Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 508
506 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
2. talla. Meðaltöl einkunna fyrir holdfyllingu og fitu (ásamt staðalfráviki innan sviga).
Yfirmatsmaður N Holdfylling 5p. Fita 6p.
Umferð 1 Umferð 2 Umferð 1 Umferð 2
X 720 8,24(1,94) 8,22(1,91) 6,70 (2,07) 6,67 (2,03)
y 720 7,90(1,89) 8,15(1,97) 6,73(1,94) 6,78(1,91)
Z 720 8,08 (2,05) 8,29 (2,09) 6,75 (2,05) 6,78 (2,03)
Fylgni (r) milli yfirmatsmanna var á bilinu 0,80 til 0,85 fyrir holdfyllingarmat og 0,82
til 0,86 fyrir fítumat.
Tvímœlingagildi
Tvímælingagildi var að meðaltali 87,3% fyrir 5 punkta holdfyllingarmat, sem segir til
um það hlutfall skrokka sem hlutu endurtekið sama mat hjá sama yfírmatsmanni (3.
tafla).
3. tafla. Tvímælingagildi mælt sem hlutfall (%) skrokka sem hlutu endurtekið sama mat af sama
yfirmatsmanni (x, y og z). Ofmat og vanmat mælt sem hlutfall skrokka sem hækkuðu eða lækkuðu í
seinni umferð og hliðrunin er mæld sem mismunur vanmats og ofmats.
Y firmats- Maður n Holdfylling 5p. Fita 6p.
Sama Ofmat Vanmat Hliðrun Sama Ofmat Vanmat Hliðrun
xl vs. x2 720 87,0 6 7 -1 93,3 3 4 -1
yl vs. y2 720 86,1 11 3 +8 95,0 4 2 +2
zl vs. z2 720 88,8 9 2 +7 96,3 3 1 +2
Meðal. 720 87,3 9 4 +5 94,9 3 2 + 1
Tvímælingagildi má einnig skoða út frá meðaleinkunnum fyrir holdfyllingu og fitu úr
fyrri og seinni umferð hvers yfirmatsmanns líkt og birt er í 2. töflu. Mestur var
munurinn á einkunn fyrir holdfyllingu 0,25 stig hjá yfirmatsmanni y. Hjá
yfirmatsmanni x var meðaleinkunn fyrir holdfyllingu nánast sú sama á milli umferða
en hjá hinum tveim hækkaði matið í seinni umferðinni. Fylgni milli endurtekins
holdfyllingarmats var á bilinu 0,84 til 0,89 og fyrir fitumatið var það 0,96 - 0,98.
Fitumæling
Meðaltöl fyrir fitumælingar yfirmatsmannanna voru á bilinu 8,64 til 8,80 mm og
staðalfrávik voru á bilinu 2,24 til 2,50 mm. Ekki reyndist tölfræðilega marktækur
munur á meðaltölunum. I um 75% tilfella var munur milli fitmælinga innan við +/- 1
mm og í 95% tilfella var munurinn innan við +/- 2 mm.
Samræmi milli matsmanna sláturhússins og yfirkjötmatsmanna
Samræmi milli matsmanna sláturhússins og sameiginlegs lokamats yfirmatsmannanna
í holdfyllingarflokkun var 90,3% og við fituflokkun var samræmið 83,8% mælt sem
hlutfall af dilkum með sama mat. Holdfyllingarmatið reyndist óhliðrað, en í
fitumatinu var flokkun matsmanna sláturhússins oftar lægri heldur en hærri miðað við
yfirmatið og nam hliðrunin 5%.
I 4. töflu eru kjötmatsniðurstöður einstakra yfirmatsmanna úr fyrri umferð bomar
saman við niðurstöður matsmanna sláturhússins innan tímabila. Yfirmatsmennimir y
og z vom að jafnaði strangari en matsmenn sláturhússins en yfirmatsmaður x mat
hinsvegar skrokkana oftar í hærri holdfyllingarflokk heldur en matsmenn
sláturhússins.
Samræmi í fituflokkuninni var breytilegt eftir tímabilum. I septemberhluta
úttektarinnar var samræmi í fituflokkun betra á milli yfirkjötmatsmanna og
matsmanna sláturhússins heldur en í októberhlutanum. Mest var breytingin gagnvart