Skessuhorn - 06.01.2021, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 9
Sérfræðingar í uppsetningu
og viðhaldi loftræstikerfa!
Eigum allar helstu pokasíur á lager•
Veitum ráðgjöf og gerum tilboð•
www.blikkgh.is
blikkgh@blikkgh.is
Akursbraut 11b • 431-2288
Alhliða bókhalds- og
uppgjörsþjónustu fyrir
fyrirtæki og
einstaklinga í
atvinnurekstri
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Þriðjudaginn 22. desember var í
Frístundamiðstöðinni Garðavöll-
um á Akranesi skrifað undir vilja-
yfirlýsingu milli Akraneskaupstað-
ar, félagsmálaráðuneytisins, Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar og
Leigufélagsins Bríetar efh. Sam-
komulag þetta er fjölþætt en mark-
mið þessa tilraunaverkefnis er m.a.
að stefna að fjölgun íbúða á Akra-
nesi, eflingu stafrænnar stjórn-
sýslu og upplýsingagátta hjá Akra-
neskaupstað. Í yfirlýsingu segir um
markmið verkefnisins: „Húsnæð-
is- og mannvirkjastofnun, Leigu-
félagið Bríet og Akraneskaupstað-
ur lýsa yfir vilja sínum til að vinna
saman að tilraunaverkefni á Akra-
nesi.” Markmið verkefnisins eru
að stuðla að auknu húsnæðisör-
yggi leigjenda með því að bregðast
við þeirri stöðu sem komin er upp
í húsnæðismálum hvað varðar fyr-
irsjáanlegan skort á leiguhúsnæði
í sveitarfélaginu. Greina á samspil
húsnæðiskostnaðar og almennings-
samgangna á vaxtarsvæðinu, efla
stafræna stjórnsýslu húsnæðis- og
byggingarmála í sveitarfélaginu og
auka skilvirkni í skipulagsmálum.
Litið er á Akranes sem tilrauna-
sveitarfélag á þessum sviðum en að
afraksturinn megi nýta til að bæta
húsnæðismál víðsvegar um landið.
Þá segir í samningnum að verk-
efnið muni stuðla að uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis í samræmi við hús-
næðisþörf sem metin er í húsnæð-
isáætlun Akraneskaupstaðar. Í áætl-
uninni kemur m.a. fram að að tölu-
verð þörf sé fyrir aukið framboð af
leiguhúsnæði á Akranesi fyrir mis-
munandi félagshópa. Á það við
um leiguíbúðir á almennum mark-
aði, félagslegt leiguhúsnæði, leigu-
húsnæði fyrir einstaklinga og fjöl-
skyldur undir tekju- og eignamörk-
um en auk þess fyrir fatlað fólk og
aldraða. Þá mun verkefnið verða til
þess að varpa frekara ljósi á raun-
húsnæðiskostnað þeirra sem búa á
vaxtarsvæðum en stunda vinnu á
höfuðborgarsvæðinu. Með verk-
efninu verður Akraneskaupstaður
einn af brautryðjendum rafrænna
húsnæðisáætlana, vinnur með
HMS að markvissri notkun raf-
rænnar stjórnsýslu byggingarmála
með Byggingargátt og mun stuðla
að bættum upplýsingum um leigu-
markaðinn með því að vinna und-
irbúningsvinnu með HMS að raf-
rænni skráningu leigusamninga.
Í viljayfirlýsingunni kemur auk
þess fram að auka eigi uppbygg-
ingu íbúða á Akranesi. Bríet mun
taka þátt í fyrirhugaðri uppbygg-
ingu á allt að 48 íbúðum á Akranesi
sem skipt verður í áfanga. Skuld-
bindur Bríet sig til kaupa á allt að
átta íbúðum. Stefnt er að þátttöku
iðnaðarmanna í sveitarfélaginu við
þessa uppbyggingu. Þá mun HMS
og Akraneskaupstaður veita stofn-
framlög til byggingar á allt að 24
almennum íbúðum fyrir fólk undir
Undir viljayfirlýsinguna rituðu f.v. Hermann Jónasson forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Ásmundur Einar Daðason
félags- og barnamálaráðherra, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Leigufélags-
ins Bríetar ehf. Fyrir aftan standa fulltrúar úr sveitarstjórn Akraneskaupstaðar, þau Einar Brandsson, Elsa Lára Arnardóttir
og Valgarður L Jónsson.
Skrifað undir viljayfirlýsingu
um átak í húsnæðismálum
tekju- og eignamörkum og allt að
34 íbúðum fyrir aldraða þar sem
Akraneskaupstaður tryggir aðgengi
að hentugum lóðum. Þá mun Akra-
neskaupstaður vinna að fjölgun
íbúða fyrir fatlaða á næstu árum,
allt að 15 íbúðir.
mm