Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2021, Síða 31

Skessuhorn - 06.01.2021, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. JANúAR 2021 31 Jakob Svavar Sigurðsson var val- inn knapi ársins 2020, en val- ið var kunngjört í höfuðstöðvum LH í Laugardal skömmu fyrir jól. Jakob átti gott ár á bæði keppnis- braut og kynbótavelli og sýndi sem fyrr prúða og fagmannlega reið- mennsku, segir í umsögn. Knapar ársins vöru sömuleiðis valdir í fleiri greinum. Efnilegasti knapi ársins er Glódís Rún Sigurð- ardóttir, íþróttaknapi ársins Ragn- hildur Haraldsdóttir, gæðingaknapi ársins er Hlynur Guðmundsson, kynbótaknapi ársins er Árni Björn Pálsson og skeiðknapi ársins er Konráð Valur Sveinsson. Keppnis- hestabú ársins var valið Árbæjarhjá- leiga 2, bú Kristins Guðnasonar og Marjolijn Tiepen. mm ÍATV hefur tilkynnt val sérfræð- inga sinna á knattspyrnumönnum ársins hjá knattspyrnufélögum ÍA og Kára árið 2020. Leikmaður ársins hjá Pepsi Max- deildarliði ÍA er Stefán Teitur Þórðarson. Stefán lék samtals 19 leiki í deild og bikar og skoraði 9 mörk. Eftir að hafa leikið hátt í 100 leiki fyrir ÍA og skorað í þeim 24 mörk gekk hann í haust til liðs við B-deildarlið Silkeborg í Dan- mörku. Leikmaður ársins hjá Lengju- deildarliði ÍA er Jacklyn Poucel. Jacklyn gekk til liðs við ÍA í annað sinn í upphafi árs. Hún lék samtals 16 leiki í deild og bikar og skoraði 7 mörk. Leikmaður ársins hjá 2. deildar- liði Kára er Dino Hodzic. Dino gekk til liðs við Kára í sumar og lék samtals 22 leiki í deild og bikar. Stefán og Jaclyn tóku við farand- bikurum sínum í lok árs en Dino tekur við sínum þegar hann snýr af- tur til Íslands. aóa Tilnefna leikmenn ársins á Akranesi Stefán Teitur Þórðarson leikmaður ársins. Jacklyn Poucel hjá kvennaliði ÍA. Dino Hodzic er leikmaður ársins hjá Kára. Jakob Svavar hefur unnið til fleiri verðlauna fyrir hestaíþróttir en tölur eru til um. Ljósm. úr safni. Jakob Sigurðsson er knapi ársins Nr. 99. Helga Guðmundsdóttir fædd 1968, 5:11,00 mín árið 1981. 3000 m hlaup: Nr. 10. Margrét Brynjólfsdóttir fædd 1970, 10:06,00 mín árið 1991. Nr. 41. Hómfríður Ása Guðmundsdóttir fædd 1976, 10:49,50 mín árið 1994. 5000 m hlaup: Nr. 21. Margrét Brynjólfsdóttir fædd 1970, 18.51,10 mín árið 1989. Nr. 28. Unnur María Bergsveinsdóttir fædd 1978, 19:22,44 mín árið 1994. 10 km götuhlaup: Nr. 39. Margrét Brynjólfsdóttir fædd 1970, 26:00,0 mín árið 1994. Nr. 86. Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir fædd 1976, 42:24,00 mín árið 1995. Hálfmaraþon: Nr. 14. Margrét Brynjólfsdóttir fædd 1970, 1:12,19 klst. árið 1992. 100 m grindahlaup: Nr. 74. Kristín Markúsdóttir fædd 1976, 16,18 sek árið 1993. 400 m grindahlaup: Nr. 42. Kristín Markúsdóttir fædd 1976, 66,60 sek árið 1993. Nr. 44. Anna Björk Bjarnadóttir fædd 1967, 66,80 sek árið 1989. Nr. 76. Elva Björk Sveinsdóttir fædd 1975. 69,95 sek árið 1994. Langstökk: Nr. 35. Kristín Þórhallsdóttir fædd 1984, 5,58 m árið 1999. Nr. 37. Svafa Grönfeldt fædd 1965, 5,55 m árið 1980. Nr. 57. Björk Ingimundardóttir fædd 1943, 5,45 m árið 1970. Þrístökk: Nr. 65. Inga Dögg Þorsteinsdóttir fædd 1979, 10,92 m árið 1996. Nr. 91. Kristín Þórhallsdóttir fædd 1984, 10,55 m árið 2003. Nr. 93. Íris Inga Grönfeldt fædd 1963, 10,53 árið 1993. Hástökk: Nr. 46. Hafdís Elín Helgadóttir fædd 1965, 1,65 m árið 1981. Nr. 48. Anna Björk Bjarnadóttir fædd 1967, 1,65 m árið 1985. Nr. 1. Þórdís Sif Sigurðardóttir fædd 1978, 1,65 m árið 1994. Nr. 76. Íris Inga Grönfeldt fædd 1963, 1,61 m árið 1980. Nr. 84. Ragnhildur Sigurðardóttir fædd 1963, 1,60 m árið 1977. Nr. 88. Kristín Jóhanna Símonardóttir fædd 1966, 1,60 m árið 1981. Stangarstökk: Nr. 56. Rósa Björk Sveinsdóttir fædd 1981, 2,40 m árið 1998. Nr. 73. Halldóra Jónasdóttir fædd 1977, 2,20 m árið 1995. Nr. 89. Kristín Markúsdóttir fædd 1976, 2,10 m árið 1995. Kúluvarp: Nr. 6. Íris Inga Grönfeldt fædd 1963, 14,13 m árið 1991. Nr. 29. Halldóra Jónasdóttir fædd 1977, 12.22 m árið 1998. Nr. 40. Lilja Sif Sveinsdóttir fædd 1979, 11,68 m árið 1996. Nr. 56. Rakel Bára Þorvaldsdóttir fædd 1976, 11,18 m árið 1995. Kringlukast: Nr. 8. Íris Inga Grönfeldt fædd 1963, 46,10 m árið 1990. Nr. 10. Hanna Krisín Lind Ólafsdóttir árið 1977, 45,62 m árið 1996. Nr. 18. Hallbera Eiríksdóttir fædd 1984, 41,50 m árið 2004. Nr. 64. Helga Björnsdóttir fædd 1966, 34,26 m árið 1982. Spjótkast (gamla spjótið): Nr. 1. Íris Inga Grönfeldt fædd 1963, 62,02 m árið 1988. Nr. 3. Halldóra Jónasdóttir fædd 1977, 52,22 m árið 1997. Nr. 13. Kristín Markúsdóttir fædd 1976, 39,96 m árið 1993. Nr. 21. Ingibjörg Davíðsdóttir fædd 1970, 36,76 m árið 1986. Nr. 25. Andrea Magnúsdóttir fædd 1978, 36,30 m árið 1994. Nr. 40. Lilja Sif Sveinsdóttir fædd 1979, 35,08 m árið 1990. Spjótkast (nýja spjótið): Nr. 5. Halldóra Jónasdóttir fædd 1977, 50,23 m árið 1998. Nr. 63. Kristín Markúsdóttir fædd 1976, 34,45 m árið 1998. Nr. 75. Hallbera Eiríksdóttir fædd 1984, 33,98 m árið 2002. Nr. 85. Andrea Davíðsdóttir fædd 1982, 32,63 m árið 2005. Sleggjukast: Nr. 33. Hallbera Eiríksdóttir fædd 1984, 33,97 m árið 2003. Nr. 72. Rakel Þorvaldsdóttir 1976, 28,29 m árið 1998. Nr. 82. Huldís Mjöll Sveinsdóttir fædd 1983, 27,12 m árið 2002. Nr. 94. Halldóra Jónasdóttir fædd 1977, 25,72 m árið 1997. Sjöþraut: Nr. 43. Kristín Markúsdóttir fædd 1976, 4118 stig árið 1993. Nr. 52. Anna Björk Bjarnadóttir fædd 1967, 3818 stig árið 1984. Nr. 76. Hjördís Edda Árnadóttir fædd 1963, 2884 stig árið 1984. Nr. 78. Lilja Sif Sveinsdóttir fædd 1979, 2824 stig árið 1994. Á þessari upptalningu sést að UMSB hefur átt margt frjálsíþróttafólk á landsvísu. Á afrekaskrá FRÍ eru einnig menn sem hófu ferilinn með UMSB en gengu í önnur sambönd og náðu þar sínum besta árangri. Um þessar mund- ir keppir enginn undir merkjum UMSB í full- orðinsflokki. Skelfileg upplifun fyrir það áhuga- fólk UMSB sem lagði mikið að mörkum til að eiga öflugt frjálsíþróttalið. Um árabil hafði hér- aðssambandið þjálfara í frjálsum íþróttum sem skipulagði æfingar og mót innan héraðs og þátt- töku á mótum utan héraðs. Síðasti héraðsþjálfari UMSB var Íris Grönfeldt sem vann mjög gott starf en hún hætti árið 2005. Nokkru síðan var lögum UMSB breytt á þann veg að sambandið hefur ekki haft frjálsíþróttaþjálfara og engin mót fara fram á vegum UMSB. Þar með var áratuga starf að engu orðið. En vonandi rís einhver upp og eflir frjálsíþróttastarfið að nýju innan UMSB. Ingimundur Ingimundarson tók saman

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.