Skessuhorn - 06.01.2021, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 202124
Árið 2020 gekk í garð á fremur
hefðbundinn hátt. Þannig hagar til
á mínum bæ að ljósagangur í höf-
uðborginni sést vel og hávaði heyr-
ist líka nema rok sé. Þar sem hross-
in geta orðið hrædd við lætin voru
þau tekin inn, útvarpið hátt stillt
og ljósin kveikt. Hundurinn Lappi
fékk að kúra í stofunni talsvert fram
yfir miðnætti.
Að lifa er að eldast. Það var kom-
ið að afmæli í virðulegri kantinum.
Mig langaði til að halda upp á það
með einhverju sem ég hafði ekki
gert fyrr, helst einhverju þrennu.
Svo komu tækifærin eitt af öðru.
Lengi hafði ég ætlað að styðja barn
í þriðja heims landi, en vildi sjá að-
stæður með eigin augum fyrst. Í
febrúar kom tækifæri að ferðast
til Kenýa á vegum Íslensku barna-
hjálparinnar, en Þórunn Helgadótt-
ir sem hefur búið í Kenýa í mörg
ár leiðir starfið. Veiran var þá bara
frétt frá örfáum löndum, að vísu
ansi alvarleg frétt, en við ákváðum
að drífa okkur samt þar sem Kenýa
var enn laust við veiruna, eins og
Svíþjóð og Katar þar sem við milli-
lentum.
Í stuttu máli þá var þessi ferð
ein magnaðasta upplifun lífs míns.
Íslenska barnahjálpin rekur þrjá
skóla í Kenýa og kallar þá Har-
vest skólana. Í þeim eru um 550
börn. Skólinn í Nairobi er í Kar-
iobangi sem er á mörkum nokk-
urra fátækrahverfa. Við sáum mikla
fátækt, já örbyrgð, en allir sem við
hittum töluðu um Harvest skólann
af virðingu og þakklæti, enda opnar
hann fjölda barna leið til betra lífs.
Helst þurfa nemendur í Harvest
skólunum að hafa stuðningsaðila
sem greiðir fyrir nám og kennslu-
gögn, skólabúning og mat. Skóla-
búningurinn nýtur virðingar og
verndar einnig börnin. Jafnframt er
hann oft einu klæðin sem þau eiga.
Þarna var ég kynnt fyrir Elizabeth
14 ára og mömmu hennar. Eliza-
beth fékk að vera í skólanum enda
hafði hún staðið sig vel en hafði
engan styrktaraðila og gat því ekki
keypt skólabækur eða annað sem
þarf. Ég ákvað að verða styrktarað-
ili hennar með mánaðarlegu fram-
lagi sem dugir fyrir skólagöngunni
og máltíð daglega. Svo fær hún
árlega nýjan skólabúning, skó og
skólatösku. Vonandi nær hún tak-
marki sínu, að verða læknir og von-
andi verða mín stuðningsbörn fleiri
í framtíðinni. Hvort ég vildi nú ekki
frekar borga með þeim heldur en
ýmsu öðru. Mér reiknast til að ég
gæti stutt mörg börn til menntunar
bara fyrir peninginn sem ég borga í
ofurhá faststeignagjöld í einu best
stæða sveitarfélagi landsins.
Íslenska barnahjálpin rekur tvo
aðra skóla í Kenýa, utan við Nai-
robi. Þeir eru í Loitoktok og Nami-
lok og þangað fórum við líka. Það
var ótrúlega gaman að sjá alla þessa
duglegu krakka og áhugasömu for-
eldra sem tóku okkur opnum örm-
um. Þau skemmtu okkur með dansi
og söng en þau vildu líka að við
segðum frá okkur sjálfum og Ís-
landi, sem við gerðum náttúrlega.
Mikið óskaði ég þess að krakk-
arnir heima á Íslandi gætu séð að-
stæður jafnaldra sinna í Kenýa og í
gegnum hugann runnu andlit barna
sem ég kenndi áður fyrr. Hvað
myndi þeim finnast?
Fyrir þá sem vilja kynna sér starf
Íslensku barnahjálparinnar, er bara
að kíkja á vefinn islenskabarna-
hjalpin.is
Nú var markmiði ferðarinnar
náð. Ég hafði séð með eigin aug-
um lífskjör fátækra barna í Kenýa
og jafnframt séð að fjármunum til
að rétta hlut þeirra er val varið. Það
var svo happ í hendi að fá að fara
inn í tvo þjóðgarða og skoða villtu
dýrin í sínu náttúrulega umhverfi.
Kenýabúar, sérstaklega bændur af
Masaai ættflokknum, hafa verið
ákveðnir í að vernda svæði villtu
dýranna. Samt hefur verið þrengt
að þeim. Við urðum á vegi fíla-
hjarðar sem var að skipta um beitar-
svæði og þarna þrömmuðu í langri
röð, fleiri hundruð fílar af öllum
stærðum, rólegir og yfirvegaðir,
gjörsamlega áhugalausir um okkur
sem héldum nánast niðri í okkur
andanum á meðan.
Á heimleiðinni millilentum við
í Katar við Persaflóa og höfðum
tíma til að skoða okkur aðeins um.
Ríkidæmið þar er hrollvekjandi og
hin fullkomna andstæða við fátækt-
ina í Kenýa.
Um þetta leyti fréttum við af
fyrsta veirutilfellinu á Íslandi og
máttum ekki vera seinna á ferð-
inni.
Á tímum farsóttar er upplagt að
grúska í ættfræði. Það hafði ég lengi
ætlað og byrjaði á föðurættinni. Ég
handlék Borgfirskar æviskrár og
fann fjölda ættingja, en einu tók
ég fljótlega eftir. Það var svo lítið
sagt um konurnar og þurfti oft að
leita að þeim undir nöfnum feðra
eða eiginmanna. Ég er ekki sátt við
þetta. Tek sérstaklega upp hansk-
ann fyrir langömmu mína, Vil-
borgu Jónsdóttur frá Gullberastöð-
um í Lundarreykjadal, sem eignað-
ist 12 börn og bjó á góðum jörðum í
Borgarfirði með manni sínum Auð-
uni Vigfússyni frá Grund í Skorra-
dal. Þau skildu árið 1885. Þá var
hann kominn með aðra konu inn á
heimilið og hafði eignast börn með
henni. Vilborg og Auðunn áttu þeg-
ar hér var komið sögu, 7 börn á lífi
og voru 6 þeirra undir tvítugu. Eitt
þeirra var Jón afi minn. En eftir að
Vilborg og Auðunn skildu er ekkert
skrifað um hana. Ég hef ekki getað
fundið hvar hún átti heima síðustu
14 árin sem hún lifði, en hún féll
frá árið 1899, þá 69 ára gömul. Um
ævi Auðuns er aftur á móti talsvert
skrifað. Hann bjó á nokkrum bæj-
Pennagrein
Litið yfir liðið ár
Ragnheiður bauð upp á útikaffi á afmælisdaginn.
Feðgin hjálpast að við gróðursetningu fyrstu birkitrjánna.
Tekið á móti gestunum í Harvest skólanum í Kenya.
Stúlkur í skólabúningum í Kariobangi hverfinu.
Greinarhöfundur með skólamönnum í
Loitoktok.