Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Side 20

Skessuhorn - 06.01.2021, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202120 Föstudaginn 18. desember var 51 nemandi brautskráður frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Vegna fjöldatakmarkana voru at- hafnir dagsins tvær, sú fyrri klukk- an 11 en þá brautskráðust nemend- ur á iðnnámsbrautum, en klukk- an 14 voru brautskráðir nemendur af bóknámsbrautum. Engir gestir fengu að vera viðstaddir athafnirn- ar, en streymt var frá brautskrán- ingunni. „Þrátt fyrir óvenjulegar kringumstæður var dagskráin með hefðbundnu sniði. Dröfn Viðars- dóttir aðstoðarskólameistari ávarp- aði nemendur í upphafi athafn- ar og Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari flutti ávarp og hvatti nemendur til dáða. Nýstúdentarnir Björgvin Þór Þórarinsson og Rak- el Rún Eyjólfsdóttir fluttu tvö lög fyrir gesti og áhorfendur heima í stofu. Þau Hlöðver Már Pétursson og Kartín María Rafnsdóttir fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnema. Dúx Fjölbrautaskóla Vesturlands er Hlöðver Már Pétursson en hann útskrifaðist bæði úr rafvirkjun og eftir viðbótarnám til stúdentsprófs. Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga: Aþena Ósk Eiríksdóttir fyrir ágæt- an árangur í dönsku (Danska sendi- ráðið) og spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) Birkir Daði Jónsson fyrir góðan ár- angur í sérgreinum rafiðngreina (Skaginn 3X) Bjartur Snær Márusson fyrir góðan árangur í sérgreinum rafiðngreina (VS Tölvuþjónustan) Björgvin Þór Þórarinsson fyr- ir störf að félags- og menningar- málum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) Elín Mist Laxdal Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í félagsgrein- um og erlendum tungumálum (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir bestan árangur á stúdentsprófi í bóknámi (Fjölbrautaskóli Vestur- lands) Garðar Snær Bragason fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) Hlöðver Már Pétursson fyr- ir framúrskarandi árangur í iðn- námi (Katla Hallsdóttir, Hárhús- inu), framúrskarandi árangur í sér- greinum rafiðngreina (Fjölbrauta- skóli Vesturlands), fyrir ágætan ár- angur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir framúrskarandi námsárangur (Terra) og fyrir fram- úrskarandi árangur í bæði bók- og verknámi (Fjölbrautaskóli Vestur- lands) Jóhann Hlíðar Hannesson fyr- ir ágætan árangur í lokaverkefni tréiðngreina (Elkem Ísland) Katla Kristín Ófeigsdóttir fyrir framlag til umhverfismála (Sorop- timistasystur á Akranesi) Katrín María Rafnsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) Þórhildur Halla Jónsdóttir fyr- ir ágætan árangur í sérgreinum tréiðngreina (Verkalýðsfélag Akra- ness). mm/ Ljósm. fva. Hlöðver Már Pétursson var dúx Fjölbrautaskóla Vesturlands með lokaeinkunnina 9,41 en hann út- skrifaðist úr rafvirkjun með viðbót- arnám til stúdentsprófs. Hann hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í iðnnámi, framúrskarandi árangur í sérgreinum rafiðngreina, fyrir ágætan árangur í íslensku, fyr- ir framúrskarandi námsárangur og fyrir framúrskarandi árangur í bæði bók- og verknámi. Spurður hver sé lykillinn að svo góðum árangri í námi svarar Hlöð- ver: „Það er held ég bara metnað- ur og vinnusemi. Ef maður leggur hart að sér og er tilbúinn að leggja á sig það sem til þarf þá getur maður náð þessum árangri.“ Hlöðver segir námið einnig hafa legið frekar vel fyrir sér en hann hefur alla tíð ver- ið góður námsmaður. „Ég hef ver- ið duglegur að læra í gegnum tíðina og hef haft metnað fyrir því sem ég er að gera. Svo myndi ég segja að ég væri bara samviskusamur þegar kemur að náminu,“ segir Hlöðver. En af hverju valdi hann rafvirkjun? „Ég valdi rafvirkjun bara þegar ég fór á nýnemadag í fjölbraut þeg- ar ég var í grunnskóla, þá fékk ég kynningu á náminu og það heill- aði mig. Mér þótti líka heillandi við iðnnám að þá er greið leið inn á vinnumarkaðinn eftir nám,“ svar- ar hann. Það gefst tími fyrir það sem maður vill Hlöðver starfar í dag sem rafvirki hjá Blikksmiðnum í Reykjavík en hann byrjaði að vinna þar síðasta sumar. Hann ætlar að halda áfram að starfa þar en stefnir á háskóla- nám næsta haust. „Ég ætla í áfram- haldandi nám tengt rafmagni en ég er ekki alveg búinn að ákveð í hvaða nám ég fer, hvort það verði verk- fræði eða iðnfræði,“ segir Hlöðver. Aðspurður segist hann hafa unnið eins og hann gat með náminu. „Ég vann öll sumur og eitthvað yfir vet- urinn líka flestar annir. Þó komu annir sem voru svo þétt skipað- ar að það var ekki tími til að vinna samhliða náminu,“ segir hann og bætir við að auk vinnunnar hef- ur hann verið að æfa fótbolta með ÍA en núna er hann búinn að færa sig yfir í Kára og spilar með þeim. „Það gefst alltaf tími fyrir það sem maður vill,“ segir Hlöðver kátur að endingu. arg Skömmu fyrir jól voru samþykkt á Alþingi þrjú frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem tryggja eiga rétt fólks með kyn- hlutlausa skráningu og trans fólks auk barna sem fæðast með ódæmi- gerð kyneinkenni. Þær breytingar sem felast í frumvörpunum þrem- ur koma til vegna bráðabirgða- ákvæðis í lögum um kynrænt sjálf- ræði sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2019. Katrín Jakobsdóttir segir að með frumvörpunum hafi Alþingi samþykkt miklar réttarbætur fyr- ir unglinga sem upplifa kynmis- ræmi enda hafa rannsóknir sýnt að það skiptir sköpum fyrir líðan og geðheilsu trans unglinga að sjálfs- mynd þeirra njóti viðurkenning- ar aðstandenda og vina og að þau mæti skilningi í félagslegum sam- skiptum sínum við aðra. „Einn- ig hvað varðar fólk með hlutlausa kynskráningu og trans fólk, með- al annars að því er varðar barn- eignir. Nú er kynskráning þeirra viðurkennd að fullu og jafnræðis gætt að lögum. Enn fremur er um að ræða mikla réttarbót fyrir börn sem fæðast með ódæmigerð kyn- einkenni og aðstandendur þeirra,“ segir Katrín. Frumvörpin eru þrjú. Í fyrsta lagi er um að ræða frumvarp um breytt aldursviðmið til að breyta opinberri skráningu kyns samhliða nafni. Þar er lagt til að miða við 15 ára aldur í stað 18 ára. Í öðru lagi er frumvarp sem tryggir rétt barna, sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, gegn ónauðsynleg- um skurðaðgerðum og þannig er staðið vörð um líkamlega friðhelgi þeirra. Í þriðja lagi frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lög- um til að tryggja lagaleg réttindi fólks með kynhlutlausa skráningu og trans fólks. Frumvörpin byggja á vinnu starfshópa sem skiluðu af sér tveim- ur skýrslum þar sem ítarlega er far- ið yfir þær helstu mannréttinda- reglur og tilmæli stofnana í mál- efnum hinsegin fólks auk þess sem farið var ítarlega yfir helstu álita- efni, lagaleg og siðfræðileg sem málið varða.Starfshóparnir voru skipaðir fulltrúum hagsmunaaðila, barnaskurðlækni, barnainnkirtla- lækni, siðfræðingi, barnasálfræð- ingi, kynjafræðingi, mannréttinda- lögfræðingi og lögfræðingi með sérþekkingu á réttindum barna. mm Í vikunni fyrir jól voru átta nem- endur útskrifaðir með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Það voru þau Aleks- andar Milenkoski, Andri Freyr Dagsson, Aníta Ýr Strange, Íris Líf Stefánsdóttir, Julian Golabek, Óliver Kristján Fjeldsted, Stef- án Fannar Haraldsson og Þórður Brynjarsson. Ekki var um formlega útskriftarathöfn að ræða að þessu sinni sökum sóttvarna, en á mynd- inni má sjá helming hópsins ásamt Braga Þór Svavarssyni skólameist- ara. mm/ Ljósm. MB. Í lok athafnar settu þeir nemendur sem það kusu upp húfur sínar og veifuðu gestum sem fyldust með í gegnum streymi. Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Hlöðver Már var dúx FVA Dröfn Viðarsdóttir, Hlöðver Már Pétursson dúx og Steinunn Inga Óttarsdóttir. Ljósm. fva.is Voru útskrifuð úr Mennta- skóla Borgarfjarðar Réttindi trans og intersex fólks tryggð í nýjum frumvörpum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.