Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202126 Sementsverksmiðjan ehf. hef- ur fengið verkfræðistofuna Eflu til að meta raunveruleg áhrif óhapps í einu af sílóum Sem- entsverksmiðjunnar á Akra- nesi aðfarnótt 5. janúar sl. á umhverfi og loftgæði. Óhapp- ið leiddi til þess að sementsryk barst um nágrenni verksmiðj- unnar. „Verkefni Eflu felst m.a. í því að fara yfir ferla fyrirtæk- isins og aðgerðir í kjölfar óhapps- ins en Sementsverksmiðjan heldur áfram að vinna með Eflu, trygginga- félagi fyrirtækisins og öðrum aðil- um að því að hreinsa vettvang, meta áhrif og gera ráðstafanir svo koma megi í veg fyrir að óhapp sem þetta endurtaki sig. Hluti af verkefni Eflu verður einnig að meta loftgæði og rykálag áhrifasvæðisins á Akranesi eftir óhappið til að ganga úr skugga um hver raunveruleg áhrif atviksins eru. Engin ástæða er þó til að ætla að það magn af ryki sem barst út í umhverfi verksmiðjunnar hafi ógn- að heilsu fólks,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í kjölfar óhappsins hafa einnig komið fram upplýsingar um að at- vikið hafi staðið yfir í lengri tíma en áður var talið. „Þær upplýsingar hafa ekki verið staðfestar og eru fyr- irtækinu nýjar en gæti þýtt að meira sementsmagn hafi borist út í and- rúmsloftið en áður hafði verið áætl- að. Sementsverksmiðjan tekur þess- ar upplýsingar alvarlega og leggur áherslu á að halda áfram vinnu með Eflu og tryggingafélaginu til að greina málið til fulls.“ Frá því óhappið átti sér stað hefur verið unnið að hreins- un á bílum og húsum en við- brögð Sementsverksmiðjunnar við óhappi sem þessu eru þau sömu, óháð magni. „Fyrstu við- brögð voru að grófhreinsa allt svæðið, hús og muni sem sem- entsrykið settist á. Búið er að ljúka hreinsun að mestu; grófhreins- un á öllu svæðinu, hreinsun bíla sem lentu í óþrifum auk þess sem búið er að fullhreinsa 24 hús af þeim 64 þar sem tilkynnt var um um tjón. Eig- endur þeirra húsa sem ekki hafa enn verið fullhreinsuð eru upplýstir um stöðuna en þrif liggja nú niðri vegna frosts. Sementsverksmiðjan ítrek- ar velvirðingarbeiðni sína til þeirra sem fyrir óþægindum urðu og held- ur áfram að vinna að hreinsun svæð- isins í góðri samvinnu við íbúa og bæjaryfirvöld.“ mm Heildarkortavelta Íslendinga hefur aldrei verið hærri en í desember síð- astliðnum, alls 83,8 milljarðar sem er aukning um 8,7% frá fyrra ári. „Líklegt þykir að miklar takmark- anir á verslunarferðum landans til útlanda hafi hér haft mikil áhrif. Stærstum hluta var varið í verslun- um, alls 55,3 milljörðum (eða 66% af heildarveltu) á meðan 28,5 millj- örðum var eytt í þjónustu,“ segir í samantekt Rannsóknaseturs versl- unarinnar. Hækkun var á milli ára í flestum flokkum verslunar, sbr meðfylgj- andi mynd. Stórmarkaðir og dag- vöruverslanir voru sem oftar lang- stærsti einstaki flokkurinn en þar nam veltan tæpum 22,6 milljörðum og jókst um alls 23% á milli ára. Hlutfallslega hækkaði hinsvegar velta í raf- og heimilistækjaversl- unum mest eða alls um 41% bor- ið saman við desember 2019 (úr 2,9 millj. í 4,4 millj). Velta í fataversl- unum jókst einnig verulega. Veltan nam alls 5,6 milljörðum og jókst um 22% samanborið við sama tíma í fyrra og 45% milli nóvember og desember 2020. mm Grunnskóli Snæfellsbæjar er einn af þeim skólum sem vinnur samkvæmt eineltisáætlun Olweusar gegn ein- elti og andfélagslegri hegðun. Bæði nemendur og starfsfólk vinna sam- kvæmt áætluninni og er markmið hennar að skapa umhverfi í skólan- um þar sem einelti fær ekki þrifist og byggir á fáum meginreglum sem að skila árangri samkvæmt rann- sóknum. Meðal þess sem nemendur og starfsfólk gera á hverju ári er að hafa svokallaða Olweusardaga þar sem unnin eru hin ýmsu verkefni í anda áætlunarinnar. Á Olweusardögum haustannar var eitt verkefnið að búin voru til púsl þar sem nemend- ur skreyttu sitt eigið púsl og bekkj- arfélagar skrifuðu jákvæð orð á hjá hverjum og einum. Púslunum var svo raðað saman og þau hengd upp á vegg í kringum einkunnarorð skól- ans. Voru bæði nemendur og starfs- fólk sammála um að verkefnið væri skemmtilegt og sýndi að allir eiga að geta passað saman eins og púsl. Þess má einnig geta að nemendur kíkja reglulega á púslin til að vera vissir um að sitt sé á sínum stað. Olweus- ar dagar skólans á vorönn eru fyrir- hugaðir í mars og verður þá meðal annars unnið að því að vinabekkir hittist, fram fari umræða um net- notkun og fleira. þa Um síðustu helgi var haldið aftur til mælinga á stærð loðnustofnsins á uppsjávarveiðskipunum Ásgrími Halldórssyni SF og Polar Amaroq. Líkt og í fyrri mælingum eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar í hvoru skipi. Bjarni Ólafsson AK er jafnframt með í verkefninu með það hlutverk að afmarka dreif- ingu loðnunnar til að flýta fyr- ir mælingum. Aðdragandi mæl- inganna nú er sá að fréttir bárust á laugardeginum frá togveiðiskipum um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Í kjölfarið fór upp- sjávarveiðskipið Víkingur AK, sem var á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðunum, yfir svæðið og staðfesti að þetta væri eitthvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður. Stefnt er á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá m.a. mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið þetta langt í suður síðan þá, segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fram- hald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu. Áður en vart var við þes- sa loðnu austan við landið hafði Hafró staðfest að hún mælti ekki með meiru en 22 þúsund tonna veiðum úr stofninum. Áfram bin- da menn vonir við að meira mælist af veiðanlegri loðnu þannig að auka megi veiðiráðgjöfina. mm Brottfarir erlendra farþega frá land- inu um Keflavíkurflugvöll voru tæp- lega 480 þúsund árið 2020 sem er um 1,5 milljón færri en árið 2019. Þetta er samkvæmt talningu Ferða- málastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9%. Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega frá land- inu. Sjö af hverjum tíu brottförum árið 2020 voru farnar á tímabilinu janúar til mars og um fjórðungur yfir sum- armánuðina. Þannig voru 94% far- þega ársins á þessum tveimur tíma- bilum. Brottförum erlendra farþega fækkaði alla mánuði síðasta árs frá fyrra ári og nam fækkunin meira en 90% sjö mánuði ársins. Ekki hafa færri Íslendingar farið utan síðan talningar Ferðamálastofu hófust fyrir nítján árum. Á nýliðnu ári voru utanferðir Íslendinga rúm- lega 130 þúsund talsins en höfðu fæstar fram að því verið 255 þúsund árið 2009. mm/ Ljósm. Isavía. Í síðustu viku kom út nýr Hag- vísir Vesturlands og ber hann tit- ilinn „Fjármál sveitarfélaga: At- vinnuleysi og tekjur.“ Viðfangsefni þessa Hagvísis er að leita vísbend- inga fyrir áhrifum atvinnuleysis á tekjur sveitarfélaga á Vesturlandi. „Núverandi kreppa var hvatinn að þessari vinnu. Hvert og eitt sveitar- félag á Vesturlandi var skoðað sér- staklega og stuðst við tölur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga aft- ur í tímann. Þar munaði mest um reynsluna í kringum Bankahrunið 2008. Erfitt reyndist að yfirfæra þá reynslu yfir á núverandi kreppu til þess að tölusetja áhrifin með áreið- anlegum hætti. Aðstæður eru það ólíkar,“ segir Vífill Karlsson hag- fræðingur hjá SSV og höfundur skýrslunnar. „Þó kom fram rökrétt munstur. Í fyrsta lagi er hætt við að áhrifin til skemmri tíma verði væg- ari en til lengri tíma litið vegna þess að í mörgum sveitarfélögum flytja menn brott ef þeir verða at- vinnulausir og það gerist ekki strax en magnar upp neikvæðu áhrif at- vinnuleysis á tekjur sveitarfélaga. Líkurnar á því eru mestar í fámenn- ari sveitarfélögum og þeim sem eru langt frá stærstu mörkuðunum eins og höfuðborgarsvæðinu. Að þess- um sökum er hætt við að áhrif at- vinnuleysis á tekjur sveitarfélaga verði hlutfallslega mest í slíkum sveitarfélögum og það renndi töl- fræðilega greiningin stoðum und- ir,“ segir Vífill. Hagvísinn má finna í heild inn á vefnum ssv.is mm Efla aðstoðar Sementsverk- smiðjuna að meta tjón Áhrif atvinnuleysis vega stærst í minnstu sveitarfélögunum Tæplega hálf milljón ferðamanna árið 2020 Kortavelta landans í desember sló fyrri met Markvisst unnið gegn einelti í Grunnskóla Snæfellsbæjar Mæla loðnugöngu austan við landið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.