Bændablaðið - 28.01.2021, Page 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 31
RAFGEYMAR
Græjurnar þurfa að komast í gang!
Rafgeymar í allar gerðir farartækja
Sendum um land allt
Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
KEÐJUR OG
KEÐJUVIÐGERÐAREFNI
GOTT ÚRVAL
SELDU HRYSSUR TIL LÍFS
Hrossabændur
óska eftir hryssum
Mega vera þriggja til fimmtán vetra
Greiðum 35.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna
Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland.
Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138.
Geymið auglýsinguna!
Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng.
Þarfanautið Moli
Tyrfingur telur að ætterni föðurins
hafi einnig haft sitt að segja varð-
andi árangurinn í eldinu á síðasta ári.
„Þarfanautið 2018 var nautið Moli nr.
1935 frá Móeiðarhvoli. Hann var 50
prósent limousine, 25 prósent Angus
og 25 prósent íslenskur. Móðirin var
undan Angusnautinu Álfi 95401 og
íslenskri kú. Faðirinn var Ljómi
95451,“ segir hann.
Þrátt fyrir frábæran árangur á
síðasta ári sér Tyrfingur fyrir sér
að enn megi gera betur í eldinu á
ýmsum sviðum. Ætlunin er að taka
nýja erfðaefnið frá Stóra-Ármóti inn
í ræktunarstarfið fljótlega og hann
er byrjaður á að reisa gerði með
steyptri gólfplötu, fóðurgangi og
flórgryfju sem mun þjóna hjörðinni
á ýmsan hátt. Hann segir að þetta
verði fyrsta gerði sinnar tegundar á
Íslandi. „Þarna verður hægt að gera
ýmislegt sem getur minnkað stress,
sem til dæmis skapast hjá kálfunum
þegar þeir eru teknir undan og teknir
á hús. Það verður þá hægt að flokka
þá frá mæðrum sínum og gefa þeim
í nokkra daga í gerðinu eða hólfi við
hliðina á kúnum. Þá yrðu umskiptin
minni þegar þeir eru teknir á hús
þar sem ekki er verið að taka þá frá
mæðrum sínum í sömu aðgerð. Þarna
verður einnig hægt að snyrta klaufir
og gefa lyf með minna streituálagi
á gripina.
Einnig mætti bæta fóðrun kálfanna
seinnipart sumars og fram á haust
með því að hafa hjá þeim fóðurtrog
sem aðeins kálfarnir komast að og
gefa þeim þar fóðurbæti.
Ég stefni líka á að taka
beitarmálin mun fastari tökum á
komandi sumri, en þar tel ég að við
holdanautabændur á Íslandi eigum
mikil ónýtt tækifæri sem felast í
því að hólfa niður beitarhólf og
gefa þeim lengri friðunartíma
með markvissri skiptibeit,“ segir
Tyrfingur. /smhNokkur af þeim nautum sem þyngdust hvað mest á síðasta ári í Lækjartúni.
Holdakýr í Lækjartúni. Mynd / smh