Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 540
538 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Verkþáttur nr. 2. Lífríkis- og efna- og eðlisþættir í vatnsbol
Vöktun í verkþætti nr. 2. hófst í maí 2007. Niðurstöður fyrir það ár hafa verið birtar í
þar að lútandi gagnaskýrslu (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2008).
Verkþáttur nr. 2 tekur til þörunga- og dýrasvifs, auk efna- og eðlisþátta úti í vatnsbol
vatnsins. Einnig fer fram sýnataka á murtu í tengslum við verkþátt nr. 3.
Sýnataka og mælingar voru með þeim hætti að upplýsingar fást um breytileika
mæliþátta í tíma og rúmi. Fylgst var með tegundasamsetningu og magni plöntu- og
dýrasvifs á mismunandi dýpum á þremur stöðvum í vatninu og sýni tekin ijórum
sinnum frá því snemma vors og seint fram á haust. Samhliða sýnatöku á smálífverum
voru eðlisþættir mældir (vatnshiti, sýrustig, rafleiðni og sjóndýpi). Vatnssýni til
efnagreiningar var tekið í eitt skipti úti í vatnsbolnum.
Gert er ráð fyrir að sýnataka og mælingar í verkþætti nr. 2 fari fram árlega næstu
fimm árin a.m.k.
Verkþáttur 3. Fiskistofnar
Vöktun í verkþætti nr. 3 hófst haustið 2008. Fiskrannsóknimar felast í vöktun á
stofnstærð og líffræðilegum þáttum murtu í vatninu. Annars vegar er um að ræða mat
á stofnstærð murtu með bergmálsmælingum. Hins vegar er um að ræða veiðar á murtu
með flotnetum í því skyni að afla upplýsinga um stærðardreifingu einstaklinga,
kynjahlutfall, kynþroska o.fl.
Bergmálsmælingamar byggja á sendingum hljóðs út í vatnsbolinn og mælingar á
endurkasti þess. Mælingamar eru gerðar í lóðréttu og láréttu sniði. Siglt var um vatnið
þvert og endilangt og stofnstærð murtunnar reiknuð út fyrir vatnið í heild. Samkvæmt
eldri mælingum með þessari aðferð var stofnstærð murtu á árabilinu 1983-1988 metin
3,8-8,3 milljón einstaklingar (Snorrason o.fl. 1992).
Heimildir
Eydís Salome Eiríksdóttir og Sigurður Reynir Gíslason. 2008. Efnasamsetning Þingvallavatns 2007.
Raunvísindastofhun Háskólans, Reykjavík. RH-09-2008. 15 bls.
Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason og Stefán Már Stetansson. 2008.
Vöktun á vatnsgæðum og lífríki Þingvallavatns. Gagnaskýrsla fyrir árið 2007. Verkþáttur nr. 2: Lífríki
og efna- og eðlisþættir í vatnsbol. Fjölrit nr. 2-08. 38 bls. (English summary).
Samkomulag 2007. Samkomulag Umhverfisstofnunar, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Orkuveitu
Reykjavíkur og Landsvirkjunar að samstarfi um vöktun á lífríki Þingvallavatns. Undirritað 2. Apríl
2007. 4 bls.
Samstarfssamningur 2007. Samstarfssamningur milli Umhverfisstofhunar, Landsvikjunar, Orkuveitu
Reykjavíkur og Þjóðgarðsins á Þingvöllum um vöktun á lífríki Þingvallavatns árið 2007. Undirritað 2.
apríl 2007. 2 bls.
Snorrason, S.S., Jónasson, P.M., Jonsson, B., Lindem, T., Malmquist, H.J., Sandlund, O.T. and
Skúlason S. 1992. Polulation dynamics of the planktivorous arctic charr Salvelinus alpinus (“murta”) in
Thingvallavatn. Oikos 64: 353-364.