Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202116
Rósa Soffía Haraldsdóttir er í hópi
bloggara sem halda úti síðunni
Lady.is. Á blogginu og á Instag-
ram reikningi sínum @rosasoffia
hefur hún verið dugleg að tala um
allt það sem brennur á henni hverju
sinni, eitt af því er heilsa, bæði and-
leg og líkamleg. Fyrir rúmri viku
setti hún inn færslu á Instagram þar
sem hún sagði að samkvæmt BMI
stuðli væri hún í ofþyngd. Það er
samt sem áður seint hægt að segja
að Rósa Soffía sé óheilbrigð í dag,
annað en fyrir fáeinum árum þegar
hún lifði mun óheilbrigðara lífi en
var þá samkvæmt BMI stuðli í kjör-
þyngd. „Heilsa er svo mikið meira
en bara útlit,“ skrifar Rósa Soffía
við færsluna sína og hvetur fólk til
að hætta að dæma fólk eftir útliti
og bera fyrir sig að hafa áhyggjur
af heilsu þeirra sem eru í ofþyngd
því heilsa og þyngd fari ekki endi-
lega saman. Blaðamaður ræddi við
Rósu Soffíu um líkamlega og and-
lega heilsu og mataræði.
Þoldi ekki hreyfingu
Rósa Soffía er búsett á Akranesi
ásamt dóttur sinni, Elínu Mist.
Hún er einkaþjálfari og viðskipta-
fræðingur að mennt og starfar fyrir
Skagann 3X. „Þegar ég var í barna-
skóla var ég alltaf þessi sem skróp-
aði í íþróttum og sundi, ég þoldi
ekkert sem tengdist hreyfingu. Svo
fór ég að drekka áfengi og reykja
og pældi ekkert í því sem ég borð-
aði. Það var ekki fyrr en um tvítugt,
stuttu eftir að ég eignaðist dótt-
ur mína, sem mig langaði að byrja
að hreyfa mig. Ég fór í ræktina og
prófaði bodypump tíma, sem mér
þótti geggjað og fór að fara á hverj-
um degi,“ segir Rósa Soffía. Þeg-
ar hún ákvað svo að flytja á Bif-
röst til að læra viðskiptafræði sakn-
aði hún þess að komast í bodypump
tíma svo hún ákvað að fara af stað
með svoleiðis tíma á Bifröst. „Ég
hafði enga reynslu af svona kennslu
samt,“ segir Rósa Soffía og hlær.
„En þetta var ótrúlega gaman og ég
fann að þetta væri alveg fyrir mig,
að þjálfa,“ segir Rósa Soffía sem fór
beint í að læra að verða einkaþjálf-
ari eftir námið á Bifröst.
Fór í fitness
Á þessum tímapunkti var líkams-
ræktin orðin stór hluti af lífi Rósu
Soffíu og ákvað hún að taka þátt í
módelfitnessi. „Mér fannst fitness
vera bara mjög hollur lífsstíll, ég
var að hreyfa mig mikið, borðaði
sjaldan nammi og allt sem ég borð-
aði var hollt svo ég sá ekkert óhollt
við þetta. Ég held að margir í þessu
sporti feli sig bakvið þessi rök. En
þegar ég horfi til baka, allavega á
mína reynslu, þá er ekkert hollt við
það að mæta á æfingar tvisvar á dag
og borða svo bara þúsund kalorí-
ur. Þó ég hafi ekki borða óhollt er
ekkert hollt við að borða of lítið,“
segir Rósa Soffía. „En til að byrja
með leið mér vel og ég áttaði mig
ekkert á því að þetta væri ekki gott.
Ég fór að grennast og var rosalega
ánægð með það en hægt og rólega
fór þetta að hafa slæm áhrif á heils-
una, þá mest andlega heilsu. Ég fór
að einangra mig því ef ég fór að
hitta fólk fylgdi oft matur sem ég
mátti ekki borða. Svo vildi ég ekki
missa af æfingu til að hitta fólk,“
segir Rósa Soffía.
Heilbrigði fer ekki eftir
þyngd
Rósa Soffía var í fitness í nokk-
ur ár og á þeim tíma einangrað-
ist hún mikið. „Þetta var í mínum
huga bara fórnarkostnaður og þótti
í raun bara aðdáunarvert að vera
tilbúin að fórna ýmsu fyrir þetta.
Svo var hungur líka bara orðin góð
tilfinning og maður varð eigin-
lega bara ánægður að geta hunds-
að hungur kannski í marga klukku-
tíma, það fór að vera eðlilegt ástand
að vera svangur,“ segir hún.
Á þessum tíma var hún í kjör-
þyngd samkvæmd BMI stuðli og
enginn hafði áhyggjur af hennar
heilsu, enda ekki of þung. „Í dag er
ég svona 10-15 kílóum þyngri, og í
yfirþyngd samkvæmt BMI, en ég er
mikið heilbrigðari. Ég fer relulega
að gefa blóð en ég gat það aldrei
áður því ég var alltaf of lág í járni.
Núna hafa konurnar sem taka blóð
í Blóðbankanum haft orð á því að
ég sé mjög járnrík fyrir konu,“ segir
Rósa Soffía. „Ég er kannski þyngri
núna en mér líður betur og ég er
viss um að heilsan er betri. Fólk
sem er þyngra getur alveg verið
heilbrigt og fólk sem er í kjörþyngd
getur verið óheilbrigt. Við þurfum
að hætta að láta eins og við sjáum
utan á fólki hvort það sé heilbrigt
eða ekki. Ég hef samt ekki orðið
vör við að fólk sé að hafa áhyggj-
ur af minni heilsu, allavega ekki svo
ég taki eftir því. En það er algengt í
samfélaginu í dag að feitara fólk fái
athugasemdir um að það sé nú ekki
heilbrigt að vera svona feitur. Fólk
veit ekkert um manneskjuna nema
bara það sem það sér og dæmir út
frá því. Manneskjan gæti verið mun
heilbrigðari en þú,“ bætir hún við.
Varð að hætta að þjálfa
„Ég náði eiginlega bara botnin-
um. Mér leið illa, ég var farin að
skaða mig, orðin mjög þunglynd,
þó ég hafi ekki viðurkennt það sjálf
á þeim tíma. Ég fann að ég varð
að gera eitthvað. Ég bjó í Reykja-
vík og allir vinir mínir og fjölskylda
voru hér á Akranesi svo ég hætti
í vinnunni minni og flutti hing-
að og fór að þjálfa og vinna fyr-
ir sjálfa mig,“ segir Rósa Soffía um
hennar fyrsta skref að sátt við lík-
amann sinn og bættri heilsu. „Ég
tók í raun aldrei neina meðvitaða
ákvörðun um að hætta í megrun og
fara að lifa bara eðlilegu lífi. Þetta
gerðist bara hægt og rólega eftir að
ég kom aftur hingað. Ég fór áfram
í ræktina, enda er það bara áhuga-
mál frekar en nokkuð annað. Þeg-
ar ég var búin að þjálfa hér í svona
ár áttaði ég mig á að ég gæti það
ekki lengur undir þessum kringum-
stæðum. Ég vildi ekki vera að mæla
fólk, fá fyrir og eftir myndir og svo
kannski náði fólk ekki tilsettum ár-
angri og fór að rífa sig niður og
ég eitthvað að reyna að peppa það
áfram, mér fannst þetta svo falskt.
Ég vildi helst af öllu segja fólki að
hætta að hugsa út í sentímetra og
kíló því það skiptir ekki máli. Mig
langaði að segja fólki að finna hreyf-
ingu sem því þykir skemmtileg og
borða bara venjulegan mat og meta
árangur út frá líðan en ekki tölum.
En það þótti ekki viðurkennd þjálf-
unaraðferð á þessum tíma,“ segir
Rósa Soffía.
Þótti erfitt að þyngjast
Rósa Soffía byrjaði að æfa crossfit
og segist hafa fundið þar æfinga-
form sem hentaði henni mjög vel.
„Crossfit hjálpaði mér mikið í að
komast á þann stað sem ég er núna.
Ég hætti alveg að hugsa æfingar út
frá útliti, eins og að taka rassaæfingu
því ég vildi stækka rassinn eða eitt-
hvað svoleiðis. Maður fór bara að
mæta á æfingar til að taka á því. Ég
hætti að horfa á vigt eða málband og
fór frekar að horfa á árangur sem ég
náði á æfingum. Það hversu marg-
ir sentímetrar ákveðnir líkamspart-
ar eru skiptir bara engu máli,“ seg-
ir Rósa Soffía. Spurð hvort það hafi
verið erfitt að breyta hugarfarinu
segir hún svo vera. „Mér þótti mjög
erfitt að þyngjast fyrst og að passa
ekki lengur í fötin mín. En svo fann
ég bara svo vel hvað mér leið mik-
ið betur. Þegar ég áttaði mig á því
að valið stæði á milli þess að vera
endalaust að rembast við að ná ein-
hverri ákveðinni tölu á vigtinni
eða líða vel og vera í jafnvægi, þá
hætti mér að finnast þetta erfitt.
Ég hreyfi mig alla daga, borða það
sem mig langar í, verð sjaldnar veik,
hitti fólk reglulega, er full af orku,
sef vel og líður almennt vel. Ég
myndi ekki vilja skipta því út bara
til að léttast,“ segir Rósa Soffía.
Finna skemmtilega
hreyfingu
„Hreyfing er mikilvæg svo mér líði
vel og þess vegna set ég hreyfingu í
forgang. Ég þarf að fá útrás á hverj-
um degi. Ég hætti til dæmis ekki að
taka æfingar þó ég fari til útlanda í
frí,“ segir Rósa Soffía og bætir við
að ef maður þurfi frí frá hreyfing-
unni eða mataræðinu ætti mað-
ur að endurskoða það sem maður
er að gera. „Þá þarf fólk kannski
að finna hreyfingu sem því þykir
skemmtileg og að borða bara alltaf
það sem það vill,“ segir Rósa Soffía.
Sjálf hefur hún haldið sömu rút-
ínu í bæði hreyfingu og mataræði
í þrjú ár og líkamsþyngdin helst
stöðug. „Þessar endalausu megr-
anir eru ávísun á að vera alltaf að
léttast og þyngjst svo aftur því það
heldur enginn út megrun endalaust
og þegar maður hættir þá kemur
allt aftur. Ég þyngist ekki yfir jólin
eða í utanlandsferðum því ég borða
alltaf bara það sem mig langar í. Ef
mig langar í nammi þá fæ ég mér
það, sama hvort það er á laugardegi
eða mánudegi,“ segir hún og brosir.
„Það er ótrúlega frelsandi að hafa
engar reglur, boð eða bönn varð-
andi hreyfingu og mataræði. Þá
þarf maður aldrei að taka pásur eða
frí frá því. Mér finnst ég hafa öðl-
ast svo mikið frelsi eftir að ég hætti
þessum megrunum og veseni, það
stjórnar manni svo mikið meira en
maður grunar. Og maður viður-
kennir það aldrei á meðan er, það
er bara þannig. Eins og með reyk-
ingarnar, þetta er svipuð afneitun-
in að mínu mati. Ég sá aldei hversu
mikið reykingarnar stjórnuðu lífi
mínu fyrr en nokkrum mánuðum
eftir að ég hætti. Því afneitunum
var svo mikil. Maður telur sjálfum
sér trú um að maður hafi stjórn á
þessu sjálfur.“
Absolute Training
Rósa Soffía hefur lokið námskeiði til
að vera þjálfari innan Absolute Tra-
ining sem snýst um bæði líkamlega
og andlega þjálfun. „Þarna er ein-
mitt eitthvað sem mig hefur alltaf
langað að gera. Að geta þjálfað fólk
en á heilbrigðian hátt, þar sem ekki
er bara horft á kíló og sentímetra
heldur hvernig fólki líður, andlega
og líkamlega. Á hverri æfingu eru
gerðar andlegar æfingar í 15 mínút-
ur áður en farið er í 45 mínútna lík-
amlega æfingu,“ segir Rósa Soffía.
Hún ætlaði að byrja sjálf með Ab-
solute Training námskeið á Akra-
nesi í fyrra en svo kom Kórónuveir-
an og stoppaði það. „Ég get vonandi
fljótlega farið af stað með svona
námskeið, það er allavega draumur-
inn,“ segir Rósa Soffía. Hægt er að
fylgjast með henni á Lady.is blogg-
inu og á Instagram. „Ég ætla að vera
enn duglegri að deila minni reynslu,
hvetja fólk og senda jákvæð skila-
boð. því miður eru enn svo marg-
ir á þeim stað að finnast þeir þurfa
að refa sér í ræktinni fyrir að hafa
borðað eitthvað óhollt. Mig langar
svo að það komist allir af þeim stað
og finni hversu frelsandi það er að
finnast ekki eins og maður þurfi að
refsa sér svona, það má alveg borða
pizzu án þess að þurfa svo að fara og
brenna henni strax í ræktinni,“ segir
Rósa Soffía og brosir. arg
Rósa Soffía Haraldsdóttir segir það ótrúlega frelsandi að vera laus við boð og bönn varðandi mataræði og hreyfingu.
Þyngd þarf ekki að segja til um heilbrigði
Rætt við Rósu Soffíu um heilsu og líkamsrækt