Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 510
508 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
tilfelli utan þessara marka fyrir holdfyllingu en tvímælingagildið var hinsvegar vel
innan þessara viðmiða. Hlutfallslegt samræmi milli ESB yfírkjötmatsmanna var að
meðaltali 68% fyrir holdfyllingarmat og 71% fyrir fitumat (15 p.) á 500 skrokkum
(Johansen eí al., 2006). Séu þær niðurstöður bornar saman við tölur úr þessari
rannsókn verður að hafa í huga að íslensku yfirmatsmennimir hafa litla þjálfun í 15
punkta matinu. Hinsvegar sýna þeir meiri nákvæmni en fram kom í breskri rannsókn
árið 2007. Þar reyndist samræmi þriggja yfirmatsmanna á 5/7 punkta skala, 79-83%
fyrir holdfyllingu og 64-73% fyrir fitu. Tvímælingagildi 105 skrokka (einn
yfirmatsmaður) var 86% fyrir holdfyllingu og 90% fyrir fitu. I 15 p. mati var
samræmið 40-45% fyrir holdfyllingu og fitu (The Livestock & Meat Commission for
Northern Ireland, 2007).
Gildandi viðmiðunarmörk hér á landi þegar mat kjötmatsmanna sláturhúsanna er
tekið út af yfirmatsmönnum eru þau að þeir séu sammála í að lágmarki 80% tilfella og
að hliðrun sé eigi meiri en 10%. Þessi viðmið virðast raunhæf og nokkuð í takt við
það samræmi sem mældist milli yfirkjötmatsmannanna sem voru innan þessara marka
að meðaltali þó lakasta samræmið í einstökum þáttum rannsóknarinnar sé utan þeirra.
Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að gefa til kynna hversu nákvæmt íslenska
matið getur verið. Hinsvegar er ekki hægt að heimfæra niðurstöður beint yfir á
samræmi í kjötmatinu almennt þar sem ekki var prófaður munur milli afurðastöðva.
Samantekt
Yfirkjötmatsmennimir sýndu meira samræmi við flokkun í holdfyllingarflokka en við
fituflokkun. Samræmi var á bilinu 82% til 86% og að meðaltali 84% fyrir 5 punkta
holdfyllingarmat. Samræmi í fituflokkun (6 punkta) var eilítið lakari eða á bilinu 79%
til 82% og að meðaltali 81%. Tvímælingagildi yfirmatsmannanna var að meðaltali
87% fyrir holdfyllingamat en 94% fyrir fitumat, byggt á einni fitumælingu.
Heimildir
Johansen, J., Aastveit, A.H., Egelandsdal, B., Kvaal, K. & Roe, M., 2006. Validation of the EUROP
system for lamb classification in Norway; repeatability and accuracy of visual assessment and
prediction of lamb carcass composition. Meat Science 74: 497 - 509.
Jón Viðar Jónmundsson, 2000. Kjötmatið 1998 - Nokkrar niðurstöður úr uppgjöri fjárræktarfélaganna.
Freyr 96: 47-52.
Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða nr. 484/1998.
Stefán Vilhjálmsson & Oli Þór Hilmarsson, 2003. Samantekt um gæðamat dilkakjöts.
Ráðunautafundur 2003. Reykjavík: BÍ, LBHÍ, RALA.
Stanford, K., Jones, S.D.M. & Price M.A., 1998. Methods of predicting lamb carcass composition: A
review. Small Ruminant Research 29: 241-254.
The Livestock & Meat Commission for Northern Ireland (2007). An evaluation of the use of video
image analysis to predict the classification and meatyield of sheep carcases. A report for the Devolved
Bodies, E+V and the Welsh Country Food Group, Skoðað 10. janúar 2009 á http:
www.lmcni.com/information_centre/publications/pub/catID/15/