Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 8

Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 20218 FRÉTTIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Vignir Sigurðsson hefur verið kjörinn íþróttamaður Hestamannafélagsins Léttis fyrir árið 2020. Hann stóð sig mjög vel á því ári og er vel að titlinum kominn, segir á vefsíðu Léttis. Vignir var efstur með 66 stig, næstur á eftir honum kom Guðmundur Karl Tryggvason með 48 stig og þriðji varð Auð- björn Kristinsson með 26 stig. Íþróttamaður Léttis 2020 Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga: Egill í Vagnbrekku hlaut hvatningar- verðlaun og heiðurshorn Egill Freysteinsson, Vagnbrekku í Mývatnssveit, hlaut að þessu sinni bæði Hvatningarverðlaun BSSÞ og Heiðurshornið fyrir árið 2019. Sjaldgæft er að bæði verðlaun- in falli til sama aðila en þau eru veitt fyrir góðan árangur í sauð- fjárrækt. Frá þessu segir í tilkynn- ingu frá Búnaðarsambandi Suður- Þingeyinga, sem veitir verðlaunin og viðurkenninguna. Í tilkynningunni segir einnig að Egill leggi mikla alúð við ræktun sína og bú sem skilar sér í þessum góða árangri. /MÞÞ Egill Freysteinsson í Vagnbrekku. Þrjár verslanir í strjálbýli fá 12 milljónir króna í styrk Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra staðfesti tillögur val- nefndar um verkefnastyrki sem vei ttir eru á grundvelli stefnu- mót andi byggðaáætlunar fyrir árin 2018–2024. Að þessu sinni var 12 milljónum króna úthlut- að til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjál- býli fjarri stórum þjónustukjörn- um, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Byggðastofnunar. Framlögin eiga að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, til dæmis með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetn- ingu í verslunum og bættri aðkomu. Alls bárust fimm umsóknir og var sótt um styrki fyrir sam- tals tæplega 35 milljónir króna. Styrkirnir nú skiptust þannig að Hríseyjarbúðin hlaut eina milljón króna og Kauptún í Vopnafirði hlaut 5,2 milljónir króna í styrki. Þá fékk verslun á Reykhólum 5,8 milljónir króna og er um að ræða stofnkostnað vegna opnunar og reksturs verslunar á staðnum. /MÞÞ Einar Örn Aðalsteinsson hjá Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit fékk á dögun- um styrk frá Matvæla sjóði Íslands til að kanna rekstrarforsendur og kostnaðar greina uppsetningu deili- eldhúss og er fyrsta skref þess að kanna þörf og áhuga á aðstöðunni. Í könnun Einars kemur fram að á teikniborðinu sé að opna fullvottað deilieldhús (vinnslu- eldhús) í Eyjafjarðarsveit þar sem matvælafrumkvöðlum, félaga- samtökum, veitingaaðilum, frum- framleiðendum og yfirleitt öllum þeim sem áhuga hafa á, gefst kostur á að þróa og framleiða sína vöru í vottaðri aðstöðu með möguleika á aðstoð fagfólks. Deilieldhúsið er opið öllum, vönum og óvönum, en til að komast inn þarf að bóka tíma og útskýra hvað á að vinna við en boðið verður upp á aðstoð fagfólks ef vilji er fyrir því, að því er fram kemur á Facebook-síðu Eyjafjarðarsveitar. Þurfa þeir aðilar sem vilja fram- leiða og gera tilraunir í deilieldhús- inu að sitja inntökunámskeið þar sem farið er yfir uppbyggingu vinnslurým- is, starfsreglur, smitvarnir, ofnæmis- valda, bókunarkerfi og almennt hvað felst í að starfa í deilieldhúsi. Eldhúsið verður búið öllum þeim tækjum sem til þarf við margs konar vinnslu en vottuð aðstaða er grundvöllur þess að koma vöru á markað. /MÞÞ Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit: Áhugi fyrir uppsetningu deilieldhúss kannaður Einar Örn Aðalsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Sesselíu Ingibjörgu Barðdal. Þau eiga veitingastaðinn Kaffi Kú. Ný verðskrá fyrir nautgripakjöt mun taka gildi hjá kjötvinnslu B. Jensen 1. febrúar næstkomandi. Heilt yfir hækka allir flokkar hjá B. Jensen, utan bolakjöts N sem helst óbreytt. Mest hækkar kýrkjöt K eða um 10–12% að jafnaði meðan aðrir flokkar hækka minna. Í desember sl. aðlagaði B. Jensen verðskrána sína, skv. tilkynningu frá fyrirtækinu, að eftirspurn á markaði eftir t.d. dýrari bitum. Þá var hún dregin í sundur, þar sem lökustu bitarnir voru lækkaðir og þeir bestu hækkaðir. Hækkanirnar eru sem hér segir: • UN <250 kg = 1,2% – 1,9% hækkun • UN >250 Kg = -1,2% – 1,6% hækkun • KU <200 kg = -4% – 6% hækkun • KU >200 kg = 4% – 6% hækkun • K <200 kg = 9 – 14% hækkun • K >200 kg = 9% – 12%% hækkun Hækkanirnar eru heilt yfir alla flokka utan bolakjöts. Búið er að uppfæra núgildandi verðskrár sláturleyfishafa á naut.is. Hægt er að nálgast þær undir Markaðsmál & verðlistar á forsíðu naut.is. /VH B. Jensen hækkar verð á nautgripakjöti til bænda Áburðareftirlit Matvælastofnunar: Fimm áburðartegundir voru teknar af skrá á síðasta ári Matvælastofnun hefur birt skýrslu um áburðareftirlit á síðasta ári. Það voru tekin 50 sýni í vor af jafnmörgum tegundum og hjá fimm innflutningsfyrirtækjum, auk þess sem merkingar og umbúðir voru skoðaðar. Efnagreiningar fimm áburðartegunda sýndu gildi undir leyfðum vikmörkum. Ein áburðartegund frá Búvís stóðst ekki kröfur og fjórar frá Fóður- blöndunni. Áburðartegundirnar hafa verið teknar af skrá og má ekki dreifa þeim fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. Kadmíum ekki yfir leyfilegum mörkum Kadmíum var alls staðar undir leyfðum mörkum, en það var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Það var oftast undir mælanlegum mörkum. Á síðasta ári fluttu alls 24 fyrirtæki inn 302 tegundir af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur voru 15 á skrá og því voru áburðarfyrirtæki samtals 39 með skráða starfsemi árið 2020. Nálgast má eftirlitsskýrslu Matvæla- stofnunar fyrir síðasta ár, og nokkur ár aftur í tímann, á vefnum mast.is. /smh

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.