Bændablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2021 41
Önnur í röðinni árið 2020
var Ösp 1280 í Birtingaholti 4 í
Hrunamanna hreppi, undan Sóla
1667281-1016, Ássyni 02048 og
móðurfaðir er Gustur 09003. Ösp
mjólkaði 14.062 kg með 4,54% fitu
og 3,61% próteini en sínum fjórða
kálfi bar hún þann 29. janúar 2020.
Hún fór hæst í 53,7 kg dagsnyt á
árinu 2020 en skráðar æviafurðir
hennar eru 36.477 kg.
Þriðja nythæsta kýrin var Merlin
2268 í Lambhaga á Rangárvöllum,
undan 1645281-2018, syni Húna
07041 og móðurfaðir er Lögur
07047. Nyt hennar á árinu var
13.898 kg með 4,19% fitu og 3,50%
próteini. Hún bar sínum öðrum kálfi
28. nóvember 2019, fór hæst í 50,0
kg dagsnyt og skráðar æviafurðir
hennar eru 20.370 kg.
Fjórða í röðinni var Píla 1288 í
Garði í Eyjafirði, dóttir Afla 11010
og móðurfaðir Kraki 09002. Hún
mjólkaði 13.650 kg með 3,30%
fitu og 3,15% próteini. Hún bar
fjórða sinni 14. desember 2019, fór
hæst í 52,8 kg dagsnyt á árinu og
skráðar æviafurðir eru 52.760 kg.
Svo skemmtilega vill til að þetta er
annað árið í röð sem Píla er fjórða
afurðahæsta kýrin á landsvísu.
Fimmta í röðinni var Rauðsól
616 á Skíðbakka 1 í Landeyjum,
dóttir Laufáss 08003 og móðurfaðir
er Salómon 04009. Hún bar þriðja
kálfi sínum 4. desember 2019 og
fór hæst í 45,3 kg dagsnyt en hún
skilaði samtals 13.413 kg á árinu
með 4,74% fitu og 3,60% próteini.
Skráðar æviafurðir eru 31.063 kg.
Alls skiluðu 126 kýr afurðum
yfir 11.000 kg og þar af 34 yfir
12.000 kg. Árið 2019 náðu 130 kýr
nyt yfir 11.000 kg.
Flækja 376 í Viðborðsseli
með mestar æviafurðir
Af núlifandi kúm stendur Flækja
376 í Viðborðsseli á Mýrum í
Hornafirði efst allra í æviafurðum.
Flækja er fædd í Árbæ í sömu sveit
í desember 2006 en flutti sig um set
í byrjun síðasta árs. Hún er dóttir
Fonts 98027 og móðurfaðir hennar
er Soldán 95010. Hún hafði nú um
áramótin mjólkað 91.803 kg á 11
mjólkurskeiðum en fyrst bar hún
28. október 2008 og síðast þann 1.
desember 2019. Flækja er glæsikýr
en hún hlaut á sínum tíma 89 stig í
útlitsdómi, hálfsystir Jökuls 09001
að móðurinni til. Dætur hans
líktust ekki föðursystur sinni en
þær mjólkuðu undir meðallagi og
voru fremur þungar í mjöltum.
Skammt á hæla Flækju kemur
Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík
en hún er fædd á Hrafnsstöðum
í Svarfaðardal í apríl 2004 en
seld að Hóli sem smákálfur. Þessi
kýr er dóttir Hvítings 96032 og
móðurfaðir er Klinton 1513611-
0921, sonur Búanda 95027.
Gullbrá bar fyrst í október 2006 og
síðast nú í desember síðastliðnum
en hefur á ævi sinni, nú komin á
10. mjólkurskeiðið, náð að mjólka
89.471 kg.
Afrekskýrin Jana 432 á Ölkeldu
2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi
var felld á síðasta liðnu ári eftir
ákaflega farsælan feril. Hún komst
í hóp þeirra örfáu íslenskra kúa
sem rofið hafa 100 tonna múrinn
í æviafurðum undir lok ársins
2019. Jana 432 var fædd 8. mars
2005, stórættaður gripur verandi
dóttir Stígs 97010 og móðurfaðir
hennar var Kaðall 94017. Hún
bar sínum fyrsta kálfi þann 18.
september 2007 og níu sinnum
eftir það, síðast 28. desember
2017. Mestum afurðum á einu
ári náði Jana árið 2013 þegar hún
mjólkaði 10.372 kg en æviafurðir
hennar enduðu í 101.359 kg. Að
lokum fór svo að Jana festi ekki
fang og var felld vegna elli þann
13. maí síðastliðinn. Afkomendur
Jönu eru fjölmargir víða um land
en hún skilaði nauti á stöð sem
fékk dóm til framhaldsnotkunar
sem reynt naut. Þar er um að ræða
Öllara 11066 en faðir hans var
Ófeigur 02016.
Núverandi Íslandsmet í ævi-
afurðum á Mókolla 230, dóttir
Snarfara 93018, á Kirkjulæk 2 í
Fljótshlíð, 114.635 kg.
Mjólkurframleiðendum öllum,
en ekki síst ábúendum á Búrfelli í
Svarfaðardal og Ytri-Hofdölum í
Viðvíkursveit, óskum við til ham-
ingju með glæsilegan árangur og
þökkum gott samstarf á nýliðnu
ári.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Fjöldi Afurðir
Bú í árslok 2020 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú
650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 42,6 8.579
870736 Hurðarbak Hurðarbaksbúið ehf 51,7 8.445
370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 27,7 8.357
860530 Kirkjulækur 2 Eggert, Jóna, Páll og Kristín 53,3 8.353
650228 Göngustaðir Göngustaðir ehf. 56,3 8.312
860326 Skíðbakki Rútur og Guðbjörg - Skíðbakka 1 57,7 8.268
870909 Skáldabúðir 2 Gunnbjörn ehf 122,3 8.243
871077 Dalbær 1 Arnfríður Jóhannsdóttir 58,7 8.199
651260 Svertingsstaðir 2 Hákon og Þorbjörg 63,6 8.189
871058 Hrepphólar Hrepphólar ehf. 62,8 8.186
650238 Grund Friðrik Þórarinsson 54,2 8.166
660220 Syðri-Grund Stefán og Steinunn 47,0 8.161
660553 Hrafnsstaðir Flosi og Unnur 47,4 8.030
570804 Ytri-Hofdalir Ytri-Hofdalir ehf. 30,9 8.019
Bú þar sem meðalnyt var yfir 8.000 kg/árskú
Árs- Prót-
Kýr Faðir afurðir ein Fita Bú
1464861-0465 Smuga 02032 Síríus 14.565 3,34 4,89 570804 Ytri-Hofdalir
1280 Ösp 1016 Sóli 14.062 3,61 4,54 871065 Birtingaholt 4
2268 Merlin 2018 13.898 3,50 4,19 860718 Lambhagi
1288 Píla 11010 Afli 13.650 3,15 3,30 651215 Garður
0616 Rauðsól 08003 Laufás 13.413 3,60 4,74 860326 Skíðbakki
0844 Svipa 13017 Víkingur 13.293 3,33 4,09 750510 Hallfreðarstaðir 2
1665491-2106 Fata 12090 Sjarmi 13.200 3,41 4,04 870909 Skáldabúðir 2
1480 Merkel 10081 Úranus 13.015 3,63 3,61 660104 Gautsstaðir
1286 Láka 11022 Vatnar 12.943 3,61 4,39 870909 Skáldabúðir 2
1662641-0471 Eyja 06024 Dynjandi 12.861 3,47 5,58 870610 Oddgeirshólar 4
465 05008 Hryggur 12.726 3,43 4,05 660220 Syðri-Grund
0625 Fanney 07047 Lögur 12.713 3,16 4,01 871006 Foss
0534 Malla 13044 Kjáni 12.640 3,29 4,26 650228 Göngustaðir
0673 Halla 10094 Kistill 12.625 3,30 3,54 570627 Flugumýri
2185 13017 Víkingur 12.582 3,72 4,35 860718 Lambhagi
2037 Komma 1754 Laukur 12.582 3,25 4,12 770190 Flatey
1676301-1000 13044 Kjáni 12.523 3,44 3,98 870909 Skáldabúðir 2
0573 Sól 07046 Toppur 12.505 3,21 3,61 350802 Ásgarður
Nythæstu kýrnar árið 2020
Smuga 465 í Ytri-Hofdölum var nythæst allra kúa á landinu á árinu 2020
með 14.565 kg í ársafurðir. Sem er mesta nyt sem skráð hefur verið á einu
almanaksári. Mynd / Þórdís Halldórsdóttir
GRÓÐURHÚS
TÖLVUPÓSTUR
sala@bkhonnun . is
SÍMI
571-3535
VEFFANG
www .bkhonnun . is