Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 16

Bændablaðið - 28.01.2021, Síða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202116 Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Álar eru merkilegir og dular fullir fiskar. Þeir hefja ævi sína langt suður í Þang hafinu og rekur með straumum til uppeldis­ stöðva sinna í Evrópu og á Íslandi þar sem þeir halda til í fersku vatni. Álar ferðast um á þurru landi og klífa jafnvel kletta til að sneiða hjá fossum. Þórbergur Þórðarson frá Hala í Suðursveit lýsir viðhorfum sveitunga sinna til álsins skemmtilega í Bréfi til Láru. „Á æskuárum mínum í Suður sveit heyrði ég talað um þrenns konar ála: hrökkála, smugála og þorskála. Hrökk­ álarnir voru hlaðnir eitri. Hvert kvikindi, sem þeir komu auga á, féll samstund­ is steindautt niður. Eitt sinn sá hrökkáll sveitunga minn á silungsveiðum. Maðurinn hét Sigurður og datt dauð­ ur niður. Smugálar smugu niður úr stálfreðinni jörð um hávetur. Þeir sneru stundum fætur undan fólki með því að vinda sig utan um fótlegginn. Það bar til í Suðursveit fyrir mitt minni, að unglingsstúlka stóð við rakstur niðri í djúpri leirkeldu. Keldan var full af álum. Þegar minnst varir, vindur heljar smugáll sig utan um fótinn á stúlkunni og sníð­ ur hann af ofan við ökklalið. Eftir það haltraði hún við hækju og giftist aldrei. Þessi ófénaður hafðist við í leirkeldum á engjum og gerði fólki oft ljótan óskunda. Síðan ég man fyrst eftir mér, hefi ég óttazt ála meira en mannýg naut. Ég get ekki lýst átak­ anlegri skelfingu minni við þessi hálf dularfullu kvikindi. Ég þorði aldrei að stinga fæti mínum ofan í keldu. Sæi ég ál koma upp á hrífutindum, lok­ aði ég augunum og stökk eins og fætur toguðu allar götur upp á baðstofuloft. Og ekki fór ég meira út þann daginn. Þetta er formáli. Ég set hann hér, til þess að þú getir gert þér einhverja hugmynd um drauminn, sem ég ætla nú að segja þér. Það er ekki vitrunardraumur. En hann er ekki laus við að vera dálítið hryllilegur og frumlegur. Þetta var fyrir fjórum árum. Mig dreymdi, að ég væri á gangi suður Tjarnarbakkann eystri. Það var fagurt vor­ kvöld, heiður himinn og sól að hníga til viðar í vestri. Ég reikaði í hægðum mínum fram við vatnsborðið. Hugur minn mókti í sælli leiðslu. Þetta var óvanalega fagurt vorkvöld. Ég er kominn suður á móts við kvennaskólann. Ég var að virða fyrir mér litaskraut­ ið í kveldroðanum á vestur­ himninum. Þá veit ég ekki fyrri til en upp úr Tjörninni slöngvar sér hrökkáll, bítur í besefann á mér og hangir þar. Ég ætla ekki að reyna að lýsa skelfingunni, sem heltók hverja taug í líkama mínum. Þarna stóð ég stirður á Tjarnarbakkanum eins og steingervingur frá ísöldinni og horfði á helvítis kvikindið leika list sína. Eftir heila eilífð tókst mér einhvern veginn að hrista óvininn af mér. Og ég þaut í dauðans ofboði upp á Laufásveg. Ég vildi ekki láta þrælinn ná í mig aftur. Í því hrökk ég upp og lofaði guð fyrir lausnina. Síðan hef ég enga náttúru haft til kvenna. Slíkan draum hefði engan getað dreymt, síðan Edgar Allan Poe leið, nema mig.“ /VH STEKKUR Móttaka fiskimjölsverksmiðja á hráefni dróst saman um 6% á síðasta ári. Magn sem tekið var til vinnslu er það minnsta í marga áratugi. Verk smiðjur Síldarvinnslunnar unnu úr um 32% þess hráefnis sem barst á land á árinu. Fiskimjöls­ iðnaðurinn skilar um 24 milljörð­ um á ári í framleiðsluverðmæti. Miklar breytingar hafa orðið í fiskimjölsiðnaði hér á landi á síðustu árum og áratugum. Verksmiðjum hefur fækkað og framboð á hráefni dregist saman. Greinin skilar enn verulegum verðmætum í þjóðarbúið þrátt fyrir samdrátt í loðnuveiðum og loðnubrest. Hér á eftir verður fjallað um móttöku hráefnis hjá fiski mjöls­ verksmiðjum á síðasta ári og hvern­ ig hráefnið skiptist á einstök félög, verksmiðjur og tegundir uppsjávar­ fisks. Einnig verður lítillega drepið á þróun greinarinnar undanfarin ár og áratugi. Minna af kolmunna og loðnubrestur Hráefni til fiskimjölsiðnaðar kemur frá fjórum uppsjávartegundum auk loðnu: Íslenskri síld, norsk­ís­ lenskri síld, makríl og kolmunna. Um síld og makríl gildir það að nær öllum afla er fyrst landað til vinnslu á verðmætari afurðum til manneldis. Afskurður og það sem flokkast frá við manneldisvinnslu í landi og hjá vinnsluskipum á sjó fer í bræðslu, þ.e. er tekið til fram­ leiðslu á mjöli og lýsi. Kolmunna er hins vegar landað beint til bræðslu en einungis lítið brot af aflanum er unnið til manneldis. Loðna, þegar hún veiðist, fer að verulegum hluta í manneldisvinnslu. Þegar loðnukvót­ inn er umfram það magn sem dugir til að sinna mörkuðum fyrir frysta loðnu og loðnuhrogn til manneldis þá er loðnu landað beint í bræðslu. Á árinu 2020 tóku fiski mjöls­ verksmiðjur á Íslandi á móti um 385 þúsund tonnum af hráefni til vinnslu, samkvæmt upplýsingum sem Bændablaðið fékk frá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Á árinu 2019 nam móttakan tæpum 410 þúsund tonnum. Hér er því um 6% samdrátt að ræða milli ára. Samdráttur skýrist af því að minna barst af kolmunna til verk­ smiðjanna. Bæði árin var loðnu­ brestur. Verksmiðjan í Neskaupstað hæst Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnsl­ unnar í Neskaupstað tók sem fyrr á móti langmestu hráefni til bræðslu árið 2020, eða rúmum 106 þús­ und tonnum, sem eru um 28% af heildinni. Verksmiðja Brims á Vopnafirði kemur þar á eftir með um 72 þúsund tonn, eða tæp 19% af heildinni. Eskja á Eskifirði er í þriðja sæti með um 49 þúsund tonn og tæp 13% af heild. Hráefnið sem hver verksmiðja fær ræðst að sjálfsögðu af kvóta­ stöðu viðkomandi útgerðar­ og vinnslufélaga. Athygli vekur hins vegar að Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, sem er ekki með stærstu kvótahöfum í uppsjáv­ arfiski, er í 4. sæti og tók á móti tæpum 49 þúsund tonnum af hrá­ efni á síðasta ári. Skýrist það af löndun erlendra skipa. Færeysk skip lönduðu um 24 þúsund tonn­ um af kolmunna á Fáskrúðsfirði á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Þrjú stærstu félögin með tæp 70% Alls tóku 10 fiskimjöls­ verk smiðjur á móti hráefni á síðasta ári. Ein þeirra, verksmiðja Brims á Akranesi, er með mjög takmarkaða starfsemi meðan loðna veiðist ekki. Þar var aðeins brætt bolfiskfrá­ kast. Fiskimjölsverk­ smiðj urnar eru í eigu sjö félaga. Síldar­ vinnslan rekur tvær verksmiðjur (í Nes­ kaupstað og á Seyðis­ firði), Brim tvær (á Vopnafirði og Akranesi) og Ísfél agið tvær (í Vestmanna­ eyjum og á Þórshöfn). Alls tók Síldar­ vinnslan, þ.e. verk­ smiðjurnar tvær, á móti um 124 þúsund tonnum, sem eru um 32% af heildinni. Brim kemur þar á eftir með um 75 þúsund tonn og um 20% af heildinni. Eskja er þriðja í röðinni með um 63 þúsund tonn, sem eru um 16% af heildinni. Alls tóku þessi þrjú stærstu félög á móti um 68% af því hráefni sem fór til bræðslu á síðasta ári. Mest af kolmunna Framan af síðustu öld byggðist fiski­ mjölsiðnaðurinn á síldveiðum. Eftir hrun norsk­íslenska síldarstofnsins í lok sjöunda ártugarins varð loðnan aðalhráefnið og var svo allt til ársins 2006. Þá tók kolmunninn sæti hennar og hefur haldið því árlega síðan með fáeinum undantekningum. Á árinu 2020 voru brædd 257 þúsund tonn af kolmunna sem eru 67% af öllu hráefni verksmiðjanna. Næst kemur makríll með um 53 þúsund tonn, þá norsk­íslensk síld með 46 þúsund tonn og íslenska síldin rekur lestina með tæp 23 þúsund tonn. Annað hráefni er hverfandi. Fiskimjölsverksmiðja um borð Hér að framan hefur aðeins verið rætt um verksmiðjur í landi enda var ekki öðru til að dreifa um langt skeið. Árið 2017 kom til landsins nýsmíðaður og fullkominn frystitogari, Sólberg ÓF, sem er með fiskimjölsverksmiðju um borð. Verksmiðjan stuðlar að fullvinnslu aflans en hún tekur á móti því sem fellur til við manneldisvinnslu á botnfiski um borð. Samkvæmt upplýsingum frá Ramma hf., sem gerir Sólbergið út, skilaði skipið á land 1.536 tonnum af mjöli og lýsi á síðasta ári að verðmæti 286 milljónir króna. Minnsta magn í marga áratugi Hráefni til fiskimjölsverksmiðja hefur minnkað verulega. Þess má geta að á árinu 2002 voru tæplega 1,6 milljónir tonna brædd sem er með því mesta sem um getur. Samkvæmt tölum frá FÍF tóku fiskimjölsverksmiðjur á móti um 570 þúsund tonnum að meðaltali á ári á árunum 2006 til 2019. Magnið á síðasta ári, 385 þúsund tonn, er það minnsta í marga áratugi. Fækkun verksmiðja Um miðjan sjöunda áratuginn voru tæplega 40 fiskimjölsverksmiðjur stórar og smáar starfandi hér á landi. Þeim fækkaði fljótt niður í kringum 30 verksmiðjur eftir síldarhrunið 1968. Þróun í þessa átt hélt áfram og upp úr síðustu aldamótum voru verksmiðjurnar 12 að tölu og eru nú 10. Afkastageta verksmiðjanna í dag er tæp 10 þús­ und tonn á sólarhring. Ljóst er að þær geta tekið á móti mun meira hráefni til vinnslu en verið hefur í boði undanfarin ár. Mikil verðmæti Kaupendur á fiskimjöli og lýsi frá Íslandi eru aðallega framleiðendur á fóðri fyrir laxeldi enda þurfa laxar fóður sem er ríkt af omega­3 fitusýrum. Þrátt fyrir að framboð á hráefni til framleiðslu á mjöli og lýsi hafi dregist saman skilar greinin umtals­ verðum verðmætum í þjóðarbúið. Framleiðsluverðmæti á mjöli og lýsi nam um 23,4 milljörðum króna á árinu 2019 og er þar bæði um að ræða það sem var flutt út og selt innanlands. Til samanburðar má nefna að útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða nam í heild 260 milljörðum árið 2019. NYTJAR HAFSINS Kolmunnahol. Kolmunni er aðalhráefnið fyrir fiskimjölsiðnaðinn. Mynd / Viðar Sigurðsson Fiskimjölsiðnaðurinn 2020 Móttaka hráefnis og hlutdeild félaga Röð Félag Þús. tonn Hlutdeild 1. Síldarvinnslan 123.669 32% 2. Brim 75.317 20% 3. Eskja 62.866 16% 4. Loðnuvinnslan 48.803 13% 5. Ísfélag Vestm 37.961 10% 6. Vinnslustöðin 23.710 6% 7. Skinney Þinganes 12.941 3% Samtals 385.267 100% Heimild: Byggt á gögnum frá FÍF Skipting tegunda Röð Tegund Þús. tonn Hlutdeild 1. Kolmunni 257.017 67% 2. Makríll 53.109 14% 3. Norsk ísl síld 46.003 12% 4. Íslensk síld 22.602 6% 5. Annað 6.536 2% Kolmunni. Bitið í besefann

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.