Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 526
524 I FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Vetrarþol og bætt uppskera hvítsmára
Áslaug Helgadóttir, Sigríður Dalmannsdóttir og Þórdís Anna Kristjánsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands
Af hverju hvítsmári?
Hvítsmári er sú tegund belgjurta sem hvað mest er ræktuð til fóðurs í tempraða beltinu
(Frame og Newbould, 1986). Hvítsmári er einnig algengasta fóðurbelgjurtin í
beitilöndum (Laidlaw og Teuber, 2001). Megin kosturinn við að rækta belgjurtir eins
og hvítsmára er möguleiki þeirra til að stunda niturbindingu í samlífi við bakteríuna
Rhizobium leguminosarum var. trifolii sem gerir það að verkum að hægt er að draga
verulega úr áburðargjöf. Hvítsmári er ekki síður mikilvæg fóðurjurt vegna þess að
hann hefur hátt næringargildi og góðan meltanleika (Frame og Newbould, 1986).
Að hverju miðast rannsóknirnar?
Hann er nær alltaf ræktaður í blöndu með grasi og miðast kynbætur á hvítsmára við að
hámarka uppskeru og endingu í grassverði (Abberton og Marshall, 2005). Hvítsmári,
sem vex villtur hér á landi, nýtist ekki sem ræktunarplanta af því að hann er lágvaxinn
og gefur litla uppskeru. Kynbótarannsóknir síðustu ára hafa því snúist um að prófa
yrki og afbrigði erlendis frá. Vegna legu landsins er hér mikið vetrarálag og afbrigði
sem hafa gefið góða raun í nágrannalöndum okkar þola ekki þetta álag. Það hefur sýnt
sig að afbrigði hvítsmára bera þó nokkurn erfðaijölbreytileika, bæði hvað varðar
vaxtarform og lífeðlisfræðilegra eiginleika (Annicchiarico og Piano, 1995; Caradus og
Woodfield, 1997). Norðlæg afbrigði hvítsmára eru yfirleitt vetrarþolin, jarðlæg,
smáblaða, með mjóan jarðlægan stöngul (smæru) og gefa litla uppskeru. Suðlæg
afbrigói hafa stór blöð, langa blaðstilka, þykkar smærur og gefa mikla uppskeru
(Davies og Young, 1967). Það hefur áður verið sýnt fram á neikvætt samhengi milli
blaðstærðar og stöðuleika í sverði (Caradus og Williams, 1981; Abberton og Marshall,
2005). Niðurstöður úr tilraunum á Korpu þar sem fylgst var með lifun og vaxtarformi
hvítsmárayrkja og afbrigða, annars vegar grunnafbrigðanna og hins vegar úrvals,
sýndi að breytileiki innan hvers yrkis eða afbrigðis er það mikill að það gefur vonir
um að víxlun milli suðlægra og norðlægra afbrigða gæti myndað afkvæmi þar sem
bæði náist fram vetrarþol og stærri blöð sem gefur meiri og endingarbetri uppskeru
(Helgadóttir et al., 2001). Sú rannsókn sem ijallað er um hér greinir frá mælingum á
afkvæmum slíkra víxlana og er sameiginleg kynbótarannsókn Islands og Noregs.
Niðurstöðurnar voru nýlega birtar í grein í Annals of Botany (Helgadóttir et al.,
2008).
Efni og aðferðir
Víxlanir voru framkvæmdar í tvennu lagi, annars vegar á vegum Rannsóknastofnunar
Landbúnaðarins (Rala) og hins vegar á vegum Graminor í Noregi. Á vegum Rala var
víxlað saman norsku hvítsmárayrkjunum Snowy (61°55'N) og Norstar (62°50'N) og
afbrigðinu HoKv9238 (62°55'N) við suðlægari yrkin Aberherald (47°17'N),
AberCrest (47°23'N) og Undrom (63°10'N) sem úrval eftir 1-3 vetur í sverði á Korpu.
Alls mynduðust 99 arfgerðir. Á vegum Graminor var víxlað saman norðlægari
hvítsmárayrkjunum HoKv9238, HoKv9240 (63°20'N), Norstar, Snowy, ME790903