Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 509
VEGGSPJÖLD | 507
yfirmatsmanni x en samræmi milli hans og matsmanna sláturhússins féll úr tæpum
87% í tæp 77%. Þá breytist hliðrunin líka á þann veg að í september dæmdu allir
yfinnatsmennirnir skrokkana nokkru feitari en matsmenn sláturhússins en í október
snýst þetta algjörlega við.
4. tafla. Samræmi milli yfirmatsmanna (x, z og y) og matsmanna sláturhússins (hús) og eftir
tímabilum. Samræmi mælt sem hlutfall (%) skrokka með sama mat. Ofmat og vanmat mælt sem
hlutfall skrokka með hærra eða lægra mat miðað við yfírmatsmenn. Hliðrun mæld sem munur ofmats
og vanmats.
Matsmenn Holdfvlling 5p. Fita 6p.
Sama Ofmat Vanmat Hliðrun Sama Ofmat Vanmat Hliðrun
xl vs. hús sept 89,0 5 6 -1 86,5 3 11 -8
yl vs. hús sept 82,7 13 4 +9 80,0 5 15 -10
zl vs. hús sept 86,0 9 5 +4 80,2 3 17 -14
x 1 vs. hús okt 85,0 4 11 -7 76,7 15 8 +7
yl vs. hús okt 85,0 12 3 +9 78,8 16 5 + 11
zl vs. hús okt 88,8 6 5 +1 76,3 10 6 +4
Fitumæling matsmanna sláturhússins var að meðaltali 8,34 sem er aðeins lægra en
mælingar yfmnatsmannanna og reyndist marktækur munur á því og mælingum
yfirmatsmanns x sem var með hæsta meðaltalið.
TJppgjör samkvœmt 15 pnnkta mati.
Samræmi á milli yfírmatsmanna samkvæmt 15 punkta holdfyllingarmati var bilinu
50,1% til 65,4% og að meðaltali 55,7%. í fitumatinu var samræmið á bilinu 62,1% til
75,6%, að meðaltali 67,4%. Hliðrun í mati var frá því að vera engin upp í að vera
25,4%.
Umræður
Ljóst er að holdfyllingarmatið er stöðugra en fitumatið samkvæmt hlutfallslegum
fjölda skrokka með sama mat. Þessar niðurstöður snérust við þegar kjötmatseinkunnir
voru bomar saman með fervikagreiningu fyrir 5/6 p. mat. Ástæðan er að einungis
munar 1 stigi milli fituflokkanna 3 og 3+ og reiknast því misræmi milli þeirra flokka
léttvægara heldur en milli annarra flokka þar sem misræmi um einn flokk gefur 3 stig.
Sjálfsagt kemur einhverjum á óvart að samræmi sé heldur betra í holdfyllingarmatinu
en fitumatinu þar sem fitumatið byggir á mælingu en holdfyllingarmatið eingöngu á
huglægu mati. En mælingu getur skeikað á milli matsmanna eftir því hvemig hún er
framkvæmd og þegar hún er á flokkamörkum +/- 1 mm ræður sjónmat. í úttektum
yfírkjötmatsins á matsmönnum afurðarstöðvanna eru dæmi um að samræmi sé lakara í
fituflokkun en holdfyllingarflokkun (Stefán Vilhjálmsson og Óli Þór Hilmarsson,
2003).
Há fylgni milli fitumats úr fyrri og seinni umferð kemur ekki á óvart þar sem báðar
umferðir byggja á sömu fitumælingunni. Því er vart hægt að segja að raunverulegt
tvímælingagildi í fitumati hafi verið prófað.
I norskri úttekt á EUROP-kerfmu reiknaðist fylgni á milli endurtekinna dóma norskra
yfirmatsmanna nokkru hærri en hér fannst eða á bilinu 0,95 - 0,99 fyrir holdfyllingu á
15 punkta skala, en aðeins voru nýttir 40 skrokkar í þeim samanburði. Viðmið
Norðmannanna eru byggð á reglum ESB um að ósamræmi rnilli yfirmatsmanna ESB
og matsmanna sláturhúsa skuli eigi vera meiri en 0,3 stig fyrir holdfyllingareinkunn
og 0,6 stig fyrir fitueinkunn. Samræmi milli íslensku yfirmatsmannanna var í einu