Bændablaðið - 28.01.2021, Page 36

Bændablaðið - 28.01.2021, Page 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202136 Grasagrautur, súr mysa, lifrar- pylsa, blóðmör, magáll, bringukoll- ar, lundabaggar og hrútspungar, drafúldin svið, ruslabaggi, soð- kökur og hvalrengi, stropuð egg og blóðgrautur. Roðstappa, steinblóð, hrognakökur, stappa úr hákarlssporði, kindaheili og súrsuð kýrjúgur. Teljast verður ólíklegt að margt af því sem forfeður okkar lögðu sér til munns teljist eftirsótt til matar í dag og sumt af því telst varla mannamatur. Annað er vinsælt sem þorramatur til hátíðabrigða. Margir líta svo á að á þorrablót- um sé boðið upp á hefðbundinn íslenskan mat, mat sem var í öskum Íslendinga hversdags. Slíkt er hins vegar af og frá og það sem við köll- um þorramat í dag er sýnishorn af því besta sem var á boðstólum og langt frá því að allir fengju að bragða slíkan mat fyrr á tímum. Lifrarpylsa er til dæmis ekki nefnd í heimildum fyrr en á 18. öld og er tiltölulega ný í íslenskri matarhefð. Svipaða sögu er að segja af hrútspungum því þeir voru lítið étnir fyrr en kom fram á 20. öld. Matur eins og íslensk alþýða lagði sér til munns er langt frá því að vera séríslenskur. Alls staðar í heiminum hefur fólk bjargað sér á því sem það gat nýtt, hvort sem það var úr dýra- eða jurtaríkinu. Engu var hent ef það gat nýst sem matur og þótti afskurður og innmatur, og þykir enn, ljúfmeti víðar en á Íslandi. Það sem gerir mat Íslendinga fyrr á öldum sérstaka eru geymslu- aðferðirnar. Salt var lengi fáséður munaður og matur því reyktur, þurrkaður, kæstur eða settur í súr. Innlend matbjörg Í Íslenzkum þjóðháttum eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem er drjúg heimild þess sem hér fer á eftir, segir: „Meðan verzlunaránauð var sem mest og verzt á landi hér og meira að segja langt fram á 19. öld, urðu menn að bjargast eftir föngum við matbjörg úr innlendum efnum. Sparnaður allur var á hafður, og vinnufólk og börn, ég ætla ekki að tala um sveitarlimi, var haft á svo skornum skammti sem framast var unnt. Þar sem nokkur efni voru, héldu hjónin sig samt oftar bæri- lega, þó að hitt fólkið væri svangt, samanber vísuna: Hjónin borða hangiket, Hjúin svöng það vita, Smalinn sárt af sulti grét, Samt fékk engan bita. Og má þá geta nærri þeirri ævi, sem fátæklingar áttu, þegar ekkert fékkst í kaupstaðnum og fénaður féll úr hor ár eftir ár og þeir voru nærri skepnulausir. Í harðindum lagði fólk sér nánast hvað sem er til munns.“ Enda segir gamalt máltæki; allt er matur sem í magann kemst. „Það voru helst hrossin, sem hriktu af í hrossasveitum, þar sem útigangur var bestur, en fyrr dóu menn úr sulti, flestir hverjir, en að leggja sér þá til munns.“ „Sveitaréttir“ Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir að fyrsta örugga heimildin um „matarblót“ á Íslandi utan einka- heimilis sé frá 1867 og var það haldið á vegum Kvöldfélagsins í Reykjavík en það félag hét upphaf- lega Leikfélag andans og starfaði með leynd. Á fyrri hluta 20. aldar fóru blót að njóta vinsælda hjá átthagafé- lögum. Upp úr 1950 er farið að auglýsa hlaðborð með íslenskum mat að fornum sið og bornir fram „sveitaréttir“. Árið 1958 fór veitingahús- ið Naustið, sem var til húsa við Vesturgötu í Reykjavík, að bjóða upp á matseðil með hefðbundnum sveitamat sem borinn var fram í trog- um og kölluðust veislurnar þorrablót og nutu mikilla vinsælda. Í febrúar sama ár er greint frá því í Vísi að á Naustinu verði boðið upp á þá nýbreytni á þorranum að bjóða upp á „íslenzkan“ þorrablótsmat í trogum sem samanstendur af súrmeti og hangikjöti. „Fyrirmyndin að þessum trogum er fengin á fornminjasafninu, hjá Kristjáni Eldjárn fornminjaverði. Til fyrirmyndar er haft trog úr Ásbúð í Hafnarfirði og hefur Naust látið gera tíu trog af þeirri gerð. Þá eru einnig hafðir sjálfskeiðungar með hverjum diski, svo sem tíðkaðist fyrr á tíð.“ Þorramatur verður til Með árunum hafa ákveðin matvæli orðið viðurkenndur hluti af þorrabakkanum og þykja ómissandi og mörg þeirra eru algeng fæða í dag. Vinsælir réttir á þorra eru harðfiskur, flatkökur með hangikjöti, Íslenskt góðgæti Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Svið með rófustöppu og soðnum kartöflum. Hluti af þorramat sem var í boði á Hótel Sögu. Mörgum finnst kæstur hákarl ómissandi hluti af þorrablótinu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.