Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202124 Síðastliðinn föstudag fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. Forsvar- menn Borgarbyggðar kíktu í heimsókn og færðu starfsfólki og nemendum rósir í tilefni þess að starfsemin er nú alfarið flutt frá Grímsstöðum þar sem skólinn hefur verið rekinn undanfarin þrjátíu ár. Leikskólinn Hnoðra- ból var upphaflega stofnaður 1982 af áhugasömum foreldr- um í uppsveitum Borgarfjarð- ar. Var hann fyrstu árin til húsa í Reykholti eða á Kleppjárnsreykj- um þar til Reykholtsdalshrepp- ur festi kaup á nýlegu einbýlis- húsi á Grímsstöðum árið 1991. Í dag eru um 30 börn á leikskólan- um og starfsmenn eru tólf. Leik- skólastjóri er Sjöfn Guðlaug Vil- hjálmsdóttir. Á föstudaginn komu Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri, Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðs- stjóri fjölskyldusviðs og Soffía D. jónsdóttir gæða- og mann- auðsstjóri í heimsókn. Sungið var fyrir gesti, blóm afhent og starfs- menn leikskólans fengu köku með kærri kveðju frá Borgar- byggð. Var starfsmönnum þakk- að sérstaklega fyrir ómælda þol- inmæði og sveigjanleika í gegn- um þessar breytingar á húsakosti og starfsemi skólans. Þá var farin skoðunarferð um nýja húsnæð- ið og m.a. skoðuð sameiginleg rými leikskólans og grunnskólans á staðnum. Þar er að finna kaffi- stofu, fundaherbergi, vinnuher- bergi fyrir sérfræðinga og skrif- stofur. Slíkt skapar hagræði og er stefnan sett á aukið samstarf milli skólastiga; leikskólans og grunn- skólans. Að sögn Sjafnar leikskólastjóra er áætlað að hafa opið hús fyrir íbúa og aðra gesti síðar, eða þegar reglur um samkomutakanir verða rýmkaðar. Sjöfn kveðst afar þakk- lát fyrir sína hönd, annarra starfs- manna og leikskólabarnanna fyr- ir þá góðu aðstöðu sem sveitar- félagið er búið að byggja og inn- rétta fyrir starfsemina. Einnig fyrir góða lóð umhverfis skólann. mm Í síðustu viku lagði umhverfisráðu- neytið drög að stefnu um með- höndlun úrgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Þar eru settar fram 24 aðgerðir í átt að hringrásarhag- kerfi. Á yfirstandandi löggjafarþingi verður frumvarp um breytingar á úrgangslöggjöfinni lagt fram á þingi. Undirbúningur að stefnunni og frumvarpinu hefur staðið yfir í á þriðja ár hjá Umhverfisstofnun og í ráðuneytinu. „En til þess að hring- rásarhagkerfið verði að veruleika þarf að gera breytingar á gangverk- inu; gera íslenskt samfélag að end- urvinnslusamfélagi. Í því miði þarf að setja fram efnahagslega hvata, skýrar reglur og ábyrgð og auka fræðslu,“ skrifar Guðmundur Ingi Guðrandsson umhverfisráðherra m.a. í aðsendri grein hér í Skessu- horni, þar sem hann útskýrir nauð- syn þess að hér á landi verði kom- ið á virkara hringrásarhagkerfi m.a. með aukinni flokkun endurvinnan- legs sorps. mm Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin hafa framlengt samning við Mið- fellsbúið ehf. vegna snjómoksturs og hálkueyðingar það sem eftir lif- ir vetrar. Á vef Hvalfjarðarsveitar segir um snjómokstur í dreifbýli: Allt að fjórum sinnum á alman- aksári greiðir Hvalfjarðarsveit fyr- ir snjómokstur / hálkueyðingu að heimreiðum íbúðarhúsa í dreifbýli þar sem föst búseta er. Ábúendur skulu panta mokstur / hálkueyð- ingu með eins sólarhrings fyrir- vara svo hægt sé að tryggja snjó- mokstur / hálkueyðingu eins og óskað er eftir. Íbúar eldri en 67 ára og örorkulífeyrisþegar, m.v. 75% örorku geta leitað til sveitar- félagsins um mokstur / hálkueyð- ingu á heimreiðum umfram fjög- ur skipti. Fyrir slíka þjónustu þarf að greiða 50% af taxta viðkom- andi verktaka. Hvalfjarðarsveit greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs / hálkueyðingar sem til hefur ver- ið stofnað án hennar samþykk- is að undanskildu, ef beiðni um mokstur / hálkueyðingu kemur frá lögreglu, slökkviliði, lækni eða sjúkraflutningsmönnum vegna neyðarflutninga, skal þá strax sinna því. frg Sigurður á Miðfelli mokar áfram snjó í Hvalfjarðarsveit Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri, Sigurður Þór Runólfsson stórbóndi og Valgeir Ingólfsson hjá Vegagerðinni. Ljósm. Hvalfjarðarsveit Pappír flokkaður til endurvinnslu. Hringrásarhagkerfið þarf að bæta Formleg opnun Hnoðrabóls á nýjum stað Gestirnir við opnunina á föstudaginn ásamt hluta starfsfólks og leikskólabarna. Nýja leikskólahúsið. Bjartar og rúmgóðar stofur eru á nýja leikskólanum.Sjöfn Guðlaug leiskólastjóri ræðir hér við nokkur af yngri börnunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.