Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 515
VEGGSPJÖLD | 513
Á 6. mynd er sýnd þurrefnis uppskera yrkjanna sem var á bilinu 6,5 - 8,7 t/ha
eða að meðaltali 7,75 tonn. Munurinn á milli yrkja var þó ekki tölfræðilega marktækur
(F-gildi = 0,107). Þurrefnisuppskeran er aðeins til talsvert minni á Möðruvöllum en
mælst hefur í Svíþjóð og írlandi (Crowley 2001, Svennerstedt ofl. 2004). Gera má ráð
fyrir að vinnanlegt efni úr þessum hampi sé á bilinu 1,5 til 2,0 þurrefnistonn af ha.
Ekki var lagt neitt mat á gæði hampsins til iðnaðar.
Miðað við aðrar nytjajurtir sem ræktaðar eru á Möðruvöllum sker hampurinn
sig ekki á neinn hátt úr varðandi þurrefnisuppskeru. Til dæmis var þurrefnissuppskera
í heilsæðistilraun á Möðruvöllum sumarið 2008 um 11 þurrefnistonn af ha.
Fedora Felina Ferimon Futura Santhica
Yrki
6. mynd. Þurrefnisuppskera ásamt staðalfrávikum í 5
hampyrkjum á Möðruvöllum, 22. september 2008.
Áhugi var á að skoða fóðurgildi hampsins og þess vegna voru uppskerusýni úr
tveimur yrkjum skoðuð með það i huga. I 1. töflu eru birtar niðurstöður úr þeim
greiningum. Meltanleiki hampsins mælist nokkuð hár og sem myndi duga í gott
viðhaldsfóður. Prótein innihald er einnig hátt sem og flest steinefni. Flins vegar er
lystugleiki hampsins ekki mikill ef tekið er mið af reynslu bóndans í Litla Dunhaga
sem reyndi að beita kúm á hamp sem hann hafði sáð til en þær sniðgengu hann
algjörlega (Róbert Jósavinsson, persónulegar upplýsingar).
1. tafla. Meltanleiki og efnainnihald tveggja hampyrkja sem ræktuð voru á Möðruvöllum 2008,
Yrki Meltanleiki Hlutfall af þurrefni, % Prótein Ca P Ma K Na S Aska
Santica 63,8 16,0 2,23 0,35 0,65 2,18 0,07 0,29 10,0
Futura 65,4 16,4 2,41 0,32 0,74 2,16 0,09 0,28 11,7
Meðaltal 64,6 16,2 2,32 0,33 0,70 2,17 0,08 0,28 10,9
Staðalfrávik 2,7 2,4 0,39 0,03 0,10 0,27 0,04 0,03 1,0
Samantekt
• Hampur er lengi að koma sér af stað á vorin en þegar líður á vaxtartímann
getur hann náð miklum vaxtarhraða ef aðstæður leyfa.
• Hampur getur skilað þokkalegri þurrefnisuppskeru en nær ekki fúllum þroska
og myndar ekki fræ við íslenskar aðstæður.