Bændablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202126
LÍF&STARF
Ólafur Oddsson kennir fólki að tálga í tré:
Fæddist með skógarbakteríuna og hefur
kennt tálgun í rúmlega tuttugu ár
Ólafur Oddsson hefur verið með
tálguskóla og námskeið í tengsl-
um við fjölmarga skóla fyrir
nýja leiðbeinendur í um tvo
áratugi. Á vegum hans hefst t.d.
heilsárs leiðbeinendanámskeið í
stað námi og fjarnámi í samvinnu
við Landbúnaðarháskóla Íslands
nú í febrúar.
Ólafur lærði uppeldisráðgjöf í
Noregi og vann m.a. við starfs-
þjálfun ungmenna í skógi eftir
námið. Hann starfaði síðan í
Reykjavík með börnum og ung-
lingum í vanda, m.a. sem for-
stöðumaður Rauða kross hússins
í fimm ár.
„Fyrsta „Lesið í skóginn og
tálgað í tré“-námskeiðið var haldið
í Haukadalsskógi árið 1999. Það
varð til með samstarfi okkar
Guðmundar Magnússonar, þá
smíðakennara á Flúðum, en hann
sótti tálgutæknina og ferskar við-
arnytjar á námskeiði hjá sænska
Heimilisiðnaðarfélaginu. Þar
höfðu svokölluðu „öruggu hnífs-
brögðin“ orðið til og borist á milli
kynslóða m.a. vegna tálgunar á
„dalahestinum“ svokallaða.
Við kenndum saman við Guð-
mundur í mörg ár vítt og breitt
um landið en unnum jafnframt
að því að tengja tálgunina við
skógarhirðu og nytjar í skólastarfi,
fyrst í Flúðaskóla en síðan í gamla
Kennó og í öllum landshlutum var
unnið með skólum sem tóku þátt
í þróunarstarfinu,“ segir Ólafur
Oddsson, aðspurður hvenær hann
hafi fyrst komið að tálgunámskeið-
um en hann er einn færasti leið-
beinandi landsins á þessu sviði.
Valnámskeið hjá Háskóla Íslands
Ólafur segir að Lesið í skóginn-nám-
skeiðið sé búið að vera valnámskeið
í grunn námi kennara menntunar
hjá Mennta vísindasviði Háskóla
Íslands í nær 20 ár. Á vorönn 2021
eru til dæmis 32 nemendur á nám-
skeiðinu og komust færri að en
vildu. Námskeiðið er líka í boði á
meistarastigi og heitir „Útikennsla
og græn nytjahönnun“.
„Síðan við Guðmundur byr j uð-
um hafa Lesið í skóginn-nám skeiðin
teygt sig inn í fjölbreytta kima sam-
félagsins. Í leik- og grunnskólastarfi,
þar sem skógurinn hefur orðið að
vettvangi skógartengds útináms,
tengsl skólastiga, s.s. með ver-
kefninu „Gullin í grenndinni“ í
Árborg og síða í Flóaskóla. Þá má
bæta við „Tálgað í takt við nátt-
úruna“ í Listaháskóla Íslands og
á margs konar námskeiðum hjá
Landbúnaðarháskólanum enda hefur
Garðyrkjuskólinn/Lbhí stutt okkur
Guðmund í námskeiðahaldinu fyrir
almenning og einstaka hópa, s.s.
skógarbændur, sumarhúsafólk og
fyrir fólk í mörgum starfsgreinum
og hópum,“ segir Ólafur.
Fæddist með skógarbakteríuna
En hvernig byrjaði þetta allt saman,
af hverju skógrækt og þessi mikli
áhugi á nytjum skógarins?
„Já, þú segir nokkuð, ég fæddist
með skógarbakteríu og vann á sumr-
in við skógrækt með námi. Ég lærði
síðan uppeldisráðgjöf í Noregi og
vann við starfsþjálfun ungmenna í
skógi eftir námið og starfaði síðan
í Reykjavík með börnum og ung-
lingum í vanda, m.a. sem forstöðu-
maður Rauða kross hússins í fimm
ár, sem var neyðarathvarf fyrir börn
og unglinga,“ segir Ólafur.
„Slæmur árangur barna og
unglinga í námi var oft upphafið
að brotthvarfi úr skóla með aukinni
hættu á vímuefnaneyslu og meiri
vandamálum.
Ég hef alltaf verið upptekinn af
því að auka fjölbreytni í viðfangs-
efnum í skólastarfi, gefa börnum og
unglingum tækifæri til að tengjast
náttúru og fást við verkefni tengd
henni. Eftir að ég hætti sem for-
stöðumaður Rauða kross hússins
fór ég að vinna að kynningar- og
fræðslumálum hjá Skógrækt ríkis-
ins og fléttaði þar saman uppeldi og
skógrækt með verkefninu „Lesið í
skóginn“ sem margir skólar tóku þátt
í og gerðu skólastarfið fjölbreyttara
og fyrir suma nemendur árangurs-
ríkara með skógartengdu útinámi.
Það hefur síðan þróast í þá átt að
kenna tálgun og hitt og þetta tengt
skógarmenningu á fjölbreyttum nám-
skeiðum og í ólíkum hópum með
fjölbreyttu fólki.“
Einföld áhöld og ferskur
og mjúkur viður
Ólafur er því næst spurður hvaða
aðferðir hann noti helst á nám-
skeiðunum og hvað hann sé aðallega
að kenna fólki.
„Það sem vekur áhuga og ánægju
fólks á námskeiðunum eru einföld
áhöld, kennsla um notkun þeirra og
umhirða. Einnig góð handverks- og
tálgutækni, ferskur og mjúkur viður.
Sköpunarþátturinn skiptir líka
miklu máli og tengslin við skóg-
inn sem myndast þegar fólk vinnur
í skóginum við grisjun og fær fræðslu
um vistfræði skógarins, fjölbreytt líf-
ríki, ólíkar trjátegundir og uppsker
gripi sem unnir eru úr ólíkum trjá-
tegundum til ólíkra nota. Það getur
svo yfirfært það á sitt eigið umhverfi,
s.s. garð, sumarhúsalóð og skóg.
Þessi tenging við nærumhverfi
þátttakenda gefur lífsfyllingu sem
Endurmenntun Landbúnaðarháskólans og Ólafur Oddsson verða með námskeiðið „Tálgað í tré“, sem ætlað er þeim sem vilja verða leiðbeinendur á slíkum námskeiðum. Námskeiðið stendur
yfir allt árið 2021 en það byrjar dagana 12. og 13. febrúar. Þátttakendur læra að lesa í skógarefni og kynnast nýtingarmöguleikum íslenskra viðartegunda. Örugg hnífsbrögð, sem auka afköst
og öryggi í tálgun, verða líka kennd og hvernig á að umgangast og hirða bitáhöld. Ólafur er verkefnisstjóri „Lesið í skóginn“ og fyrrverandi fræðslufulltrúi Skógræktarinnar. Mynd / Úr einkasafni
Það er hægt að gera ýmsa fallega hluti úr trjánum en nú á að þjálfa upp tíu
nýja leiðbeinendur til að kenna fólki réttu handbrögðin við tálgun og vinnslu
trjáafurða. Mynd / Ólafur Oddsson
Sandskófla úr blæösp eftir Ólaf. Mynd / Ólafur Oddsson