Skessuhorn - 06.01.2021, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 27
Pennagrein
Krossgáta Skessuhorns
Morgun-
hress
Nesoddi
Tálbiti
Sk.st.
Háhýsi
Grípa
Raust
Sex
Tákn
Önug
Mýri
Offur
Kona
Átt
Græðgi
Skýli
Dvelja
Bæta
Fruma
Rjóð
Á skipi
Bull
Kviður
Kröggur
Keröld
Kögur
Spaug
Forviða
Hvíldi
5
Jurta-
seyði
Tregar
Kær
félagi
Gaufar
Skel
Blundur
Rösk
Fríður
7 Óspekt-
ir
Ótti
Læti
Fjörug-
ur
Pípa
Í eggi
Röð
Tré
Teppið
Erfiði
2
Tusk
Hófdýr
Hópur
Spann
Tangi
Byrði
Tölur
Þröng
Tæp
Reipi
Tvenna
Kjósa
Elskar
1
Stía
Van-
treystir
Þófi
Sólguð
Drakk
H
æ
ð
Svar
Vangi
4 Fljót
Átt
Í bítið
8
Fróðir
Deila
Aumar
Herða-
skjól
Skoða
Jarð-
eign
Blóm
Malur
For-
setning
Svalt
Dægur
Þegar
Hrekkir
500
Rangl
Tófa
Yfir-
höfnin
Hrúga
Mynni
Veiði-
tæki
Kona
Mjög
Kúgun
Korn
KL..15
Ras
Ólíkir
Ögn
Þörf
Hjarir
3
Skera
Rétt
Vissa
6
1 2 3 4 5 6 7 8
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að krossgáta er birt í blaðinu aðra
hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyr-
ir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf
að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta,
Garðabraut 2A, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birt-
ist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum.
Lausn á krossgátu í Jólablaðinu verður birt í næstu viku ásamt nafni heppins vinningshafa.
Banvæn mistök í íslenska heilbrigð-
iskerfinu er heiti bókar Auðbjarg-
ar Reynisdóttur hjúkrunarfræð-
ings þar sem hún segir frá skelfi-
legri reynslu en sonur hennar, Jóel
Gautur, lést á barnadeild Hringsins
liðlega ársgamall. Bók Auðbjargar
byggir á sjúkraskrám og dagbók-
um en í henni er rætt um fagleg og
ófagleg viðbrögð við alvarlegum
mistökum í meðferð sjúklinga. En
einnig hvernig móðir getur lifað af
missi og mætt viðbrögðum kerfis-
ins.
Í inngangi segir höfundur m.a.:
„Bók þessi er endapunkturinn í við-
leitni minni til að stöðva maskínuna
sem fór í gang 22. febrúar 2001 á
bráðamóttöku barna á Landspítal-
anum. Hörmungar sem kostuðu son
minn lífið. Stjórnendur og embætt-
ismenn hafa ekki getað sannfært
mig um að lærdómur af mistök-
unum verði öðrum til verndar. Það
sem þeir hafa reynt að réttlæta hef-
ur einungis gert illt verra. Saga Jó-
els Gauts Einarssonar (1999–2001)
á erindi við alla þá sem tengjast
heilbrigðiskerfinu, starfsfólk þess,
sjúklinga og aðstandendur.“
útgefandi er Bókaútgáfan Sæ-
mundur og er bókin þegar komin í
allar helstu bókabúðir.
-fréttatilkynning
Komin er út bókin Shooting Rescue,
sem er 160 blaðsíðna ljósmynda-
bók með sögunum á bakvið mynd-
irnar á íslensku og ensku. „Síðustu
tíu árin hef ég verið hirðljósmynd-
ari Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar og ljósmyndað björgunarsveitir á
æfingum og í útköllum. Myndefnið
hefur svo verið notað í kynningar-
starf fyrir félagið og ekki síður sem
innlegg í söguskráningu og heim-
ildavinnu um þetta merkilega starf.
Í bókinni sýni ég mínar uppáhalds
ljósmyndir frá þessum tíma og segi
sögurnar á bakvið myndirnar,“ seg-
ir Sigurður Ólafur Sigurðsson ljós-
myndari í tilkynningu.
Meira um verkefnið má sjá í vef-
verslun hans: www.sosfotoshop.
com og á youtube.
Þjóðgarðar eru aðdráttarafl fyrir
ferðamenn og hafa mikil efnahags-
áhrif á nærsamfélagið, fyrir því eru
ótal rannsóknarskýrslur bæði inn-
lendar sem erlendar. Undirritaður
þekkir vel til ferðaþjónustufyrir-
tækja í Skaftafellssýslum og rekst-
urs þjóðgarða, get því fullyrt að
það hafi verið gæfuspor fyrir sveit-
arfélögin í Skaftárhreppi og Sveit-
arfélagið Hornafjörð að stofnaður
var Vatnajökulsþjóðgarður 2008.
Árið 2019 heimsóttu um 600.000
gestir Skaftafell og Jökulsárlón. Á
þriðja tug nýrra ferðaþjónustufyr-
irtækja hafa verið stofnuð á síðustu
tíu árum. Íbúafjöldi í Öræfum hef-
ur tvöfaldast frá 2010, ungt fólk
sest að í sveitinni. Fjöldi fastráð-
inna starfsmanna í þjóðgarðinum er
34 og af þeim eru 30 á landsbyggð-
inni. Uppbygging í sveitarfélög-
unum og innan þjóðgarðsins hafa
verið mikil, nýlega hófst uppbygg-
ing á nýrri gestastofu á Kirkjubæj-
arklaustri. Þess má geta að landeig-
endur á Skálafelli í Suðursveit og á
Hoffelli í Nesjum hafa lagt hluta af
sínu landi undir Vatnajökulsþjóð-
garð, landið er í einkaeign en inn-
an marka þjóðgarðsins.
Það er misskilningur hjá mörg-
um sveitarstjórnarfulltrúum að
skipulagsvaldið fari frá sveitar-
félögunum við stofnun miðhálend-
isþjóðgarðs. Samkvæmt skipulags-
lögum þá eru það sveitarfélögin
sem útbúa og samþykkja aðal- og
deiliskipulag. Sveitarfélögin þurfa
að haga sinni aðalskipulagsvinnu
þannig að hún sé í samræmi við
landskipulagsstefnu sem legg-
ur megin áherslur í landnýtingu
s.s. vegagerð og útivist. Ákvörðun
um friðlýsingar er alltaf ákvörðun
landeiganda, sveitarfélags og nátt-
úruverndaryfirvalda, það sem ger-
ist innan friðlandsins er því sátt-
máli þessara aðila. Ákvæði friðlýs-
inga á hverju friðlýstu svæði get-
ur því verið mismunandi. Í frum-
varpsdrögum að hálendisþjóðgarði
er gert ráð fyrir fimm svæðisráð-
um, en þar mun fjöldi hagsmuna-
aðila koma að ákvarðanatöku um
uppbyggingu s.s. sveitarstjórnar-
fulltrúar, ferðamála- og bænda-
samtök. Með því er verið að koma
á móts við óskir hagsmunasamtaka
að hafa möguleika á að hafa áhrif
á ákvarðanir í rekstri og uppbygg-
ingu þjóðgarðsins.
Sem forseti sveitarstjórnar Borg-
arbyggðar 2010-2014 þá vann ég
og Páll S. Brynjarsson fyrrverandi
sveitarstjóri Borgarbyggðar að fá
samþykkt að útbúa ísgöng í Lang-
jökli 2011. Þar sem ósvissa var um
eignarhald og allt benti til að jök-
ullinn yrði dæmdur þjóðlenda
þurfti fjölda funda með lögfræð-
ingum og sérfræðingum úr stjórn-
arráðinu. Ég er viss um að flækju-
stigið og hættan að ekkert yrði úr
framkvæmdinni hefði verið minni
ef búið væri að stofnan þjóðgarð
á Langjökli. Þá hefði ákvörðunin
verið hjá sveitarfélaginu og hags-
munaaðilum en ekki í forsætisráðu-
neytinu. Ísgöngin í Langjökli hafa
haft mikil og góð efnahagslegaáhrif
á samfélagið í uppsveitum Borgar-
fjaðrar. Uppbygging ferðaþjón-
ustu í Húsafelli og Víðgemli hefði
væntanlega ekki verið jafn mikil ef
ísgöngin hefðu ekki verið komin.
Árið 2019 komu yfir 35.000 gestir
inn í ísgöngin.
Það yrði happafengur fyrir Borg-
arbyggð að fá þjóðgarðsvörð upp
í Húsafell og allt að fimm land-
verði til að hugsa um vesturhluta
miðhálendisþjóðgarðs í samvinnu
við Húnvetninga. Það er mikilvægt
að hafa sérmenntað starfsfólk til
að sinna fræðslu um náttúru svæð-
anna og byggja þau upp svo þau
geta tekið á móti ferðamönnum á
komandi árum.
Ef horft er yfir sögu friðlýsinga
á Íslandi, þá kemur í ljós að fjöl-
margir framsýnir Alþingismenn
hafa staðið í forystuhlutverki í
náttúruvernd. Má þar nefna Jón-
as Jónsson frá Hriflu, fyrrum ráð-
herra, en hann var hvatamaður
að Þingvellir voru friðlýstir, hann
barðist fyrir málinu og að lok-
um var svæðið friðlýst 1930 sem
helgistaður þjóðarinnar. Á Þing-
velli komu 1,5 milljón ferðamanna
2019 og svæðið er á heimsminja-
skrá UNESCO. Eysteinn Jónsson,
fyrrum ráðherra, var aðal hvata-
maður að fyrstu náttúruverndar-
lögum landsins sem samþykkt voru
1956. Á þeim byggja forsenda fyr-
ir friðlýsingum náttúruminja m.a.
þjóðgarða. Össur Skarphéðinsson
og Guðmundur Bjarnason unnu
að stofnun Snæfellsnessþjóðgarðs
í sinni ráðherratíð. Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra rak síðan
smiðshöggið 2001 og hefur Snæ-
fellsnessþjóðgarður verið mikill
happafengur fyrir Vestlendinga.
Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjart-
marz og Sigríður Anna Þórðardótt-
ir unnu einnig ötullega að stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs og ákváðu
að tengja rekstur hans við svæðis-
ráð og auka þar með áhrif sveitar-
stjórna og ferða-
þjónustu á stjórn
þ j ó ð g a r ð s i n s .
Vatnajökulsþjóð-
garður var settur
á heimsminjaskrá UNESCO 2018.
Nú hefur Guðmundur Ingi Guð-
brandsson umhverfisráðherra lagt
fram stjórnarfrumvarp um stofn-
un hálendisþjóðgarðs, sem nær yfir
núverandi Vatnajökulsþjóðgarð,
fjölmörg friðlönd og þjóðlendur á
hálendinu. Yfir 90% svæðisins eru
þjóðlendur og því í umsjón stjórn-
arráðsins. Með því að stofna þjóð-
garð yfir svæðin sem eru þjóðlend-
ur þá færist stjórnsýslan frá stjórn-
arráðinu til svæðisstjórna þjóð-
garðsins. Með öðrum orðum að
færa valdið heim í hérað.
Alþingismenn og sveitarstjórn-
arfólk þurfa að kynna sér málið
vel og skoði sögu þjóðgarða á Ís-
landi og hvaða gæfuspor þau hafa
haft fyrir lítil sveitarfélög á lands-
byggðinni. Það þarf framsýnt fólk
að taka góðar ákvarðanir fyrir land
og þjóð.
Ragnar Frank Kristjánsson.
Höf. er landslagsarkitekt. Sveit-
arstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð
2010-2018 og þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli 1999-2007.
Hálendisþjóðgarður - tækifæri fyrir samfélagið
Banvæn mistök í íslenska
heilbrigðiskerfinu
Gaf út ljósmyndabók um
störf björgunarsveita