Bændablaðið - 28.01.2021, Page 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 29
Einstakt á heimsvísu og skilar
80% minna kolefnisspori við
endurvinnslu á plasti
„Þetta er einstakt framleiðsluferli
á heimsvísu og hefur aldrei verið
gert áður með þessum hætti.
Vinnsluaðferð Pure North Recycling
er umhverfisvæn og byggir á
íslensku hugviti auk nýtingar á
jarðhita við þvott og þurrkun á
plastinu. Markmið endurvinnslunnar
er að plast verði aftur að plasti og
að fullvinnslan skilji eftir sig sem
minnst eða ekkert kolefnisspor en
engin kemísk efni eru notuð við
vinnsluna.
Þetta skilar sér í 80% minna
kolefnisspori og síðan erum við
með 40% minni vatnsnotkun og
35% minni orkunotkun á hvert
framleitt tonn.
Þessum ávinningi getum við
skilað aftur til bænda sem geta þá
dregið hann frá í sínu kolefnis
bókhaldi.“
Sigurður segir að með endur
vinnslunni hér heima felist því
margþættur ávinningur. Það er
minni plastmengun í náttúrunni,
minni kolefnislosun og um leið
atvinnu sköpun við endurvinnsluna.
Til viðbótar við betri ímynd íslensks
landbúnaðar.
Skapar nú þegar vinnu
fyrir 14 manns
Hjá Pure North Recycling í Hvera
gerði starfa nú 14 manns. Í dag er
Pure North Recycling eina fyrir
tækið á Íslandi sem endurvinnur
plast að fullu. Í endurvinnslunni er
óhreinum plastúrgangi breytt í plast
pallettur, eða eins konar perlur sem
seldar eru til framleiðslu á nýjum
plastvörum hér á landi og erlendis.
Plastmengun er alvarlegt
umhverfis vandamál af manna
völdum sem fer sívaxandi. Því
er að mati stjórnenda Pure North
Recycling mikilvægt að hver
þjóð verði sjálfbær með sínu
hringrásarhagkerfi og endurvinni
sitt plast.
Geta endurunnið um 10 þúsund
tonn af úrgangsplasti á ári
„Ný vinnslulína var sett upp hjá
fyrirtækinu árið 2019 fyrir endur
vinnslu á plastfilmum og var hún
tekin í notkun 2020. Þar er um að
ræða rúlluplast, plastpoka eins og
utan af áburði, sekki, strekkifilmu
og þolplast úr byggingariðnaði svo
eitthvað sé nefnt. Til hliðar við
hana er lína sem vinnur harðplast
sem getur tekið plastbrúsa, bakka
frá garðyrkjunni og matvælafyrir
tækjum og fleira. Við eigum því að
geta unnið samanlagt um 10.000
tonn af úrgangsplasti í verksmiðj
unni á ári.“
Unnið að nýtingu hráefnisins
í innlenda plastframleiðslu
Sigurður segir að hráefnið sem þeir
framleiða hafi hingað til að mestu
verið selt til framleiðslufyrirtækja
erlendis. Nú séu fyrirtæki á Íslandi
hins vegar að prófa sig áfram með
að nýta þeirra hráefni.
„Það eru spennandi verkefni
fram undan á þessu sviði og mark
mið okkar er að koma öllu okkar
hráefni í vinnslu hér á landi og loka
þannig hringrásinni. Það mun taka
einhvern tíma en við erum þegar
byrjuð að stíga skref í rétta átt hvað
það varðar.“
Geta tekið við öllu endur
vinnanlegu plasti á Íslandi
„Við getum endurunnið allt það
plast sem til fellur á Íslandi og
rúmlega það. Vandinn sem við
höfum verið að glíma við eru hvatar
í skilagjaldskerfinu sem hafa valdið
því að verulegur hluti af plastinu
hefur verið sendur óunninn úr landi
með tilheyrandi kolefnisspori um
leið og við missum virðiskeðjuna
úr landi.“
Endurskoða þarf
flutningsjöfnunargjaldið
Endurvinnslugjald sem innheimt
hefur verið af plastumbúðum
hérlendis hefur verið tvískipt.
Annars vegar hefur verið gjald fyrir
endurvinnsluna sjálfa og síðan gjald
til flutningsjöfnunar.
„Við höfum verið að greiða þeim
sem koma með plastið til okkar þessa
flutningsjöfnun sem felst í greiðslu
fyrir hvern ekinn kílómetra. Það
gildir jafnt hvort sem um er að ræða
bónda, sveitarfélag eða söfnunar
aðila, þeir fá greitt fyrir flutninginn
til okkar.“
Rætt hefur verið innan Úr vinnslu
sjóðs um mögulegar breytingar á
regluverki flutnings jöfnunarþáttarins
í endurvinnslu gjaldinu. Engin
afstaða hefur þó enn verið tekin til
breytinga á kerfinu.
Þar hefur sá háttur verið á að
miðað hefur verið við ákveðnar
úrskipunarhafnir og flutningsjöfnun
greidd miðað við ákveðna fjarlægð
frá þeim höfnum. Því er enginn hvati
í kerfinu til að koma plastinu alla
leið að endurvinnslustöð á Íslandi.
Þannig fá bændur í Eyjafirði t.d. ekk
ert flutningsjöfnunargjald fyrir að
skila sínu plasti til útflutningshafnar
á Akureyri. Hins vegar geta bændur í
Ölfusi fengið flutningsjöfnunargjald
miðað við akstur til Reykjavíkur þó
plastinu sé skilað til endurvinnslu hjá
Pure North Recycling í Hveragerði.
Sigurður segist hafa verið að
vinna að því í nokkur ár að fá
þessu breytt. Þær hugmyndir miða
við að einu gildi hvar bændur eða
aðrir sem þurfa að losa sig við
plast til endurvinnslu eru staddir á
landinu. Flutningsjöfnunargjaldið
miðast þá bara við vegalengd
ina á endurvinnslustað. Bændur á
Suðurlandi, Austurlandi, Norður
landi, Vestfjörðum og á Vesturlandi
myndu því sitja við sama borð ef þeir
vilja láta endurvinna sitt rúlluplast
í Hveragerði. Þannig yrði enginn
hvati lengur til að sigla með plast
til útlanda til endurvinnslu eða
brennslu.
Byggðastofnun veitir nú sérstök landbúnaðarlán
með allt að 90% veðsetningu til að greiða fyrir
kynslóðaskiptum og nýliðun í landbúnaði og
stuðla þannig að áframhaldandi búskap í sveitum
landsins. Lánin eru veitt til allt að 25 ára og
er möguleiki á að aðeins verði greiddir vextir
fyrstu þrjú árin.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu
stofnunarinnar eða í síma 455 5400.
www.byggdastofnun.is
Lán til
kynslóðaskipta
í landbúnaði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Þessi mynd var tekin við undirritun samstarfsamnings Háskólans í Reykjavík (HR) og Pure North Recycling, sem
hefur þróað nýja aðferð til endurvinnslu á plasti og er eina fyrirtækið hér á landi sem endurvinnur plast að fullu.
Þarna eru talið frá vinstri: Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, Gísli Hjálmtýsson, sviðsforseti
tæknisviðs HR, Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North, Kolbrún Eir Óskarsdóttir, verkefnisstjóri hjá HR, og Ari
Kristinn Jónsson, rektor HR.
Rafknúin baggapressa sem Pure North Recycling býður bændum og öðrum til kaups til að bagga og minnka umfang
á plasti fyrir flutning til endurvinnslu. Mynd / HKr.
Endurvinnsla á rúllubaggaplasti í Hveragerði skilar sér í 80% minna kolefnisspori en ef sama plast væri endurunnið
í endurvinnslustöðvum úti í Evrópu, samkvæmt lífferlisgreiningu sem gerð var fyrir Pure North Recycling. Það þýðir
um 1,52 tonna samdrátt í losun af CO2 af hverju tonni af rúllubaggaplasti sem fer í endurvinnslu. Mynd / HKr.
Endrunnið blátt plast tilbúið í nýjar
framleiðsluvörur.