Bændablaðið - 28.01.2021, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 27
Hlýjar húfur með
endurhlaðanlegu
ljósi fyrir útiverkin
www.heilsanheim.is
Finnsk gæði sem henta vel
fyrir íslenskar aðstæður
VETRARBÚNAÐUR
HILLTIP
Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík
551 5464 / wendel.is
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
HAUGHRÆRUR
STYRKIR 2021
Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008, með síðari
breytingum. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki
til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta
veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka
verðmæti veiði úr þeim. Umsóknarfrestur um lán og styrki úr
Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2021, er til og með
1.mars 2021. Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur
um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu með
nýrri umsókn.
Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fiskræktarsjóði má
nálgast á http://www.fiskistofa.is undir lax- og silungsveiði,
skila skal umsókn í fimmriti. Þar má einnig nálgast verklagsreglur
sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk
Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900. Umsóknum
um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs
á eftirfarandi heimilisfang:
Fiskistofa
v/Fiskræktarsjóðs
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri
nærir hugmyndina um sjálfbærni
og góð tengsl manns og náttúru. Til
verða fjölbreyttir gripir þegar sleppir
skylduverkefnum sem tengjast því að
lesa í form og eiginleika trjátegund-
anna, t.d. sleifar og spaðar, krúsir
og snagar.“
Allir geta lært að tálga
Ólafur segir að allir geti lært að tálga,
enda hefur hann kennt öllum aldurs-
hópum galdurinn við tálgutæknina.
„Já, já, það geta allir lært að tálga
en það tekur kannski mislangan tíma
fyrir fólk að ná tökum á tækninni.
Það hefur færst í vöxt að foreldrar og
börn komi saman á námskeið og geri
„Lesið í skóginn“ og tálgunina að
sameiginlegu viðfangsefni og lífsstíl.
Þannig býr fólk sjálft til eldhúsáhöld
og nytjahluti úr efni í garðinum í stað
þess að kaupa þau,“ segir Ólafur.
Gripirnir seldir
sem minjagripir
Það er gaman að segja frá því
að upp úr tálguninni og öllum nám-
skeiðunum sem hafa verið haldin
hefur sprottið menning í þjóðfélaginu
þar sem fólk hefur atvinnu af því
að tálga gripi og selja sem minja-
gripi, s.s. íslensku fuglana, fígúrur
og íslensku dýrin. Allt er það unnið
úr íslenskum viði.
„Já og í skólastarfi hefur líka
orðið til skógartengd menning þar
sem grenndarskógar skólanna eru
notaðir í margs konar náms- og
þroskatilgangi,“ bætir Ólafur við.
Mjúku trjátegundirnar bestar
Þegar kemur að því að forvitnast
hjá Ólafi um þær trjátegundir,
sem sé best að tálga úr segir hann
það vera víði, ösp, elri og furu
til að vinna frumgerðir eða sýn-
ishorn af nytjahlutum en margar
þessara tegunda henta ágætlega
í eldhúsáhöld og aðra nytjahluti,
sérstaklega þegar um byrjendur er
að ræða.
Tálguskóli 12. og 13. febrúar
Ólafur byrjar með leiðbeinenda-
námskeið í tálgun í samvinnu
við Landbúnaðarháskóla Íslands
dagana 12. og 13. febrúar þar
sem aðeins tíu sæti verða í boði.
Námskeiðið stendur yfir í heilt ár
í staðnámi og fjarnámi og endar
með útskrift leiðbeinendanna.
„Það má segja að þetta sé tálgu-
skóli en námskeiðið er haldið
vegna sívaxandi eftirspurnar í
þjóðfélaginu fyrir góða leiðbein-
endur í tálgun. Á námskeiðinu
verður sérstök áhersla lögð á
hlutverk leiðbeinandans í tálg-
un, nokkurs konar kennslufræði
tálgunar. Í því sambandi er margt
sem þarf að hafa í huga svo þátt-
takendur njóti fræðslunnar sem
best. Gert er ráð fyrir að þau sem
klára námskeiðið geti undirbúið og
framkvæmt dagskrá og kennslu við
ólíkar aðstæður.
Ég vonast til að það verði fjöl-
breyttur hópur fólks sem sæki
námskeiðið sem geti síðan tekið að
sér ýmiss konar samþætta fræðslu
í tálgun, trjáhirðu, skógarupplif-
un og gerð áhalda, skrautmuna og
ýmiss konar nytjahluta fyrir ólíka
hópa í samfélaginu. Það gæti t.d.
verið í skóla- og frístundastarfi,
náms- og starfsendurhæfingu,
félagsstarfi eldi borgara, heilsu-
tengdu starfi, skapandi greinum
í skólastarfi og fleira og fleira.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið
á https://endurmenntun.lbhi.is/tal-
gun-i/. /MHH
Ólafur Oddsson segist hafa fæðst með skógarbakteríuna, enda hefur líf
hans snúist meira og minna um skóga og skógrækt. Ljósmynd / Ólafur Oddsson
Tálgunámskeiðin „Lesið í skóginn“ hafa notið mikilla vinsælda hjá öllum aldurshópum. Mynd / Ólafur Oddsson