Bændablaðið - 28.01.2021, Side 19

Bændablaðið - 28.01.2021, Side 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 19 Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530 1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.isBorgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is AUGLÝSA EFTIRFARANDI EIGN TIL SÖLU: VÍÐILUNDUR, 671 KÓPASKER - EINBÝLISHÚS Víðilundur, 671 Kópasker, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarréttindi. Húsið stendur á 1 ha eignarlóð. Um er að ræða 135,8 m2 einbýlishús, byggt árið 1969. Árið 1975 var frístandandi bílskúr byggður við húsið. Samtals stærð eignarinnar er 178,1 m2. Húsið er vel staðsett í Lundi í Öxarfirði í nálægð við sundlaug og skóla. Stutt er í ýmsar náttúruperlur eins og Ásbyrgi, Hljóðakletta, Vesturdal og Dettifoss. Auk þess eru fjölmargar vinsælar göngu- og hlaupaleiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is. Verð: 13,9 mkr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla BÆKUR& MENNING Í vikunni var ný mat­ reiðslubók fyrir kerfis­ breytingar kynnt á veg­ um Norrænu ráð herra­ nefndarinnar sem er samstarfsverkefni fjöl­ margra aðila á Norð ur­ löndunum, þar á meðal Matís. Bókinni er ætlað að sýna hvernig norrænu löndin geta nálg ast inn­ leiðingu rann sóknar­ og ný sköpunar verk efna hvert um sig og á sameigin legum vettvangi. Bókinni er skipt upp í fjóra kafla, þar sem einn fjallar um fæðu sem lausn, annar um þá vegferð sem við erum á, þriðji þar sem sýnt er fram á umbreytingu og fjórði þar sem matreiðslubókinni er hrint í framkvæmd. Megintillaga bókarinnar er að við getum og verðum að vinna að nýsköpunaraðferðum fyrir matvælakerfi til þess að leysa helstu samfélagslegar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Kallað er eftir því að markmið verði betur skilgreind í stjórnkerfum sem geti betur stutt við fólk, plánetuna og þjóðfélög. Matreiðslubókin hefur innihaldsefnin, sniðmát til að þróa inngrip, leiðbeiningar um hvernig á að byrja og dæmi um þverfagleg verkefni sem fólk getur notað til að skapa eigin uppskrift að breytingum. Samfélagslegar áskoranir og breytingar Matreiðslubókin býður upp á nýja leið til að vinna með flókin og kraft- mikil kerfi og er aðallega ætluð fyrir nýsköpunarstofnanir land- anna. Margir ólíkir aðilar koma að vistkerfum nýsköpunar og á bókin að veita dýrmæta innsýn inn í þau hlutverk sem frumkvöðlar, samfélög og rannsóknarstofnanir geta gegnt til að rækta breytingar frá grunni. Bent er á í bókinni að mikilvægasta framlag Norðurlandanna til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og sjálfbærum þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé í raun ekki sérstök tækni, viðskiptamódel og stefnumótun á sviði nýsköpunar. Framlag bókarinnar sem og samstarf Norðurlandanna, geti hins vegar sýnt fram á hvernig sterkt opinbert vistkerfi nýsköpunar geti unnið bug á flóknum samfélagslegum áskor- unum okkar tíma. Fjórir kaflar til að hrinda verkefnum af stað Bókinni er skipt upp í fjóra kafla sem eru eftirfarandi: Kafli 1: Matvæli – nauðsynlegt innihaldsefni fyrir sjálfbæra þróun. Í kafl- anum er að finna sumar af mestu áskorunum sem þjóð- félög heimsins glíma við nú á tímum. Kynntir eru til sögunnar staðir þar sem hægt er að grípa inn í með stefnumótandi breytingum. Kafli 2: Við erum í veg- ferð. Sýnt er hvernig hægt er að færast frá stórum áskorunum til áþreifan- legri aðgerða og inngripa. Kafað er dýpra í verkefni sem byggja á verkefnum varðandi nýsköpun í sam- félögum og sett eru mark- mið um umbreytingar á kerfum í ákveðnum sam- hengjum. Hér gefst fólki kostur á að byrja að hanna sín eigin verkefni. Kafli 3: Umbreyting sýnd. Hér eru markmið sýnd í verki með því hvernig hægt er að skipuleggja tilraunir og útfæra þær. Hér er meðal annars farið í gegnum hug- myndina um sýnikennslu með því að nota máltíðir í skólum í Osló sem dæmi. Kafli 4: Matreiðslubókinni hrint í framkvæmd. Hér er sýnt hvern- ig fyrstu þrír kaflarnir í bókinni vinna saman til að ryðja veginn til framtíðar. Nú er allt tilbúið til að skilgreina stórkostlegar áskoranir, þróa djörf verkefni ásamt því að skipuleggja aðgerðir þvert á kerfi fólks og samtaka. /ehg Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingar – Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbær matvælakerfi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.