Skessuhorn - 06.01.2021, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 21
Á vef Stykkishólmsbæjar er greint
frá því að best skreytta hús bæjar-
ins sé Hjallatangi 26. Hefð hefur
skapast fyrir þessari tilnefndingu
fyrir jólin. Níundi bekkur grunn-
skólans sá um valið.
mm/ Ljósm. Stykkishólmur.is
Skömmu fyrir jól lagði menningar-
nefnd Grundarfjarðar af stað í leit
að fallega skreyttu, frumlegu og
fögru jólahúsi. „Staðar var numið í
brekkunni við Ölkelduveg - þar sem
við blasti einstök sjón,“ segir í frétt
á vef bæjarfélagsins: „Því í myrkr-
inu leynast hinar ýmsu perlur og
við leit að jólahúsi Grundarfjarð-
ar fann menningarnefnd sannkall-
aða perlu. Á Fagurhóli 5 lýsir upp
í myrkrinu hús, skreytt með fal-
legum jólaljósum og jólaskreyting-
um. Þar búa hjónin Kristinn Ólafs-
son og Elín Hróðný Ottósdóttir,
sem hljóta verðlaun fyrir Jólahús
Grundarfjarðarbæjar 2020.“
mm/ Ljósm. grundarfjordur.is
Laugardaginn 19. desember braut-
skráðust 15 nemendur frá Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga. Var þetta
31. brautskráning í sögu skólans. Af
félags- og hugvísindabraut braut-
skráðust sex nemendur, þeir eru:
Anel Crnac, Áslaug Stella Stein-
arsdóttir, Björg Hermannsdóttir,
Elísabet Páley Vignisdóttir, Hel-
ena Anna Hafþórsdóttir og Viktor
Brimir Ásmundsson.
Af náttúru- og raunvísindabraut
brautskráðust fjórir nemendur, þeir
eru: Eiríkur Már Sævarsson, Elva
Björk Jónsdóttir, Thelma Lind
Hinriksdóttir og Vignir Steinn
Pálsson.
Af opinni braut til stúdentsprófs
brautskráðust fimm nemendur, þeir
eru: Elizaveta Kiakhidi, Karen Rut
Ragnarsdóttir, Lydía Rós Unn-
steinsdóttir, Marteinn Gíslason og
Tanja Lilja Jónsdóttir.
Hæstu meðaleinkunn á stúdents-
prófi hlaut Thelma Lind Hinriks-
dóttir. mm/ Ljósm. sá.
Þegar nýtt ár gekk í garð var blíð-
viðri um mestallt landið. Fjölmargir
skutu upp flugeldum, kvöddu gamla
árið með takmörkuðum söknuðu
og heilsuðu því nýja. Veður var svo
stillt að tímabundið mengunarský
lagðist yfir þar sem miklu var skot-
ið upp. mm/ Ljósm. Alfons Finnsson
Thelma Lind Hinriksdóttir hlaut
hæstu einkunn á stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla Snæfellinga við
útskrift 19. desember síðastlið-
inn. Uppskar hún 8,9 í lokaein-
kunn. Thelma útskrifaðist af nátt-
úru- og raunvísindabraut enda hef-
ur hún alltaf haft mikinn áhuga á
raunvísindum. „Mér hefur alltaf
þótt stærðfræði, eðlisfræði og líf-
fræði skemmtileg, sérstaklega líf-
fræðin,“ segir Thelma þegar blaða-
maður Skessuhorns sló á þráðinn til
hennar.
Thelma er fædd og uppalin í
Stykkishólmi og segir aldrei ann-
að hafa komið til greina en að fara í
FSN að loknum grunnskóla. „Þetta
er góður skóli og ég sé ekki að ég
hefði lært meira í öðrum skóla og
svo bara hentaði það best að fara
þangað,“ segir Thelma. Hún lauk
stúdentsprófinu á tveimur og hálfu
ári og vann næstum allan tímann
samhliða náminu auk þess sem hún
var í skemmtinefnd og íþróttanefnd
við skólann veturinn 2019-2020.
„Ég var að vinna í bakaríinu og svo
var ég í smá tíma á Hótel Fransiskus
hér í Stykkishólmi og núna í haust,
þar til því var lokað, var ég að þjóna
á Narfreyarstofu,“ segir Thelma.
Aðspurð segist hún stefna á að fara
að vinna fljótlega en í haust tekur
hún stefnuna á áframhaldandi nám.
„Ég er ekki alveg ákveðin en núna
heillar mig mest að fara í lífeinda-
fræði en ég hef líka verið að skoða
heilbrigðisverkfræði og læknis-
fræði,“ segir Thelma.
Ótrúlega mikil vinna
Hver er lykillinn að þessum góða
námsárangri? „Ótrúlega mik-
il vinna,“ svarar Thelma og held-
ur áfram: „Maður þarf að vera til-
búin að fórna hlutum sé þörf á því,
maður kemst kannski ekki á hvert
einasta ball eða á rúntinn á hverju
kvöldi. Ég átti samt alveg mikið
félagslíf og tók þátt í því eins og ég
gat en ef þess þurfti varð ég samt
að geta fórnað því í smá stund til
að læra. Þetta er bara vinna og það
þarf að hafa fyrir því að ná árangri.
Þegar maður leggur á sig og vinn-
ur fyrir því sem maður fær getur
maður ekki verið annað en ánægð-
ur,“ segir Thelma. „Svo svaf ég ekki
mikið þennan tíma,“ bætir hún við
og hlær.
Aðspurð segist Thelma alltaf hafa
haft gaman að tónlist og svo nýtur
hún þess að lyfta lóðum og hreyfa
sig. Hún hefur reynt að sinna þess-
um áhugamálum samhliða nám-
inu en stefnir á að gefa þeim enn
meiri tíma núna. „Ég var í ólymp-
ískum lyftingum en hef lítið getað
sinnt þeim undanfarið, ég er ekki
með búnað til þess hér heima. En
ég vona að núna þegar ég fæ meiri
tíma geti ég farið að lyfta meira. Ég
elska að lyfta lóðum,“ segir hún.
arg
Brennur voru víðast hvar ekki haldnar vegna samkomutakmarkana. Undan-
tekning var á Breiðinni skammt frá Rifi þar sem íbúar gátu fylgst með úr bílum
sínum.
Nýtt ár heilsaði
í blíðviðri
Eins og sjá má var einstök veðurblíða í Ólafsvík þegar nýtt ár gekk í garð.
Hjallatangi 26 er best
skreytt húsið í Hólminum
Jólahúsið í Grundarfirði
Soffía Dagbjört Jónsdóttir hefur
verið ráðin í stöðu gæða- og mann-
auðsstjóra Borgarbyggðar, en frá
þessu er greint á vef sveitarfélags-
ins. Soffía Dagbjört hefur lokið
BA gráðu í félagsráðgjöf og mast-
ersgráðu í forystu og stjórnun með
áherslu á mannauðsmál. Hún hef-
ur undanfarið starfað sem deildar-
stjóri í einkageiranum en þar áður
vann hún hjá Reykjavíkurborg.
arg
Nemendur útskrifuðust frá FSN
Hér má sjá 13 af 15 útskriftarnemum skólans ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Thelma Lind er dúx FSN
Thelma Lind var með hæstu einkunn á
stúdentsprófi við útskrift Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í desember.
Ljósm. sá
Soffía Dagbjört er nýr
gæða- og mannauðsstjóri
Soffía
Dagbjört
Jónsdóttir.
Ljósm.
Borgar-
byggð.is