Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 2021 31
Þrjár ungar og efnilegar knatt-
spyrnukonur af Vesturlandi hafa
verið valdar til úrtaksæfinga U16
ára landsliðs kvenna í knattspyrnu.
Þær eru Lilja Björk Unnarsdótt-
ir og Ylfa Laxdal Unnarsdóttir frá
ÍA og Eyrún Embla Hjartardóttir
frá Víkingi Ó. Þá hefur Logi Mar
Hjaltested frá ÍA verið valinn til úr-
taksæfinga U16 ára landsliðs karla í
knattspyrnu. Æfingarnar fara fram
20.-22. janúar í Skessunni í Hafn-
arfirði.
arg
Landslið karla í handbolta leikur
nú á Heimsmeistaramóti í Egypta-
landi. Liðið lék þrjá leiki í riðla-
keppninni undanfarna viku; tap-
aði einum en vann tvo. Fyrst mættu
strákarnir Portúgal og hófu þeir
leikinn af miklum krafti en það
dugði ekki til. Í síðari hálfleik var
of margt sem gekk ekki upp hjá lið-
inu og Portúgal tók bæði stigin eft-
ir tveggja marka sigur, 25-23.
Á laugardaginn mættu þeir Alsír
og þar má segja að svo gott sem
allt hafi gengið upp hjá íslensku
strákunum og sigruðu þeir
örugglega með 15 marka mun, 39-
24. Á mánudaginn spiluðu þeir svo
gegn Marokkó og ljóst að ekkert
annað en sigur kom til greina til
að geta tekið tvö stig með sér í
milliriðla. Íslensku strákarnir eltu
fyrstu mínúturnar og komust ekki
yfir fyrr en í stöðunni 6-5. Eftir það
fór allt að ganga betur og Marokkó
gekk illa að brjótast í gegnum
íslensku vörnina og Björgvin Páll
Gústavsson varði vel. Fljótlega voru
íslensku strákarnir komnir með
fimm marka forystu og þannig var
staðan í hálfleik. Þeir komu aftur
sterkir til leiks eftir hlé og unnu
örugglega með átta marka mun,
31-23. Marokkómenn voru grófir í
sínum leik og fengu þrjú rauð spjöld
í leiknum. Sigurinn tryggði Íslandi
tvö stig með sér í milliriðil en þar
mæta þeir Sviss í fyrsta leik í dag,
miðvikuag kl. 14:30. Næst leika
þeir við Frakkland á föstudaginn,
22. janúar, kl. 17:00 og svo mæta
þeir Noregi á sunnudaginn, 24.
janúar kl. 17:00.
arg
Keppni í körfubolta í Dominos
deild kvenna hófst á ný á miðviku-
daginn í síðustu viku. Snæfell tók þá
á móti KR í Stykkishólmi og vann
góðan sigur; með 87 stigum gegn
75. Snæfell náði forystu snemma í
öðrum leikhluta og KR náði aldrei
að ógna af neinni alvöru. Skalla-
grímskonur mættu Valskonum
sama kvöld á útivelli í fyrsta leik
sínum síðan í október. Skallagríms-
konur komu ákveðnar til leiks en
fljótlega náðu Valskonur yfirhönd-
inni og sigruðu að lokum örugg-
lega; 91-58.
Hörkuspennandi
Vesturlandsslagur
Skallagrímur hafði betur gegn
Snæfelli í hörkuspennandi leik
sem fram fór á laugardaginn. Lið-
in mættust í Borgarnesi og strax
var ljóst að bæði ætluðu þau sér
sigur. Fyrsti leikhluti var hnífjafn
og lauk í stöðunni 18-18. Í öðrum
leikhluta byrjaði Skallagrímur að
skilja sig frá Snæfelli og leiddi með
14 stigum í hálfleik, 46-32. Forskot
Skallagríms hélst nokkuð jafnt í
þriðja leikhluta sem lauk í stöðunni
66-55. Snæfell gafst aldrei upp og
náði aðeins að ógna forskoti Skalla-
grímskvenna í fjórða leikhluta og
minnkaði muninn niður í eitt stig
um miðjan leikhlutann. Það dugði
þó ekki til og Skallagrímur sigraði
með fimm stigum, 85-80.
Í liði Skallagríms var Keira Rob-
inson atkvæðamest með 30 stig og
sjö stoðsendingar, Sanja Orozovic
var þar næst með 26, sjö stoðsend-
ingar og átta fráköst, Maja Mi-
chalska skoraði tíu, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir átta stig og náði átta
fráköstum, Nikita Telesford sko-
raði sjö stig og tók 13 fráköst og
Embla Kristínardóttir átti fjögur
stig.
Í liði Snæfells var Haiden De-
nise Palmer atkvæðamest með 29
stig, ellefu fráköst og tíu stoðsend-
ingar, Kamilé Berenyté skoraði 18
stig,, Anna Soffía Lárusdóttir sko-
raði 14, Tinna Guðrún Alexander-
sdóttir níu, Rebekka Rán Karlsdót-
tir átti sjö stig, Emese Vida var með
tvö stig og tók átta fráköst og Vaka
Þorsteinsdóttir skoraði eitt stig.
Næst mætir Skallagrímur gegn
Breiðabliki í Smáranum í Kópavo-
gi í dag, miðvikudaginn 20. janúar,
kl. 18:15. Snæfell á einnig leik í dag
þegar liðið mætir Val á Hlíðarenda
kl. 19:15.
arg
Skallagrímur tók á móti Hamri frá
Hveragerði í 1. deild karla í körfu-
knattleik á föstudaginn. Leikur-
inn, sem var nokkuð jafn, endaði
með sex stiga sigri gestanna, 93-87.
Fyrsti leikhluti fór rólega af stað
en á sjöundu mínútu náðu Skalla-
grímsmenn aðeins forskoti og voru
þeir með sjö stiga forystu í lok leik-
hlutans, 26-19. Snemma í öðrum
leikhluta náði Hamar að gera for-
ystu Skallagríms að engu og var lít-
ill munur á liðunum það sem eft-
ir lifði fyrri hálfleiks. Skallagrím-
ur fór inn í þriðja leikhluta með
tveggja stiga forystu sem þeir náðu
að auka jafnt og þétt upp í ellefu
stig. Þá tóku Hamarsmenn við sér
og gáfu allt í leikinn. Snemma á
fjórða leikhluta tóku gestirnir fram
úr og höfðu að lokum betur. Skalla-
grímur situr nú í fjórða sæti deild-
arinnar eftir tvo leiki.
Hjá Skallagrími var Mustapha
Traore atkvæðamestur með 21 stig
og ellefu fráköst. Næstur var Ne-
bojsa Knezevic með 18 stig og níu
stoðsendingar. Hjalti Ásberg Þor-
leifsson var með 16 stig en aðr-
ir höfðu minna. Í liði Hamars var
jose Medina Aldana atkvæðamest-
ur með 29 stig og 15 stoðsendingar,
Ruud Lutterman var með 24 stig
og sjö fráköst og Pálmi Geir jóns-
son átti 23 stig.
Næsti leikur Skallagríms verður
gegn Hrunamönnum á Flúðum á
föstudaginn, 22. janúar, kl. 19:15.
arg
Ellefu Vestlendingar hafa ver-
ið valdir í æfingahópa yngri
landsliða á körfuknattleik. Í æf-
ingahópi fyrir U15 ára lands-
lið kvenna eru fimm stúlkur
úr Skallagrími, þær Aðalheið-
ur Ella Ásmundsdóttir, Díana
Björg Guðmundsdóttir, Kol-
finna Dís Kristjánsdóttir, Val-
borg Elva Bragadóttir og Vic-
toría Lind Kolbrúnardóttir.
Í æfingahópi fyrir U16 ára
landslið kvenna eru Heiður
Karlsdóttir og Lisbeth Inga
Kristófersdóttir úr Skallagrími
auk Ingigerðar Sólar Hjartar-
dóttur úr Snæfelli.
Í æfingahópi fyrir U16 ára
landslið karla eru Skagamenn-
irnir Styrmir jónasson og Þórð-
ur Freyr jónsson úr ÍA.
Loks hefur Tinna Guðrún Al-
exandersdóttir úr Snæfelli verið
valin í æfingahóp fyrir U18 ára
landslið kvenna.
arg
Efnilegt knattspyrnufólk
valið í U-16 æfingahóp
Vestlendingar í æfinga-
hópi yngri landsliða
Handboltalandsliðið fer með
tvö stig í milliriðil
Traore Mustapha gekk til liðs við Skallagrím á síðasta ári en hann var atkvæða-
mestur í liði Skallagríms í leiknum gegn Hamri. Ljósm. úr safni/ monmouthhawks.
com.
Tap hjá Skallagrími eftir jafnan leik
Snæfell sigraði KR örugglega.
Ljósm. sá.
Keppni í körfunni hafin á ný
Keira Robinson var atkvæðamest í liði Skallagríms í Vesturlandsslagnum á laugardaginn. Ljósm. úr safni/ karfan.is