Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 534
532
FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
VISTHEIMT
endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum
Guðmundur Halldórsson1, Ása L. Aradóttir2, Kristín Svavarsdóttir'
og Ólafur Amalds'
1Landgræðslu ríkisins,2Landbúmaðarháskóla íslands
Hnignun vistkerfa er alþjóðlegt vandamál. Á síðustu hálfri öld hefur mannkynið breytt
vistkerfum jarðar hraðar og meir en á nokkru öðru tímabili í sögu mannkyns, m.a.
vegna landhnignunar, rasks vegna mannvirkjagerðar, námugraftrar, mengunar og
þéttbýlismyndunar (MEA 2005a). Þetta hefur leitt til vemlegrar hnignunar á
líffræðilegri fjölbreytni og mikilvægum þáttum vistfræðilegrar þjónustu, sem hefur
haft umfangsmiklar umhverfislegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingar og
ógnar m.a. matvælaöryggi hundmða milljóna manna (MEA 2005b). Áhrifin af
þessari þróun eru mest í þróunarlöndunum en á Norðurlöndunum er einnig sívaxandi
álag á umhverfið sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði fólks, líffræðilegan
ijölbreytileika, lykilvistkerff, vatnsauðlindir o.fl. Til að bregðast við þessum vanda er
brýnt að efla endurheimt vistkerfa á hnattræna vísu (sjá t.d.; Mansourian et al. 2005,
Raven 2007). Vistheimt stuðlar að endurreisn líffræðilegrar Qölbreytni og
margvíslegrar vistkerfaþjónustu, m.a. bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi. Hún er
því samnefnari sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vemd líffræðilegrar fjölbreytni
(CBD), loftslagssamninginn (UN-FCCC) og eyðimerkursáttmálann (UN-CCD).
Á Norðurlöndunum er lögð mikil áhersla á endurheimt vistkerfa (Nordic
Environmental Action Plan 2005-2008). í öllum löndunum er unnið að rannsóknum og
framkvæmdum á sviði endurheimtar vistkerfa en heildstætt yfírlit yfir slík verkefni er
ekki til. Með verkefninu VISTHEIMT er ætlunin að tengja norræn
endurheimtarverkefni með það að markmiði að efla endurheimt skemmdra vistkerfa á
Norðurlöndum. Myndað verður norrænt samstarfsnet vísindamanna á mismunandi
fræðasviðum, framkvæmdaraðila og aðila sem fást við ákvarðanir á sviði vistheimtar.
Lögð verður megináhersla á að:
a. fá heildstætt yfirlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og árangur
endurheimtarverkefna á Norðurlöndum,
b. auka þekkingu og fæmi í vistheimt á Norðurlöndum,
c. auka skilning á þýðingu og möguleikum vistheimtar fyrir náttúmvemd,
d. þróa fjölþátta viðmið fyrir vistheimt þar sem m.a. sé tekið tillit til
vistfræðilegra, félagsfræðilegra, hagfræðilegra og menningarlegra þátta og
e. skilgreina „þekkingargöt” og skipuleggja rannsóknarverkefni til að fylla í slík
göt.
Verkefnið VISTHEIMT hefst árið 2009 og lýkur 2011. Á fyrsta ári verkefnisins
verður lögð höfuðáhersla á að fá heildstætt yfírlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og
árangur endurheimtarverkefna á Norðurlöndum. Árið 2010 verður haldin hér á landi
alþjóðleg ráðstefna um vistheimt. Á lokaári verkefnisins verða svo helstu niðurstöður
þess dregnar saman í rit um stöðu vistheimtar á Norðurlöndunum.