Bændablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 10

Bændablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202110 Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum 21. jan- úar síðastliðinn mjög gagn rýna umsögn í 22 liðum vegna frum- varps til laga um hálendis þjóðgarð. Í umsögninni segir m.a.: „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur á fyrri stigum lýst andstöðu sinni við fyrirhugaðan hálendis­ þjóðgarð. Sveitarstjórn fellst ekki á það að 64,5% af því landsvæði sem fellur innan sveitarfélagamarka Bláskógabyggðar verði gert að þjóð­ garði með því stjórn fyrirkomulagi sem boðað er í fram komnu frum­ varpi. Skipulag og stjórnsýsla svæð­ isins mun færast frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins, til fulltrúa annarra sveitarfélaga, félagasamtaka og embættismanna. Umsjón, rekstur og ákvörðunartaka er varðar eignir sveitarfélagsins á hálendinu mun færast úr höndum sveitarstjórnar og íbúa sveitarfélags­ ins til fulltrúa annarra sveitarfélaga, félagasamtaka og embættismanna. Sveitarstjórn hefur ítrekað bent á að ekki liggur fyrir greining og sam­ anburður á rekstri þjóðgarða annars vegar og þjóðlendna hins vegar. Aldrei í ferlinu hefur af hálfu umhverfisráð­ herra verið bent á vankanta núverandi kerfis þjóðlendulaganna, hvort sem litið er til þjóðhagslegrar hagkvæmni eða náttúruverndar.“ Eykur tortryggni Þá er gerð athugasemd við að ekki þurfi samþykki viðkomandi sveitarfélaga fyrir því að landsvæði innan marka sveitarfélags falli undir hálendisþjóðgarð. Sá háttur hafi verið hafður á við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og segir í um­ söginni að farsælla væri að svo væri einnig varðandi hálendisþjóðgarð. Að sniðganga með þessum hætti aðkomu sveitarfélaga að ákvörðun um skil­ greiningu á mörkum þjóðgarðs eykur einungis tortryggni til málsins. Er þörf á enn einni ríkisstofnun? Um markmið hálendisþjóðgarðs segir að þau séu göfug, og leggst sveitarstjórn ekki gegn þeim enda taki þau mið af núverandi stjórnfyrirkomulagi þjóðlendna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bendir hins vegar á að þegar séu a.m.k. einar fimm ríkisstofnanir í landinu sem hafa m.a. það hlutverk að framfylgja því að lögum um náttúruvernd sé framfylgt, auk þess að stunda rannsóknir og fræðslu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veltir því fyrir sér hvort þörf sé á enn einni ríkisstofnuninni sem hefur sama markmið og margar aðrar stofnanir sem nú þegar eru starfandi.“ Telur línur lagðar fyrir eignarnám Telur sveitarstjórn að eignarnáms­ ákvæði í þessu frumvarpi sé líka óásættanlegt. Ljóst sé að þar sé verið að leggja línur um eignarnám eigna sveitarfélaga og nytjaréttarhafa, s.s. í formi fjallaskála. Einnig liggi þar undir eignarnám óbeinna eignar­ heimilda, s.s. grasnytja og veiði. Þá segist sveitarstjórn Blá­ skógarbyggðar ekki geta fallist á að fulltrúar félagasamtaka eða áhugamannafélaga hafi eins mikla sérstöðu innan opinberrar stjórnsýslu og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ekki vænlegt til sátta Í lokakafla samþykktar Bláskóga­ byggðar segir síðan m.a.: „Eitt af helstu rökum ráð­ herra fyrir nauðsyn þess að stofna hálendisþjóðgarð er að varðveita þurfi hálendið fyrir komandi kyn­ slóðir. Verði frumvarpið að lögum eru núverandi stjórnvöld búin að taka sér það vald að binda hendur kom­ andi kynslóða um það hvernig þær kjósa að nýta stóran hluta landsins. Það er ekkert við núverandi stjórn­ fyrirkomulag eða framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga er varðar hálendið sem gefur tilefni til að ætla að á næstu árum verði gengið svo nærri hálendinu að komandi kynslóðir geti ekki notið þess. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur langt í frá að verið sé að hugsa um hag komandi kynslóða þegar teknar eru svo stórar og óafturkræfar ákvarðanir um það hvernig komandi kynslóðum ber að nýta landið. Það er ljóst hverjum þeim sem les frumvarpið að megin tilgangur þess er að koma völdum og ákvörðunar­ töku á stórum hluta landsins í hendur fárra aðila. Frumvarp líkt því sem hér er lagt fram er ekki til þess fallið að sátt verði um stofnun hálendisþjóðgarðs, sem ætti að vera stolt þjóðarinnar. Því leggst sveitarstjórn Bláskóga­ byggðar gegn framlögðu frum­ varpi.“ Frá árinu 2006 hafa 68 vind- myllur verið reistar á Nordmøre- svæðinu um miðbik Noregs og samkvæmt rannsókn á áhrifum þeirra á fuglalíf hefur komið í ljós að þær hafa drepið samtals 108 haferni og þrjá gulerni. Á árunum 2019 og 2020 hafa fimm ernir til viðbótar drepist í árekstri við vindmylluspaða í virkjunum Fosen Vind í Þrændalögum. Þetta eru þó einungis þeir ernir sem vitað er um með vissu að hafi drepist í árekstrum við vind- mylluspaða. Fuglasérfræðingurinn Torgeir Nygård segir skráningu á dauð­ um fuglum við vindmyllur ekki nægilega góða. Það eigi m.a. við vindorkuver Fosen í Þrændalögum (Storheia vindpark), sem sam­ anstendur af 80 vindmyllum sem eru með 288 megawött í uppsettu afli. Fyrirtækið hefur lýst þessu orkuveri sem stærsta vindorkuveri Evrópu. Orkan þaðan getur dugað fyrir 400.000 rafmagnsbíla eða fyrir álverið á Karmøy. Yfirvöld hafa ekki krafist þess að Fosen Vind leiti að né skrái dauða fugla markvisst eftir að vindmyllurnar voru teknar í notkun. Vill að skilyrði verði sett um eftirlit með fugladauða „Það ætti að vera krafa og leyfis­ skilyrði að markvisst sé leitað að fuglum, jafnvel eftir að vind­ myllurnar hafa verið teknar í notkun. Þetta er til dæmis á Spáni og í Portúgal, sagði Torgeir í sam­ tali við Adresseavisen, en Nationen hefur líka fjallað um þessi mál. Hann vill að sama aðferðafræði verði notuð þar varðandi eftirlit og talningu á dauðum fuglum og notuð er á Nordmøre­eyju. Þar hafa farið fram rannsóknir á áhrif­ um vindmyllanna á fuglalíf síðan 2006. Þá sé ekki nóg að skoða bara svæðið fast við vindmylluturnana. Leitarradíusinn verði að vera að minnsta kosti 110 til 120 metrar út frá áhrifasvæði vindmylluspaðanna. Þá þurfi að beita hundum við leit að dauðum fuglum. Án hunda finnist aðeins allra stærstu fuglarnir, eins og hafernir, en ekki rjúpur og aðrir fuglar þaðan af minni. Nýtt met í vindorkuframleiðslu í Noregi en er samt einungis 6,4% af heildar raforkuframleiðslunni Nýtt met var sett í raforkufram­ leiðslu í Noregi á árinu 2020. Þá voru framleiddar 9,9 terawatt­ stundir með vindmyllum, sem er 4,4, tera watttstundum eða 79% meiri raforka en á árinu 2019. Vindorkan á árinu 2020 samsvaraði raforkunotkun um 62.000 heimila samkvæmt tölum Statistisk sentral­ byrå (SSB). Stöðug uppbygging hefur verið í vindorkugeiranum í Noregi á undanförnum árum. Sú raforku­ framleiðsla er samt enn lítill hluti af heildarraforkuframleiðslu lands­ ins, eða um 6,4% þegar mest fram­ leiðsla hefur verið í Noregi, eins og á síðasta ári. Þótt vindorkan í Noregi þyki ekki mikil þá er hún samt rúm­ lega tvöfalt meiri en heildarnotk­ un á raforku á Íslandi var á árinu 2019 sem var samtals 19,5 TWst. Heildar raforkuframleiðslan í Nor ­ egi á árinu 2020 var 154,2 TWst, sem er 19,6 TWst, eða 15% meiri framleiðsla en á árinu 2019. Af þessari raforkuframleiðslu voru 91,8% framleidd með vatnsafli. Raforkunotkunin í Noregi dróst saman um 0,2% á síðasta ári en raforkuútflutningurinn jókst um 20,5 TWst sem er mesta aukning á einu ári sem skráð hefur verið. Þetta er samhliða mikilli framleiðslu og lágu raforkuverði. /HKr. FRÉTTIR Dauðir hafernir sem lent hafa í vindmylluspöðum í Noregi. Storheia vindpark, sem er í eigu Fosen Vind orkufyrirtækisins. Uppbygging hófst á svæðinu í ágúst 2016 en síðasta vindmyllan af 80 í þessum vindmyllugarði var sett upp í ágúst 2019. Þarna hefur verið fjárfest fyrir um þrjá milljarða norskra króna. Raforkuframleiðsla hófst á svæðinu í febrúar 2020. Mynd / Fosen Vind Vindmyllur hafa drepið á annað hundrað hafarna í Noregi síðan 2006 Þetta kort sýnir Storheia vindpark, vindmyllugarð Fosen í Þrændalögum. Smola vindmyllugarðurinn á Nord­ møre­svæðinu í Noregi. Mynd /Birdlife Gabion grjóthleðslu körfur Nokkrar stærðir til á lager GABION KÖRFUR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Sveitarstjórn Bláskógabyggðar: Lýsir harðri andstöðu við frumvarp um hálendisþjóðgarð – Segir stjórnvöld vera að taka sér vald og binda hendur komandi kynslóða

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.