Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 506
504 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Um nákvæmni íslenska EUROP matsins
Eyþór Einarsson', Stefán Vilhjálmsson2 & Emma Eyþórsdóttir1
1Landbúnaðarháskóla íslands, 2 Matvælastofnun
Inngangur
Á íslandi hefur dilkakjöt verið flokkað eftir EUROP-kerfmu síðan 1998 (Jón Viðar
Jónmundsson, 2000). Aðalflokkar kerfisins eru 5 holdfyllingarflokkar og 5
fituflokkar og samkvæmt því hægt að flokka kjötið í 25 flokka. Hverjum aðalflokki
má skipta í 3 undirflokka og þar með hægt að brjóta kerfið upp í 225 flokka
(Johansen et al., 2006).
Hér á landi eru nýttir 5 holdfyllingarflokkar og 6 fituflokkar (5/6 punkta mat) en
fituflokk 3 er skipt í 3 og 3+. Holdfyllingarmatið er eingöngu huglægt mat (sjónmat)
en fitumatið byggir á fitumælingu ásamt sjónmati. í reglugerð er kveðið á um hver
fitumörkin eru fyrir hvern fítuflokk byggt á mælingu á síðu við næst aftasta rif, 11 cm
frá miðlínu hryggjar. Leyfíleg frávik eru +/- 1 mm (Reglugerð nr. 484/1998).
Matvælastofnun sér um að framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar og er það starf leitt
af fagstjóra kjötmats. Sláturleyfishafar ráða kjötmatsmenn sem sótt hafa námskeið á
vegum Matvælastofnunar og hlotið viðurkenningu hennar til starfans. Auk
fagsviðsstjóra hafa undanfarin ár starfað tveir til þrír þjálfaðir kjötmatsmenn að
eftirliti með kjötmati í sláturhúsunum og samræmingu þess (yfirkjötmatsmenn).
Dilkakjötsmat á íslandi þjónar fjölþættum tilgangi s.s að tryggja bændum sanngjamt
afúrðaverð, auka skilvirkni í kjötvinnslu og veita lykilupplýsingar fyrir
ræktunarstarfið. Því er afar mikilvægt að matið sé framkvæmt af öryggi og nákvæmni.
Erfitt getur hinsvegar reynst að halda uppi samræmi í huglægu kjötmati milli staða og
tímabila (Stanford et al., 1998). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna samræmi
(consistency) og tvímælingagildi (repeatability) íslenskra yfirkjötmatsmanna. Með
því eru sköpuð viðmið fyrir núverandi kerfi auk þess sem slíkar upplýsingar gera
mögulegan samanburð við aðrar aðferðir. Ekki hefur áður verið gerð svo nákvæm
úttekt á samræmi íslenskra kjötmatsmanna.
Efni og aðferðir
Tilraunin var framkvæmd haustið 2007 í sláturhúsi KS, Sauðárkróki. Þrír
yfirmatsmenn tóku þátt í samanburðinum. Prófúnardagar voru 6, þar af 4 í september
og 2 í október. í hvert skipti voru notaðir 120 skrokkar og hver skrokkur metinn
tvisvar af sama yfirmatsmanni en þeir unnu sjálfstætt. Alls vom nýttir til
rannsóknarinnar 720 skrokkar, þeir vógu að meðaltali 15,37 kg,
meðalholdfyllingareinkunn var 8,15 og fitueinkunn 6,76 samkvæmt yfirmati. Til
samanburðar þá var landsmeðaltalið í september/október 2007 15,31 kg,
holdfyllingareinkunn 8,19 og fitueinkunn 6,57
Skrokkamir voru valdir við enda sláturlínunnar eftir að þeir höfðu verið metnir á
hefðbundinn hátt af matsmönnum sláturhússins. Þegar skrokkamir komu inn í kælinn
var þeim komið fyrir á þrem rám. Upplýsingar sem þeim fylgdu voru skráðar niður og
síðan huldar og nýjum númemm komið fyrir. Jafnóðum og skrokkamir bámst inn á
rárnar hófust yfirmatsmennimir handa við að mæla fituþykktina, hver í sínu lagi með
sérhönnuðum fitumæli (Icemeat Probe). Fitan var mæld á skrokkunum heitum og því
voru skrokkamir einungis rnældir í fyrri umferðinni. Síðan hófú yfirmatsmennirnir að