Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 507
VEGGSPJÖLD | 505
meta skrokkana og voru þá allir undirflokkar EUROP kerfisins notaðir (15 punkta
mat). Að fyrri umferð lokinni voru skrokkarnir endumúmeraðir og röð þeirra breytt.
Á matsblöð seinni umferðar var forprentuð fitumæling viðkomandi yfirmatsmanns úr
fyrri umferð. Að lokum fóru yfirmatsmennimir sameiginlega yfir alla skrokkana og
gáfu þeim endanlegt mat.
Niðurstöður vom aðallega skoðaðar útfrá 5/6 punkta mati því það er hin hefðbundna
aðferð hér á landi. Reiknað var hlutfall skrokka sem hlutu endurtekið sama dóm.
Einnig var matinu varpað yfir á tölulegan skala og tölfræðileg prófun gerð á
kjötmatseinkunnum og fitumælingum. Flokkar varpast yfir á tölulegan skala með
eftirfarandi hætti: Holdfylling: E+ = 15 (best), E = 14, E- = 13, U+ = 12, U = 11, U- = 10, R+ = 9,
R = 8, R- = 7, 0+ = 6, O = 5, O- = 4, P+ = 3, P = 2, P- = 1 (lakast). Fita: 5+ = 15 (mest), 5 = 14, 5- =
13,4+ = 12,4= 11,4- = 10, 3+= 9, 3 = 8, 3-= 7, 2+= 6,2 = 5,2-= 4,1+= 3, 1 = 2, 1-= 1 (minnst).
Niðurstöður
Samræmi milli yfirkjötmatsmanna á 5/6pimkta skala
Samræmi í holdfyllingarmati var að meðaltali 84,4 %. Best var samræmið 86,3%
milli matsmanna x og z í fyrri umferð. Lakast var samræmið 81,9 % milli matsmanna
y úr fyrri umferð (yl) og z úr seinni urnferð (z2). Einnig var mest hliðrun í matinu á
milli yl og z2 þar sem z2 mat skrokkana hærra en yl í 15% tilfella og vanmat þá
miðað við yl í 3% tilfella og var því hliðrunin +12%.
Samræmið var eilítið minna í fituflokkuninni þar sem yfirmatsmennirnir voru að
meðaltali sammála um flokkun á 80,6% dilkanna. Minnst var samræmið 79,4 % en
best var það 82,2 %. Hliðrun var að jafnaði minni milli matsmanna í fitumatinu en í
holdfyllingarmatinu. Niðurstöður fyrir samræmi í 5/6 punkta holdfyllingar- og
fitumati er að finna í 1. töflu. í nánast öllum tilfellum þegar um mun milli matsmanna
var að ræða, var sá munur bundinn við +/- 1 flokk samkvæmt 5/6 punkta mati.
1. tafla. Samræmi milli yfirmatsmanna (x, y og z) úr fyrri og seinni umferð (1 og 2), mælt sem hlutfall
(%) skrokka með sama mat. Ofmat/vanmat er hlutfall þeirra skrokka sem síðarnefndur matsmaður
metur hærra eða lægra en sá fyrrnefndi. Hliðrun mæld sem munur ofmats og vanmats.
Yfirmats- Maður Holdfylling 5p. Fita 6p.
Sama Ofmat Vanmat Hliðrun Sama Ofmat Vanmat Hliðrun
xl vs yl 83,3 3 14 -11 79,9 10 10 0
xl vs y2 83,6 7 10 -3 79,6 11 9 +2
xl vs zl 86,3 4 9 -5 80,7 11 9 +2
xl vs z2 85,6 8 6 +2 80,0 12 8 +4
x2 vs yl 82,9 3 14 -11 79,7 11 10 +1
x2 vs y2 84,6 7 9 -2 79,4 12 9 +3
x2 vs zl 84,4 6 10 -4 80,0 12 8 +4
x2 vs z2 84,9 9 6 +3 79,9 13 7 +6
yl vs zl 84,9 11 5 +6 82,2 10 8 +2
yl vs z2 81,9 15 3 +12 82,1 11 7 +4
y2 vs zl 84,9 6 9 -3 82,1 9 9 0
y2 vs z2 85,6 9 5 +4 81,4 11 8 +3
Meðaltal 84,4 7 8 -1 80,6 11 8 3
Meðaltöl og staðalfrávik fyrir kjötmatseinkunnir eru birtar í 2. töflu. Marktækur
munur fannst milli einkunna fyrir holdfyllingu hjá yfirmatsmanni y úr fyrri umferð
(yl) og holdfyllingareinkunnar xl, x2 og z2. Mestur var munurinn 0,39 stig á milli yl
og z2 í holdfyllingarmati. Ekki fannst marktækur munur tnilli meðaleinkunna fyrir
fitumat.