Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 2021 23
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
1
Laust er til umsóknar starf aðalbókara Hvalfjarðarsveitar.
Um er að ræða 80% starf innan stjórnsýslu
sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að
sinna verkefnum aðalbókara sveitarfélagsins. Æskilegt er
að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja
sveitarfélagsins. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið
aðalbókara Hvalfjarðarsveitar:
Yfirumsjón með öllu bókhaldi sveitarfélagsins og undirstofnunum þess, •
afstemmingum og annarri bókhaldsvinnu. Ber ábyrgð á að skipulag
bókhalds og vinnubrögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar
reikningsskilareglur þar um
Yfirumsjón með skráningu reikninga og samþykktum þeirra•
Umsjón með allri eignaskráningu sveitarfélagsins og uppfærslu hennar•
Yfirumsjón með virðisaukaskattsmálum•
Ýmis uppgjörs- og greiningarvinna í samráði við sveitarstjóra•
Gerð rekstraryfirlita og skýrslugerð•
Umsjón með bókhaldslykli sveitarfélagsins•
Samskipti við endurskoðendur vegna ársreiknings sveitarfélagsins og •
stofnana þess
Þátttaka í áætlanagerð og innra eftirliti•
Umsjón með öllu bókhaldi, afstemmingum og vinnu við uppgjör fyrir •
Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar sf. og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Aðalbókari ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og
upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða.
Almennt stjórnunarsvið:
Aðalbókari starfar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um bókhald,
fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, eftir lögum er varða opinbera
þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í
samræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds•
Veruleg/marktæk reynsla og góð þekking af bókhaldi, áætlanagerð og •
fjármálastjórnun er skilyrði
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg•
Reynsla og þekking af notkun á Navision bókhaldskerfinu er kostur•
Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni•
Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika•
Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund•
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi•
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti•
Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags
og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2021. Æskilegt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes
eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma
433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is
Aðalbókari
Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 650 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með
litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög.
Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is
Í tilefni bóndadagsins bjóðum við
15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HERRAVÖRUM
(fatnaður, ilm- og snyrtivörur)
Gildir fimmtudag, föstudag og laugardag
BÓNDADAGURINN
ÚTSALAN
í fullum gangi
Fjöliðjan á Akranesi hefur opnað
flöskumóttöku sína á nýjan leik eft-
ir stöðvun starfseminnar vegna Co-
vid-19 í október. Móttakan verð-
ur nú opin alla virka daga. Þeg-
ar blaðamann Skessuhorns bar að
garði eftir hádegi á miðvikudaginn,
fyrsta opnunardaginn, voru starfs-
menn í langþráðri pásu enda var þá
búið að vera mikið að gera við mót-
töku og talningu. Að sögn Þórdísar
Ingibjartsdóttur hjá Fjöliðjunni var
fólk farið að bíða við dyr flösku-
móttökunnar klukkan hálf átta um
morguninn og eftir átta var stans-
laus straumur af fólki. Voru íbúar
greinilega fegnir því að geta loksins
losað sig við dósir og flöskur.
Biðja starfsmenn Fjöliðjunnar
bæjarbúar að sýna biðlund þar sem
búast megi við miklu annríki næstu
daga og því getur bið skapast eft-
ir þjónustu. jafnframt er fólk beð-
ið að huga að grímuskyldu, aðeins
tveir viðskiptavinir mega vera inni
í einu og biðraðir því úti og að ekki
er heimilt að skilja dósirnar eftir
fyrir utan vinnustaðinn.
frg
Tinna Björk Sigmunds-
dóttir, Kristjana Guðrún
Björnsdóttir, Emma
Rakel Björnsdóttir og Guð-
mundur Örn Björnsson
í kaffipásu eftir fyrstu
törnina eftir langa lokun.
Dósamóttaka Fjöliðjunnar á
Akranesi opnuð á ný
Annir í dósatalningu hjá Áslaugu Þorsteinsdóttur síðastliðinn mánudagsmorgun.