Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Page 17

Skessuhorn - 06.01.2021, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 17 Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Smákökurnar sem dætur mínar sendu mér fyrir jólin og bjór- inn „Return some videotapes“ frá Bölgerðinni. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Gremju og vonbrigðum vegna Covid. Því framundan eru spennandi tímar. Hver var helsta lexía ársins? Hvað er hægt að gera lítið og vera lengi að því. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Bros vina á bak við grímur. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Ég held að ég hafi aldrei komist inn í hann. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Að takast á við ný verkefni í breyttum heimi. Ragnhildur Sigurðardóttir á Álftavatni í Staðarsveit Sauðburðurinn skemmtilegastur Hver er maður / kona ársins? Þríeykið; Alma, Þórólfur og Víðir. Um leið líklega íslenska stjórnkerfið með öllum sínum konum og körlum; það var svo hárrétt af stjórnmálamönnum að láta sérfræðingum eftir að ákveða viðbrögð við heimsfaraldri. Þríeykið var andlit þess verkefnis, og gerði það faglega en líka af einlægni sem náði í gegn. Hvað var skemmtilegast á árinu? Sauðburðurinn í vor. Hann gekk óvenju vel. Bæði viðraði vel en það sem meira máli skipti var hvað við vorum vel mönnuð, vorverkin virtust vinna sig sjálf, þökk sé fjarnámi frá Mennta- skólanum i Borgarnesi og Háskóla Íslands. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Knúsað vini og ættingja og verið í eðlilegum samskiptum við hópa af fólki. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Grillaður lambahryggur með nýuppteknum kartöflum, salati og sósunni hans Gísla. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Óvenju mörgum aukakílóum. Hver var helsta lexía ársins? Aðlagast breyttum aðstæðum hratt, sérstaklega þá fjarfunda- tækni í vinnunni. Í Svæðisgarðinum færðum við fljótlega flest alla fundi á netið en við vorum í mörgum samvinnuverkefn- um á árinu, bæði innlendum og erlendum, enda er Svæðis- garðurinn farvegur fyrir samstarf. Þessi fjarfundatækni er án efa komin til að vera, sparar bæði tíma og peninga, en auðvi- tað verður fólk stundum að hittast. Fjölskyldan var óvenjumikið heima.Við eigum börn á þrem- ur skólastigum og ljósleiðarinn gerði okkur öllum kleift að vinna heima. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Íslenska þjóðin sýndi samstöðu á erfiðum tímum og sannaði að við erum góð undir álagi. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já, byrjaði af meiri alvöru í sjósundi og finn á eigin skinni að það er hægt, við öruggar aðstæður, að stunda allt árið. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Það er alltaf gaman að byrja nýtt ár, fullt af óskrifuðum blað- síðum í nýrri verkefnabók. Það bíða stór og mikilvæg verkefni í Svæðisgarðinum Snæfellsnesi. Á heimavelli hlakka ég bara eins og venjulega til að fá að fylgjast með krökkunum vaxa og dafna og njóta þess sem hver árstíð bíður upp á í sveitinni. Sigurður Þór Runólfsson stórbóndi og verktaki, Eystra Miðfelli í Hvalfjarðar- sveit Gerðist moldarsali Hver er maður / kona árs- ins? Ég held að fjarkinn í fram- línusveitinni beri af að við- bættum Kára Stefánssyni sem gleymist oft í um- ræðunni. Hvað var skemmtilegast á árinu? Það sem stendur upp úr er gott heyskaparsumar þar sem heyskapur gekk vel, góð og mikil hey. Svo fór- um við fjölskyldan hringinn í kringum landið og skoð- uðum okkar fallega land, fórum Vestfirðina líka, það var skemmtilegt. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Ég sé mest eftir okkar ár- legu fjölskylduferð til Ro- quetas de Mar á Almería á Spáni sem við höfum farið til um miðjan ágúst síðustu sumur. Það hafa verið mjög eftirminnilegar ferðir. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Á því leikur enginn vafi að hamborgararnir frá okkur hér á Eystra-Miðfelli er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og bera af. (Nei þeir eru náttúrulega algjör snilld - eins og Gjatti frændi minn orðar það). Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Mitt mat er það að þessi veira á fullt erindi beint á áramóta- brennuna. Ég held að hún sé búin að ná sér nóg niðri á sam- félaginu. Hver var helsta lexía ársins? Ég tel svo vera að við Íslendingar séum að verða búnir að læra að þvo á okkur hendurnar fyrir lífstíð. Svo er að vera vel sprittaður að innan og utan, þá er ekkert svigrúm fyrir þessa veiru. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Það er auðvitað allt fallegt sem maður gerir (sjáið bara börn- in mín) en á þessu ári ber það af þegar við gáfum til Mæðra- styrksnefnd á akranesi heilan nautgrip frá okkur í kössum beint úr kjötvinnslu endurgjaldslaust fyrir jólaúthlutunina núna fyrir jól. Það var fallega gert fannst okkur þar sem fjöl- margir treysta á það góða starf sem er unnið þar á bæ. Svo eru fyrstu skammtar af bóluefninnu komnir til landsins því ber að fagna. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já ég fór heldur betur út fyrir þægindaramman á þessu ári. Ég fetaði í fótspor afa míns og nafna (Sigga frá Steinsstöðum) og gerðist moldarsali og hafði vart undan þar sem Akurnesingar og nærsveitungar voru í óða önn að gera garðinn frægan. Þar sem ekkert var um flug til Spánar í sumar þá voru allir að að vinna í garðinum og þá lá beinast við fyrir fólk að fá hér al- vöru mold. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Eins og staðan er núna þá er mesta tillhlökkunin hjá bæði mér og allri þjóðinni að bóluefnið fari að streyma til landsins og það fari að komast jafnvægi á hlutina. Svo er búskapurinn hér á bæ í jafnvægi og þá væri ekki ónýtt að láta sig hlakka til að fá smá snjó til að moka eftir áramót til að stytta veturinn. Gleði- legt ár allir saman. Stefnir Örn Sigmarsson á Akranesi Hjálpaði Sigga Má bróður – oft og mikið Hver er maður / kona ársins? Það myndi vera Sigurður Már Sigmarsson bróðir minn, sem náði að framkvæma alveg hell- ing á árinu, t.d. smíða nýjan bíl- skúr, skipta um eldhús og gólf- efni á heimilinu og ég þurfti að hjálpa honum við hvert ein- asta handtak, hann náði meira að segja að setja sjálfan sig í sjálfskipaða sóttkví á meðan ég barðist í öllum veðrum við að koma þaki á bílskúrinn. Ef all- ir væru svona duglegir eins og hann þá væri heimurinn betri. Hvað var skemmtilegast á árinu? Það var eina fríhelgin sem ég fékk frá framkvæmdum hjá Sigga Má og notuðum við fjöl- skyldan tækifærið og ferðuðumst norður. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á árinu vegna þú veist hvað? Láta Sigga Má finna ærlega fyrir því, þar sem tveggja metra reglan setti vissulega strik í reikninginn. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Það myndi nú barasta vera allt það sem hún Valdís mín eldar, hún er geggjaður kokkur enda er ég búin að þyngjast um 23 kíló síðan við kynntumst árið 1997. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Öllum gömlu fötunum, passa ekki í þau. Hver var helsta lexía ársins? Það er allt rétt sem hún Valdís mín segir. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Siggi Már þakkaði mér fyrir hjálpina í fyrsta sinn. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já það fór nú ekki vel, ég reyndi að segja nei við Sigga Már þegar hann bað mig um að hjálpa sér. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Þá verður Siggi Már jafn gamall og pabbi var þegar hann dó, hlakka til að sjá hvort það sama gerist. Sumarliði Ásgeirsson í Stykkishólmi Lífið er of stutt til að gera eitthvað leiðinlegt Hver er maður / kona árs- ins? Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra. Hvað var skemmtilegast á árinu? Flest allt sem ég geri, lífið er of stutt til að gera eitt- hvað leiðinlegt. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Ferðalög almennt. Hvað var það bragð- besta sem þú smakkaðir á árinu? Fullkomnun á „Laziji“, Sichuan Kjúklinga uppskrift sem ég hef verið að endurgera í ár. Hver var helsta lexía ársins? Samkennd og samhygð Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Annar afastrákur og nafni. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Gekk að Grænahrygg. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Fullkomna Mongólskan lamba grillréttinn. Sumarliði Ásgeirsson. Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Ragnhildur Sigurðardóttir. Sigurður Þór Runólfsson. Stefnir Örn Sigmarsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.