Bændablaðið - 28.01.2021, Side 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 202138
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni 2020
Skýrsluhald nautakjöts framleiðsl
unnar árið 2020 nær til 112 búa
og þar af er að finna holdakýr
af erlendu kyni á 79. Búunum
fjölgar um fimm milli ára en búum
þar sem er að finna holdakýr ef
erlendu kyni fjölgar um sex.
Kýr á þessum búum voru við
uppgjör ársins 2.851 talsins, sem
er fjölgun um 480 frá árinu áður.
Meðalfjöldi kúa á búi var 25,5
samanborið við 22,2 árið áður og
reiknast þessar kýr yfir í 21,7 árskýr
á bú en voru 18,1 árið 2019. Alls
voru skráðir 2.380 burðir á þessum
búum á árinu 2019 sem jafngildir
0,83 burðum/kú. Þetta er fjölgun um
436 burði og aukning um 0,1 burð
á kú milli ára.
Kjötframleiðsla og
flokkun ársins 2020
Heildarframleiðsla ársins á þessum
112 búum nam um 608 tonnum
sem er aukning um 48 tonn milli
ára. Þetta þýðir að þar eru framleidd
nálægt 18% alls nautgripakjöts á
landinu. Meðalframleiðsla á bú var
5.432 kg en heildarfjöldi slátraðra
gripa var 2.395. Sambærilegar
tölur frá fyrra ári eru 5.237 kg og
2.278 gripir. Meðalfallþungi kúa
frá þessum búum var 211,5 kg, en
hann reyndist 205,9 kg árið áður og
meðalþungi ungneyta var 262,0 kg
en þau vógu til jafnaðar 252,6 kg
2019. Til jafnaðar var þeim fargað
734,8 daga gömlum eða 4,8 dögum
yngri að meðaltali en á árinu 2019.
Það jafngildir vexti upp á 342,0 g/
dag, reiknuðum út frá fallþunga,
en sambærileg tala frá fyrra ári var
325,8 g/dag. Til samanburðar var
slátrað 9.051 (9.721) ungneytum á
landinu öllu sem vógu 250,3 (243,8)
kg að meðaltali við 745,3 (744,3)
daga aldur. Tölur innan sviga eru frá
2019. Þessi sérhæfðu bú sem yfir-
litið nær til ná því gripunum heldur
þyngri við lægri aldur að jafnaði.
Heilt yfir eru ungneyti þyngri en árið
áður enda alin heldur lengur.
Ef litið er á flokkun gripanna var
meðalflokkun ungneyta á þessum
búum 5,6 (5,0) á meðan meðalflokk-
un ungneyta yfir landið er 4,5 (4,2).
Flokkun er því mun betri á þess-
um búum til jafnaðar, rétt eins og
árið áður. Rétt er að hafa í huga að
meðalflokkun er reiknuð þannig að
flokkunum er gefið tölugildi þar sem
P = 2, O = 5, R = 8, U =11 og E = 14.
Meðalgripurinn á búunum í yfirlitinu
er því nálægt því að flokkast í O.
Frjósemi
Eins og áður sagði fæddust 2.380
kálfar á þessum búum á árinu 2020
og reiknast meðalbil milli burða 460
(463) dagar. Það þýðir að meðal-
kýrin nær ekki einum burði á ári sem
hlýtur að teljast grunnforsenda þess
að um arðbæran búskap sé að ræða.
Þegar við bætist að hlutfall dauð-
fæddra kálfa við 1. burð er 15,4%
(16,1%), 5,8% (5,9%) við aðra burði
og vanhöld frá 0-6 mánaða 3,1%
(2,6%) verður fjöldi kálfa til nytja
töluvert langt innan við kálf á kú á
ári. Tölur í svigum hér eru frá fyrra
ári.
Sæðingum á þessum búum
fjölgar nokkuð frá fyrra ári en
teljast þó enn frekar undantekning
en regla. Þannig voru sæddar 349
kýr á árinu 2020 samanborið við
280 kýr árið áður. Hlutfall sæddra
kúa hækkar því í 12,2% úr 11,9%.
Uppi staðan í sæddum kúm er kýr
af erlendu kyni sem telja 222 af
þessum 349 sem sæddar voru. Til
jafnaðar voru þessar kýr sæddar
1,7 (1,6) sinnum og að meðaltali
liðu 134,7 (137,6) dagar frá burði
til 1. sæðingar. Þær kýr sem eru
sæddar svo löngu eftir burð munu
ekki bera með 12 mánaða millibili.
Aukin notkun sæðinga, þó lítil sé,
er vegna sæðis úr nýjum Angus-
nautum tilkomnum með innflutn-
ingi fósturvísa frá Noregi. Hlutfall
fæddra kálfa undan sæðinganaut-
um nær ekki nema 8,2% en grein-
in hlýtur að hafa meira að sækja í
þetta erfðaefni en þessar tölur gefa
til kynna. Meiri vaxtarhraði, betri
flokkun auk betri móður eiginleika
eru þeir þættir sem hafa hvað mest
áhrif á afkomu greinarinnar, en
horft var sérstaklega til þeirra hluta
við val nauta þegar fósturvísarnir
voru keyptir frá Noregi.
Eigi á annað borð að ná arðsemi
út úr framleiðslu nautakjöts með
holdakúm verður að gera verulegt
átak varðandi frjósemi og notkun
sæðinga. Bil milli burða er alltof
langt en grundvallarforsenda þess
að þessi grein geti náð meiri arðsemi
hlýtur að vera sú að hver kýr skili
sem næst einum lifandi kálfi á hverju
ári. Þarna eru miklir möguleikar í að
gera betur en nú er.
Mestur þungi og vöxtur
Þyngsta ungneytið sem slátrað
var árinu var naut nr. 2369 í
Gunnbjarnar holti í Eystrihrepp. Sá
gripur var holdagripur, 62,5% Angus
og 25% Limousine, undan Anga
95400 og vóg 515,7 kg er honum var
slátrað við 28,8 mánaða aldur. Hann
flokkaðist í UN U4-. Í töflu 2 má sjá
þau ungneyti sem náðu yfir 450 kg
fall þunga á árinu 2020 en þau voru
fimm talsins og frá þremur búum,
Gunnbjarnarholti í Eystrihrepp,
Breiðabóli á Svalbarðsströnd og
Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Í þessu
sambandi er rétt að minna á að ung-
neyti eru gripir sem fargað er við
12-30 mánaða aldur. Athygli vekur
gripur númer 1244 á Breiðabóli á
Svalbarðsströnd sem var alíslenskur,
sonur Tanks 15067. Segja má að
tvennt komi til, búið er þekkt fyrir
gott eldi gripa og afkvæmi Tanks
virðast búa yfir mikilli vaxtargetu.
Í töflu 3 má sjá þau ungneyti
sem náðu mestum daglegum vexti
reiknuðum út frá fallþunga. Miðað
er við að gripirnir hafi náð a.m.k. 15
mánaða aldri við slátrun og reiknað
er með 20 kg fallþunga við fæðingu.
Mestan vöxt ársins átti naut númer
505 í Lækjartúni í Ásahreppi. Því
var slátrað rúmlega 17 mánaða og
vóg fallið þá 389,9 kg. Nautið var
25% Limousine, 19% Angus, 25%
íslenskt, 7% Galloway og 24%
óskráð og flokkaðist í UN U3-.
Þessar tölur og listar yfir þá
gripi sem eru þyngstir og vaxa
mest sýna glöggt að holda-
blendingarnir skara fram úr. Þar
er í raun ekki um nein ný vísindi að
ræða. Eðlilega taka gripir af kynj-
um sem hafa verið ræktuð m.t.t.
vaxtar og kjötgæða, gripum sem
eingöngu eru ræktaðir til mjólk-
urframleiðslu fram í þessu tilliti.
Þetta ætti hins vegar að vera þeim
sem stunda framleiðslu nautakjöts
mikil hvatning til þess að nýta það
erfða efni sem nú stendur til boða
úr gripum fæddum á einangrunar-
stöðinni á Stóra-Ármóti. Þar er
um að ræða gripi sem taka gömlu
Angus- og Limousine-gripunum
mikið fram hvað snertir vaxtargetu
og kjötgæði auk þess sem þeir voru
valdir m.t.t. mæðraeiginleika. Þeir
sem halda holdakýr ættu því ein-
dregið að notfæra sér sæðingar ef
nokkur kostur er. Þá er full ástæða
til þess fyrir mjólkurframleiðendur
að skoða hvort svigrúm er til þess
að nota holdasæði í hluta kúnna og
selja blendingana kjötframleiðend-
um nýfædda. Margt bendir til þess
að nú sé lag, nægur fjöldi kvígna til
endurnýjunar fyrir hendi auk þess
sem brýnt er að draga úr endur-
nýjunarhraðanum með arðsemi að
leiðarljósi. Ending kúnna þarf að
aukast því uppeldi kvígna er kostn-
aðarsamt auk þess sem kýr á 4.-6.
mjólkurskeiði eru í blóma lífsins.
Þá eiga þær að standa á hápunkti í
framleiðslu í stað þess að meðal-
kúnni er nú fargað um þriðja burð.
Tölur ársins 2020 sýna að eldi
sláturgripa fleygir fram, fallþungi
fer vaxandi og flokkun batnar. Það
er þó enn mikið svigrúm til að gera
betur. Á meðfylgjandi grafi má sjá
fallþungadreifingu ungneyta á árinu
2020. Nálægt 20% allra ungneyta
sem fargað var á árinu vógu innan
við 200 kg og meðalaldur þessara
gripa var 24,6 mán. Einhvers stað-
ar er pottur brotinn í eldi einhverra
gripa samkvæmt þessu.
Að lokum er full ástæða til þess að
óska þeim framleiðendum sem náð
hafa góðum árangri við framleiðslu
á nautakjöti til hamingju með þann
árangur og vart á neinn hallað þó ábú-
endur í Gunnbjarnarholti, Breiðabóli,
Nýjabæ, Lækjartúni, Sogni, Kúskerpi
og Arakoti séu sérstaklega nefndir í
því sambandi.
Guðmundur Jóhannesson
ráðunautur búfjárræktar- og
þjónustusviðs
mundi@rml.is
Sigurður Kristjánsson
skýrsluhald og
prófarkalestur
sk@rml.is
Tafla 2. Þyngstu ungneyti á árinu 2020 (yfir 450 kg fall)
Gripur Bú Faðir Stofn Aldur, mán. Þungi, kg Flokkun
2369 (naut) Gunnbjarnarholt Angi 95400 AA x Li 28,8 515,7 UN U4-
1218 (naut) Breiðaból Álfur 95401 AA x IS 29,8 489,3 UN U3+
1250 (naut) Breiðaból Arður 95402 AA x IS 28,5 457,5 UN U2+
1244 (naut) Breiðaból Tankur 15067 IS 28,5 456,3 UN U2
1018 (naut) Nýibær 0835 (AA x IS) AA x IS x Li 22,6 453,4 UN R3-
Tafla 3. Ungneyti með mestan daglegan vöxt á árinu 2020 (tíu efstu)
Gripur Bú Faðir Stofn Aldur, mán. Þungi, kg Flokkun Vöxtur, g fall/dag
0505 (naut) Lækjartún 1935 (Li x AA x IS) AA x Li x IS 17,5 389,9 UN U3- 721,7
0639 (naut) Lækjartún 1935 (Li x AA x IS) Li x AA x IS 18,6 410,4 UN R+3 699,6
0651 (naut) Lækjartún 1935 (Li x AA x IS) Ga x Li x AA x IS 18,6 403,8 UN U3- 686,6
1203 (naut) Sogn 825 Óvíst holda 13,4 286,3 UN R-2+ 660,8
0637 (naut) Lækjartún 1935 (Li x AA x IS) AA x Li x IS 18,1 382,4 UN R+3- 667,4
1234 (kvíga) Kúskerpi 1074 (IS) IS 15,6 321,7 UN R2 643,3
1009 (naut) Leirulækur 0696 (Li x AA x IS) Li x Ga x IS x AA 16,5 336,6 UN R+2+ 639,6
0640 (naut) Lækjartún 1935 (Li x AA x IS) Li x Ga x AA x IS 18,7 379,6 UN R+3- 639,9
0551 (naut) Arakot 0491 (Ga x AA x Li x IS) Ga x AA x IS x Li 20,6 416,9 UN R+3- 642,2
1018 (naut) Nýibær 0835 (AA x IS) AA x IS x Li 22,6 453,4 UN R3- 640,2
Þyngsta nautið á árinu 2020 var naut númer 2369 frá Fjölskyldubúinu í
Gunnbjarnarholti. Mynd / Fjölskyldubúið ehf.
Bænda
11.
FEBRÚAR