Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 1
2. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 28. janúar ▯ Blað nr. 579 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Þyngsta ungneytið 2020 var Angus/Limousine
blendingur frá Gunnbjarnarholti
– vó tæplega 516 kg við slátrun, en fimm ungneyti voru yfir 450 kg og þar af eitt alíslenskt
Þyngsta ungneytið, sem slátrað var
á árinu 2020, var naut nr. 2369 í
Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi.
Sá gripur var holdagripur, 62,5%
Angus og 25% Limousine, undan
Anga 95400 og vó 515,7 kg er
honum var slátrað við 28,8 mánaða
aldur.
Þetta kemur fram í skýrslu-
haldi nautakjötsframleiðslunnar hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
(RML) fyrir árið 2020 sem birt er í
Bændablaðinu í dag. Skýrsluhaldið
nær til 112 búa, en holdakýr af
erlendu kyni voru á 79 þessara búa.
Milli ára fjölgar búunum í skýrslu-
haldinu um fimm, en búum þar sem
er að finna holdakýr af erlendu kyni
fjölgar um sex. Ungneyti, eins og
rætt er um í skýrslunni, eru gripir sem
fargað er við 12–30 mánaða aldur.
Fimm ungneyti yfir 450 kg,
þar af eitt alíslenskt
Þyngsta nautið fór í UN U4-
flokk. Fimm ungneyti náðu yfir
450 kg fallþunga á árinu 2020
en þau voru frá þremur búum,
Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi,
Breiðabóli á Svalbarðsströnd
og Nýjabæ undir Eyjafjöllum.
Athygli vekur að gripur númer
1244 á þessum lista kom frá
Breiðabóli á Svalbarðsströnd
og var alíslenskur, sonur Tanks
15067. Þetta bú er þekkt fyrir
gott eldi gripa og afkvæmi Tanks
virðast búa yfir mikilli vaxtargetu.
Kúm fjölgaði um 480
Kýr á þessum búum voru við uppgjör
ársins 2.851 talsins, sem er fjölgun
um 480 frá árinu áður. Meðalfjöldi
kúa á búi var 25,5 samanborið við
22,2 árið áður og reiknast þessar kýr
yfir í 21,7 árskýr á bú en voru 18,1
árið 2019.
Alls voru skráðir 2.380 burðir
á þessum búum á árinu 2019, sem
jafngildir 0,83 burðum/kú. Þetta er
fjölgun um 436 burði og aukning um
0,1 burð á kú milli ára.
48 tonna aukning á
kjötframleiðslu milli ára
Heildarframleiðsla ársins á þessum
112 búum nam um 608 tonnum, sem
er aukning um 48 tonn milli ára. Þetta
þýðir að þar eru framleidd nálægt
18% alls nautgripakjöts á landinu.
Meðalframleiðsla á bú var 5.432 kg
en heildarfjöldi slátraðra gripa var
2.395. Sambærilegar tölur frá fyrra
ári eru 5.237 kg og 2.278 gripir.
Meðalfallþungi 211,5 kg
Meðalfallþungi kúa frá þessum
búum var 211,5 kg, en hann
reyndist 205,9 kg árið áður og
meðalþungi ungneyta var 262,0
kg en þau vógu til jafnaðar 252,6
kg 2019. Til jafnaðar var þeim
fargað 734,8 daga gömlum, eða
4,8 dögum yngri að meðaltali en
á árinu 2019. Það jafngildir vexti
upp á 342,0 g/dag, reiknuðum út frá
fallþunga, en sambærileg tala frá
fyrra ári var 325,8 g/dag. Til sam-
anburðar var slátrað 9.051 ungneyti
á landinu öllu sem vógu 250,3 kg
að meðaltali við 745,3 daga aldur.
Til samanburðar var á árinu 2019
slátrað 9.721 ungneyti sem vógu
að meðaltali 243,8 kg við 744,3
daga aldur. Þessi sérhæfðu bú sem
yfirlitið nær til ná því gripunum
heldur þyngri við lægri aldur að
jafnaði. Í heildina voru ungneytin
þyngri en árið áður, enda alin að
meðaltali aðeins lengur. /HKr.
– Sjá nánar á bls. 38.
Naut númer 2369 í Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi var þyngst allra ungneyta
sem felld voru á árinu 2020, eða 515,7 kg.
Snjó kyngdi niður á
norðanverðu landinu um
liðna helgi. Jafnfallinn snjór
á Akureyri eftir törnina var
samkvæmt opinberum mæli
við lögreglustöðina yfir 50
sentímetrar. Tilheyrandi tafir
urðu á umferð, m.a. í kjölfar
snjóflóða sem féllu yfir vegi.
Miklir snjóhaugar safnast
saman hér og þar þegar búið
er að moka götur og plön,
börnunum til mikillar gleði,
því haugarnir þykja hið besta
leiksvæði.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Vigdís Häsler ráðin nýr
framkvæmdastjóri BÍ
Vigdís Häsler lögfræðingur hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands, en
Sigurður Eyþórsson hætti sem
framkvæmdastjóri um síðustu
áramót eftir 13 ára starf fyrir
samtökin. Vigdís tekur við af
Oddnýju Steinu Valsdóttur, vara-
formanni Bændasamtakanna,
sem hefur verið starfandi fram-
kvæmdastjóri í janúar.
Vigdís var starfsmaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins á
Alþingi þar sem hún kom að
undirbúningi fyrir þingmenn við
gerð þingmála. Þá var Vigdís
aðstoðarmaður samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra 2017 og starf-
aði hún einnig sem lögmaður hjá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga
þar sem hún sinnti undirbúningi
og gerð umsagna um lagafrum-
vörp og önnur þingmál og tók þátt
í samskiptum við Alþingi. Einnig
annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf
og upplýsingagjöf til sveitarstjórn-
armanna. Auk þess sem hún starf-
aði í nokkur ár sem lögmaður hjá
Lögmönnum Höfðabakka.
Hún lauk BA-prófi í lögfræði
frá Háskólanum á Akureyri 2006,
meistaraprófi 2008 og ári seinna
hlaut hún málflutningsréttindi fyrir
héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún
LLM-prófi frá University of Sussex
í Bretlandi. Vigdís hefur setið í
stjórnum félagasamtaka og í kjör-
stjórn Garðabæjar fyrir kosningar
til alþingis- og sveitarstjórnar og
forsetakosningar. Vigdís mun hefja
störf í byrjun febrúar. /VH
Vigdís Häsler, nýr framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands.
Íslenskt góðgæti
36–3726
Fæddist með skógarbakteríuna og
hefur kennt tálgun í rúm tuttugu ár
24
Verður fyrsta matvara sinnar
tegundar í heiminum