Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 2021 17
Smellpassar
þú í hópinn?
Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og er
umsóknarfrestur til og með 31. janúar 2021.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergþór Helgason,
yfirmaður hönnunardeildar í síma 412 5410.
Mannauðsstefna fyrirtækisins lýsir vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir
á sterkri sögu, liðsheild með viðamikla reynslu og þekkingu. Stefnunni er ætlað að tryggja starfs-
mönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna. Mikil áhersla er á faglega
vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum
liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. bmvalla.is
Starfssvið
• Verkefnastjórnun einingaverkefna og
samskipti við viðskiptavini
• Vinna við hönnun forsteyptra eininga og
gerð verkteikninga fyrir framleiðsludeild
• Þátttaka í gerð burðavirkisteikninga
• Önnur tilfallandi verkefni í tækni- og
hönnunardeild
Hæfniskröfur
• Menntun í byggingafræði, iðnfræði, tæknifræði eða sambærileg
menntun/reynsla
• Kunnátta og reynsla af tölvuteikningu í Autocad og Revit nauðsynleg
• Reynsla af gerð verkteikninga og byggingavinnu er kostur
• Mjög góð tölvukunnátta
• Jákvæðni og framúrskarandi lipurð í samskiptum
• Þjónustulund, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
BM Vallá leitar að öflugum starfsmanni í hönnunarteymi í húseiningadeild
fyrirtækisins, Smellinn. Starfsstöð starfsmanns getur verið að Breiðhöfða 3,
110 Reykjavík eða á starfsstöð BM Vallá á Akranesi.
Um er að ræða 100% framtíðarstarf og
skilgreindur vinnutími er frá kl. 8-16 eða
samkvæmt samkomulagi.
Bergþór Ólason þingmaður Mið-
flokksins er fyrsti flutningsmaður
tillögu til þingsályktunar um ráð-
stöfun útvarpsgjalds. Aðrir þing-
menn Miðflokksins eru meðflutn-
ingsmenn að tillögunni. Þar er
lagt til að Alþingi feli mennta- og
menningarmálaráðherra í samráði
við fjármála- og efnahagsráðherra
að leggja fram frumvarp þess efn-
is að lögum um ráðstöfun útvarps-
gjalds skuli breytt. Breytingin lúti
að því að hverjum og einum greið-
anda útvarpsgjalds skuli heimilt að
ráðstafa allt að þriðjungi gjalds-
ins til annarra fjölmiðla en Ríkisút-
varpsins eins og hann kýs.
Í greinargerð með tillögunni seg-
ir að allir þeir sem skattskyldir eru
á Íslandi, einstaklingar og lögaðil-
ar, greiða nú sérstakt gjald til Rík-
isútvarpsins ohf. útvarpsgjaldið,
sem lagt er á við álagningu opin-
berra gjalda ár hvert, er öllum ein-
staklingum og skráðum fyrirtækjum
gert að greiða. Lagt er til að lands-
menn fái valfrelsi um ráðstöfun
hluta útvarpsgjalds þannig að þeir
geti með framlagi sínu tryggt tiltek-
inn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla
landsins. „Með því að sitja eitt að
þessum gjaldstofni hefur Ríkisút-
varpið haft yfirburðastöðu gagn-
vart öllum öðrum fjölmiðlum, og
gildir það um fréttaflutning og dag-
skrárgerð. Slík einokunarstaða, sér-
staklega ríkismiðils, er óeðlileg nú
á tímum og vinnur beinlínis gegn
hugmyndum um sjálfstæði og fjöl-
breytni hugsunar og skoðana,“ segir
í greinargerð með tillögunni. Loks
segir: „Áhrif fjölmiðla á samfélagið
Þingmenn Miðflokksins eru flutningsmenn tillögunnar.
Leggja til að almenningur fái valfrelsi um
ráðstöfun hluta útvarpsgjalds
eru svo viðamikil að fjölmiðlalæsi
neytenda er ein af grundvallarfor-
sendum þess að þeir geti talist full-
gildir og virkir borgarar í lýðræðis-
ríki. Að veita einum ríkisreknum
miðli lungann úr fjölmiðlastyrkjum
hins opinbera vinnur gegn þessum
markmiðum.“ mm
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Bæjarstjórnarfundur
1326. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn
þriðjudaginn 26. janúar kl. 17:00.
Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því
útvarpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir
til þess að fylgjast með beinni útsendingu á
facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa haldinn á Zoom, •
mánudaginn 25. janúar kl. 20:00.
Bæjarmálafundur Samfylkingar haldinn á Zoom, •
mánudaginn 25. janúar kl. 20:00.
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins haldinn á Zoom, •
laugardaginn 23. janúar kl. 10:30.