Bændablaðið - 28.01.2021, Side 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 20212
Samkvæmt yfirliti Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði
(SAM) nam heildarinnvigtun síð-
asta árs 151,2 milljónum lítra og
hefur því dregist lítillega saman
frá árinu 2019, eða um 0,4%.
Í sölu á einstökum vöruflokkum
nam sala á mjólk og sýrðum vörum
38.049 tonnum. Þá voru seld á
árinu 3.233 tonn af rjóma, 2.740
tonn af skyri, 2.328 tonn af viðbiti
(smjöri og smjörva), 5.994 tonn af
ostum og 1.144 tonn af dufti.
Samdráttur varð í sölu á mjólk
og sýrðum vörum á árinu 2020 og
nam hann 1,8% miðað við söluna á
árinu 2019. Örlítil aukning var hins
vegar í sölu á rjóma, eða 0,5%. Í
öðrum afurðategundum var hlut-
fallslega mestur samdráttur í sölu
á ostum, eða sem nam 3,1%. Þá
nam samdráttur í sölu á viðbiti
2,6%, samdráttur í dufti nam 2,5%
og samdráttur í skyrsölunni nam
0,9%.
Eflaust má rekja samdrátt í
sölu á mjólk og mjólkurafurðum
til ástandsins vegna COVID-
19 faraldursins og hruns í
fjölda ferðamanna. Hrun í
ferðamannageiranum og mikill
samdráttur á ýmsum sviðum
þjóðfélagsins virðist samt
hafa haft furðu lítil áhrif á
mjólkuriðnaðinn. Bendir Margrét
Gísladóttir, framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda, reyndar
á þessa staðreynd í grein á vefsíðu
félagsins, naut.is. Þar segir m.a.:
„Samkvæmt nýjum stuðlum var
sala ársins 2020 á fitugrunni 142,8
milljónir lítra sem er samdráttur um
1,5% frá árinu áður. Það verður að
teljast ansi góður árangur þegar
litið er til ástandsins á markaði
vegna COVID-19. Sala mjólkur
á próteingrunni endaði í 122,5
milljónum lítra, sem er heldur
minna en hún var árið 2019 og
munar þar um 3,8%. Þetta er þriðja
árið í röð sem sala á próteingrunni
lækkar, en er það í samræmi við
mánaðarlegar tölur undanfarið og
kemur því ekki á óvart.
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2020
auk júnímánaðar var framleiðslan
meiri en í sama mánuði árið áður.
Hins vegar voru allir aðrir mánuðir
ársins með minni framleiðslu en
árið áður. Endaði árið sem fyrr segir
í 0,4% minni framleiðslu en árið
2019.
Alls nam innvigtun mjólkur
í desember 11,9 milljónum lítra,
sem er 4,1% minni framleiðsla en
í desember í fyrra.“
Margrét bendir einnig á helstu
lykiltölur í mjólkurframleiðslu og
-sölu á árabilinu frá 2005 til 2020.
Þar kemur m.a. fram að mikill
stöðugleiki hefur verið í innvigtun
mjólkur undanfarin fimm ár. Þannig
var innvegin mjólk 15,2 milljónir
lítra árið 2016, 151,1 milljón árið
2017, 152,4 milljónir árið 2018,
151,8 milljónir árið 2019 og 151,2
milljónir lítra árið 2020.
Sérstök athygli er einnig vakin á
því að umreiknaðar tölur fyrir sölu
og birgðir á fitu- og próteingrunni
eru í fyrsta sinn samkvæmt nýjum
ríkisstuðlum sem gilda frá 1.
október 2020 og voru samþykktir
á fundi Framkvæmdanefndar
búvörusamninga föstudaginn 13.
nóvember 2020. /HKr.
Nythæsta kýrin á landinu árið
2020 var Smuga 1464861-0465 í
Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í
Skagafirði. Hún mjólkaði 14.565
kg með 4,89% fitu og 3,34%
próteini að því er fram kemur í
skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins, RML.
Smuga bar sínum sjötta kálfi
3. nóvember 2019. Hæsta dagsnyt
Smugu á nýliðnu ári var 52 kg og
var hún í yfir 40 kg dagsnyt fram
á sumar eða til loka júnímánaðar.
Smuga er fædd á Skúfsstöðum
í Hjaltadal í maí 2011 en flutti sig
um set rétt fyrir fyrsta burð sem
var hinn 3. ágúst 2013. Skráðar
æviafurðir hennar voru 67.865 kg
um síðustu áramót en á yfirstandandi
mjólkurskeiði er hún komin í 17.322
kg mjólkur.
Önnur í röðinni árið 2020 var
Ösp 1280 í Birtingaholti 4 í Hruna-
mannahreppi sem mjólkaði 14.062
kg á nýliðnu ári. Mjólkin var með
4,54% fitu og 3,61% próteini. Ösp
bar sínum fjórða kálfi þann 29.
janúar 2020. Hún fór hæst í 53,7
kg dagsnyt á árinu 2020 en skráðar
æviafurðir hennar eru 36.477 kg.
Þriðja nythæsta kýrin var Merlin
2268 í Lambhaga á Rangárvöllum.
Nyt hennar á árinu var 13.898 kg
með 4,19% fitu og 3,50% próteini.
Hún bar sínum öðrum kálfi 28.
nóvember 2019 og fór hæst í 50,0 kg
dagsnyt. Skráðar æviafurðir hennar
eru 20.370 kg.
Flækja 376 í Viðborðsseli
með mestar æviafurðir
Af núlifandi kúm stendur Flækja
376 í Viðborðsseli á Mýrum í
Hornafirði efst allra í æviafurðum.
Flækja er fædd í Árbæ í sömu sveit
í desember 2006 en flutti sig um set
í byrjun síðasta árs. Hún hafði nú
um áramótin mjólkað 91.803 kg á
11 mjólkurskeiðum en fyrst bar hún
28. október 2008 og síðast þann 1.
desember 2019. Flækja er glæsikýr
en hún hlaut á sínum tíma 89 stig
í útlitsdómi.
Skammt á hæla Flækju kemur
Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík
en hún er fædd á Hrafnsstöðum í
Svarfaðardal í apríl 2004. Flækja
var seld að Hóli sem smákálfur.
Gullbrá bar fyrst í október 2006 og
síðast nú í desember síðastliðnum
en hefur á ævi sinni, nú komin á
10. mjólkurskeiðið, náð að mjólka
89.471 kg.
Afrekskýrin Jana felld í fyrra
Afrekskýrin Jana 432 á Ölkeldu
2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi var
felld á síðastliðnu ári eftir ákaf-
lega farsælan feril. Hún komst í
hóp þeirra örfáu íslenskra kúa
sem rofið hafa 100 tonna múrinn í
æviafurðum undir lok ársins 2019.
Jana 432 var fædd 8. mars 2005,
stórættaður gripur verandi dóttir
Stígs 97010 og móðurfaðir hennar
var Kaðall 94017.
Jana bar sínum fyrsta kálfi þann
18. september 2007 og níu sinnum
eftir það, síðast 28. desember 2017.
Mestum afurðum á einu ári náði
Jana árið 2013 þegar hún mjólkaði
10.372 kg en æviafurðir hennar
enduðu í 101.359 kg. Að lokum
fór svo að Jana festi ekki fang og
var felld vegna elli þann 13. maí
síðastliðinn. Afkomendur Jönu eru
fjölmargir víða um land en hún
skilaði nauti á stöð sem fékk dóm
til framhaldsnotkunar sem reynt
naut. Þar er um að ræða Öllara
11066 en faðir hans var Ófeigur
02016.
Íslandsmet Mókollu frá
Kirkjulæk stendur enn,
eða 114.635 kg
Núverandi Íslandsmet í æviafurðum
á Mókolla 230, dóttir Snarfara
93018, á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð,
114.635 kg.
Mestar meðalafurðir voru
á Búrfelli í Svarfaðardal
Mest meðalnyt eftir árskú á ný-
liðnu ári, 2020, var, eins og greint
var frá í síðasta blaði, hjá Guðrúnu
Marinósdóttur og Gunnari Þór
Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal.
Nyt eftir árskú reyndist 8.579 kg
sem er aukning um 602 kg frá fyrra
ári.
Á Búrfelli er að finna legu bása-
fjós með mjaltaþjóni sem tekið
var í notkun vorið 2018. Kýrnar á
búinu kunna greinilega vel að meta
aðstöðubreytinguna en frá því að
fjósið kom til notkunar hafa afurðir
aukist um 1.500–1.600 kg/árskú og
voru þó ekki litlar fyrir.
– Sjá nánar um skýrsluhaldið í
mjólkurframleiðslunni 2020 á bls.
40 og 41. /HKr.
FRÉTTIR
FOSSAR EINBÝLISHÚS Viltu lækka byggingar-
kostnað?Fossar einbýlishús eru útfærð í
einingakerfi Landshúsa. Eininga-
kerfið okkar hefur undanfarin ár
fengið afar góðar viðtökur og hafa
húsin okkar risið um allt land með
góðum árangri.
Markmið okkar er að bjóða upp
á lausn sem gerir fólki kleift að
byggja traust hús á einfaldan og
hagkvæman hátt.
Val á gluggum:
Timbur
Ál/timbur
PVC
Hús á mynd er Foss 5 - 211 fm - Verð kr. 28.341.000.-
Efla verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar
samkvæmt íslenskri byggingarlöggjöf.
STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
Smuga 465 í Ytri-Hofdölum var nythæst allra kúa á landinu á árinu 2020 með
14.565 kg í ársafurðir. Mynd / Þórdís Halldórsdóttir
Smuga 465 í Ytri-Hofdölum í Skagafirði mjólkaði mest allra kúa á Íslandi á árinu 2020:
Skilaði tæpum 14,6 tonnum og hefur
mjólkað nærri 68 tonnum yfir ævina
– Afrekskýrin Jana sem skilað yfir 101 tonni um ævina var felld í fyrra, en Íslandsmet Mókollu frá Kirkjulæk stendur enn í 114.635 kg
Árs- Prót-
Kýr afurðir ein Fita Bú
1464861-0465 Smuga 14.565 3,34 4,89 570804 Ytri-Hofdalir
1280 Ösp 14.062 3,61 4,54 871065 Birtingaholt 4
2268 Merlin 13.898 3,50 4,19 860718 Lambhagi
1288 Píla 13.650 3,15 3,30 651215 Garður
0616 Rauðsól 13.413 3,60 4,74 860326 Skíðbakki
0844 Svipa 13.293 3,33 4,09 750510 Hallfreðarstaðir 2
1665491-2106 Fata 13.200 3,41 4,04 870909 Skáldabúðir 2
1480 Merkel 13.015 3,63 3,61 660104 Gautsstaðir
1286 Láka 12.943 3,61 4,39 870909 Skáldabúðir 2
1662641-0471 Eyja 12.861 3,47 5,58 870610 Oddgeirshólar 4
465 12.726 3,43 4,05 660220 Syðri-Grund
0625 Fanney 12.713 3,16 4,01 871006 Foss
0534 Malla 12.640 3,29 4,26 650228 Göngustaðir
0673 Halla 12.625 3,30 3,54 570627 Flugumýri
2185 12.582 3,72 4,35 860718 Lambhagi
2037 Komma 12.582 3,25 4,12 770190 Flatey
1676301-1000 12.523 3,44 3,98 870909 Skáldabúðir 2
0573 Sól 12.505 3,21 3,61 350802 Ásgarður
Nythæstu kýrnar árið 2020
Bændur skiluðu 151,2 milljónum lítra mjólkur 2020
– Það er um 0,4% samdráttur frá 2019, sem þykir ekki mikið í ljósi COVID-faraldursins
Mismunur Mismunur
2020 2019 Lítrar prósent
Janúar 12.781.216 12.299.992 481.224 3,9
Febrúar 12.407.793 11.682.536 725.257 6,2
Mars 13.667.643 12.956.364 711.279 5,5
Apríl 13.576.797 13.686.398 -109.601 -0,8
Mai 13.832.282 14.038.656 -206.374 -1,5
Júní 14.040.373 12.969.303 1.071.070 8,3
Júlí 13.197.378 13.937.810 -740.432 -5,3
Ágúst 12.116.295 12.609.749 -493.454 -3,9
September 11.472.550 11.654.482 -181.932 -1,6
Otóber 11.242.594 11.944.263 -701.669 -5,9
Nóvember 10.939.324 11.644.858 -705.534 -6,1
Desember 11.905.903 12.414.257 -508.354 -4,1
Samtals: 151.180.148 151.838.668 -658.520 -0,4
Nýting greiðslumarks á árinu: 104,3%
Nýting greiðslumarks ef jöfn dreifing yfir árið: 100,0%
Ár
Mánuður
Samanburður á innvigtun árin 2020 og 2019