Skessuhorn - 06.01.2021, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 20218
Keypti iPhone
á netinu en fékk
aldrei
AKRANES: Í vikunni komu
einstaklingar á lögreglustöð og
sögðu sínar farir ekki sléttar.
Þeir höfðu keypt og greitt fyrir
nýjustu útgáfuna af iPhone 12 á
bland.is en aldrei fengið símann
í hendurnar. Vitað er hver „selj-
andinn“ er og er hann eftirlýst-
ur. Að sögn lögreglu er nokk-
uð um það að fólk kaupi hluti á
netinu og leggi kaupverðið inn
á algerlega ókunna aðila og vill
lögregla vara mjög við slíkum
viðskiptaháttum. -frg
Fjölmennt
samkvæmi
HVANNEYRI: Laust eft-
ir miðnætti á mánudagskvöld
barst lögreglu tilkynning um
fjölmennt samkvæmi á Hvann-
eyri. Þegar lögregla kom á stað-
inn reyndust á milli 20 og 30
manns samankomnir og var
partýið leyst upp hið snarasta.
-frg
Spakir ökumenn
AKRANES: Að morgni þriðju-
dags voru lögreglumenn við
hraðamælingar á Akrafjallsvegi
í tvær klukkustundir, á milli kl.
6:30 og 8:30. Alls ók 481 öku-
tæki framhjá og voru aðeins
þrír kærðir fyrir of hraðan akst-
ur. Hraðast var ekið á 104 kíló-
metra hraða. -frg
Ásókn í greiðslu-
mark sauðfjár
LANDIÐ: Auka innlausnar-
markaður greiðslumarks í sauðfé
og úthlutun þess til umsækjenda
fór fram í desember. Markaður-
inn var haldinn að tillögu Lands-
samtaka sauðfjárbænda um að
auka greiðslumark á markaði
fyrir sauðfjárbændur. Fram-
kvæmdin miðast við að jafna
stöðu bænda innan kerfisins
þar sem greiðslumarki er beint
til þeirra hópa sem framleitt
hafa með minnstum opinberum
stuðningi. Til sölu á markaðnum
voru 5.332 ærgildi, þar af 4.906
ærgildi sem innleyst voru á ár-
unum 2017 og 2018. Greiðslu-
mark innleyst af framleiðendum
voru 426 ærgildi. Óskir um kaup
voru 201 talsins og námu sam-
tals 62.720 ærgildum. Í heild-
ina var því hlutfall til úthlutunar
9,4% af óskum um kaup. -mm
Auka greiðslu-
þátttöku í tann-
lækningum
LANDIÐ: Greiðsluþátttaka
sjúkratrygginga í kostnaði við
tannlækningar öryrkja og aldr-
aðra jókst nú um áramótin úr
50% í 57%. „Þetta er liður í
áætlun Svandísar Svavarsdótt-
ur heilbrigðisráðherra um að
lækka greiðsluþátttöku sjúk-
linga. Áætlaður kostnaður rík-
isins vegna þessa nemur 200
milljónum króna. Stefnt er að
því að greiðsluþátttaka sjúkra-
trygginga vegna tannlæknis-
kostnaðar þessara hópa verði
komin í 75% árið 2024. Til að
ná því markmiði er í gildandi
fjármálaáætlun gert ráð fyrir
að framlög hins opinbera verði
aukin um 200 milljónir króna á
næstu fjórum árum,“ segir í til-
kynningu. -mm
Komugjald á
heilsugæslustöð
lækkar
LANDIÐ: Almenn komugjöld
í heilsugæslu lækkuðu úr 700
krónum í 500 krónur 1. janúar
síðastliðinn og sem fyrr greiða
börn, öryrkjar og aldraðir ekk-
ert komugjald. Fellt verður nið-
ur sérstakt komugjald hjá þeim
sem sækja aðra heilsugæslustöð
en þeir eru skráðir hjá. Heilsu-
gæslan um allt land tekur um
áramót við skimunum fyrir
krabbameini í leghálsi. Gjald
fyrir leghálsstrok lækkar þá úr
4.818 krónum í 500 krónur.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri reglugerð um
greiðsluþátttöku sjúkratryggðra
í kostnaði vegna heilbrigðis-
þjónustu, sem heilbrigðisráð-
herra hefur undirritað. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
12. desember - 1. janúar
Tölur (í kílóum) f
rá Fiskistofu
Akranes: 6 bátar.
Heildarlöndun: 92.451 kg.
Mestur afli: Indriði Kristins
BA-751: 53.584 kg. í sex lönd-
unum.
Arnarstapi: 5 bátar.
Heildarlöndun: 206.321 kg.
Mestur afli: Kristinn HU-812:
141.083 kg. í ellefu löndunum.
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 434.173 kg.
Mestur afli: Runólfur SH-135:
112.646 kg. í tveimur löndun-
um.
Ólafsvík: 16 bátar.
Heildarlöndun: 285.190 kg.
Mestur afli: Bárður SH-811:
57.301 kg. í sjö löndunum.
Rif: 13 bátar.
Heildarlöndun: 605.915 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH-270:
120.888 kg. í tveimur löndun.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 36.811 kg.
Mestur afli: Sjöfn SH-707:
14.778 kg. í átta löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Örvar SH - 777 - RIF:
75.040 - 15.12.
2. Rifsnes SH - 44 - RIF:
72.129 - 13.12.
3. Tjaldur SH - 270 - RIF:
70.452 - 14.12.
4. Runólfur SH - 135 - GRU:
66.698 - 14.12.
5. Sigurborg SH - 12 - GRU:
65.548 - 13.12.
0-frg
Landbúnaðarháskóli Íslands hef-
ur fest kaup á mála- og samninga-
kerfi WorkPoint frá Spektra ehf.
fyrir málasafn skólans. WorkPoint
byggir á SharePoint lausn í Micro-
soft Office 365 umhverfi en LbhÍ
er fyrsti skólinn hér á landi sem
tekur upp þessa lausn. „Verkefni
LbhÍ eru mörg en fyrir utan skipu-
lag í kringum það fjölbreytta nám
sem í boði er við skólann, er eigna-
umsjón einnig stór þáttur í rekstri
skólans og mun rafrænt skjalakerfi
veita heildarsýn yfir öll verkefni
sem koma til afgreiðslu og verða til
innan skólans,“ segir í tilkynningu
frá Sóveigu Magnúsdóttur upplýs-
inga- og skjalastjóra LbhÍ sem inn-
leitt hefur þessa breytingu.
mm
Í lok desember á nýliðnu ári voru
samningar undirritaðir milli
Menntaskóla Borgarfjarðar og ráð-
gjafafyrirtækisins KVAN úr Kópa-
vogi. Um er að ræða samning til
þriggja ára um menntunar- og þjálf-
unarverkefnið Lífsleikni KVAN.
Samstarfið felur í sér að valdefla
nemendur, gera þeim kleift að vinna
út frá eigin styrkleikum, ekki ein-
göngu í námi heldur einnig í sam-
skiptum. Að auki eru nemendum
gefin verkfæri til að kynnast hópn-
um betur, læra að meta fjölbreyti-
leikann og verða betri liðsfélagi og
nemandi. Nemendur munu einnig
þjálfa jákvæð viðhorf, bæði til sjálfs
síns og náungans, samkennd og
sjálfstæða hugsun.
Samstarfið beinist bæði að nem-
endum og kennurum Menntaskóla
Borgarfjarðar. Verkefnið miðar að
því að þjálfa nemendur og kenn-
ara með aðferðafræði KVAN. Fyr-
ir liggur að á vorönn 2021 muni
KVAN koma að lífsleiknikennslu
allra nemenda í staðnámi auk þess
að halda námskeið með kennur-
um skólans. Næstu tvö ár verður
KVAN með aðkomu í áfanganum
Lífsleikni sem er skylduáfangi allra
nýnema skólans. Eins er stefnt að
námskeiðum fyrir kennara á hverju
ári. glh
LbhÍ festir kaup á mála-
og samningakerfi
Frá undirritun; Bragi Þór Svavarsson skólameistari, Anna Steinsen ráðgjafi KVAN,
Jón Halldórsson framkvæmdastjóri KVAN og Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskóla-
meistari.
Ráðgjafafyrirtækið KVAN í samstarf
við Menntaskóla Borgarfjarðar
Fyrsti Vestlendingurinn á nýju ári
kom í heiminn um nónbil 3. janúar
síðastliðinn. Er það stórt og mynd-
arlegt stúlkubarn frá Borgarnesi
sem hefur verið nefnd Lea Mjöll.
Hún var 4.080 grömm og 52 senti-
metrar þegar hún var mæld stuttu
eftir komuna í heiminn á fæðinga-
deild HVE á Akranesi. „Fæðingin
gekk mjög vel og hratt fyrir sig,“
segir Íris Gunnarsdóttir, móðir
Leu Mjallar, og bætir jafnframt við
að öllum heilsist vel. Lea Mjöll er
þriðja barn þeirra Írisar og Davíðs
Ásgeirssonar, allar eru þær stúlk-
ur. Elst er Tara sem er 6 ára og svo
Elma 3 ára. „Hún er alveg á pari
við miðju systurina, Elmu. Fædd-
ist nánast alveg jafn þung og löng,“
segir Íris um nýjustu viðbótina í
fjölskylduna.
Lítið stress
Settur dagur hjá Írisi var 1. janúar
svo strax á nýju ári voru þau Davíð
farin að bíða eftir bumbubúanum
sem lét svo sjá sig tveimur dögum
síðar. „Aðfararnótt 3. janúar fann
ég fyrir verkjum og vissi að það
væri tímabært að fara upp á spít-
ala. Ég kallaði út ömmuna í næsta
húsi sem kom um leið til að vera hjá
eldri systrunum. Við síðan brunuð-
um út á Akranes um sjö leytið sama
morgun, svo kemur hún í heiminn
rétt fyrir klukkan þrjú um daginn.
Þetta var allt saman mjög þægi-
legt,“ segir Íris um aðdragandann.
En er Lea Mjöll lík mömmu sinni
eða pabba? „Ég myndi segja að hún
væri líkari mér, en ætli hún sé ekki
blönduð. Ég sé það ekki alveg strax,
það kemur í ljós með tímanum,“
segir Íris létt í lund að endingu.
glh
Stoltir foreldrar. Davíð og Íris frá Borgarnesi með nýjustu viðbótina í fjölskyldu
sína, Leu Mjöll.
Fyrsti Vestlendingurinn á
árinu er stúlka