bureau of Agricultural and Resource Economics
Commonwealth of Autralia, Canberra.
Kirkegaard H. et al. 2005. Nordic Food Markets - a taste for competition. Report from the Nordic
competition authorities No. 1/200.
Marzian R, Garriga E., 2002. European CPFR insights. ECR Europe, Accenture.
Smáros J. 2007 Forecasting collaboration in the European grocery sector: observations from a case
study. Journal of Operations Management 25 (2007) 702-716
Stadler, H. and Kilger, C., 2005. Supply Chain Management and Advanced Planning, Springer-Verlag.(
Womack, J. P. and Jones, D. T. 2003. Lean Thinking - Banish waste and create wealth in your
corporation, Lean Enterprise Institute (2003).