Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 20.01.2021, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 20. jANúAR 202128 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Pennagrein Við höfum hér á landi ótal kerfi sem mig langar að kalla hjálparkerfi, en það langar mig að geta kallað öll þau kerfi sem við erum skyldug til að borga í með okkar sköttum, líf- eyrisgreiðslum, tryggingar (sem er reyndar ekki alltaf skylda) og fleira. En eftir nánast ótal skipti þar sem ég og þó aðallega mínir hafa þurft á þessum hjálparkerfum að halda höfum við í mörgum tilfell- um fengið „NEI“ sem fyrsta svar og svo jafnvel ekki já fyrr en í þriðju umferð. En hvernig stendur eigin- lega á því að þessi nei-kerfi/hjálp- arkerfi reyna ekki eftir mesta mætti að hjálpa okkur frá fyrstu spurningu eins og ég tel eðlilegt og líklegt að þeim hafi verið ætlað í upphafi? Það er að mínu mati vegna þess að örfáir aðilar hafa reynt að ná út úr hjálparkerfunum okkar einhverj- um aurum til að framfleyta sér, en samt ekki átt rétt á því. Og þann- ig hafa síðan verið búnar til regl- ur í hjálparkerfunum til að reyna að koma í veg fyrir misnotkun og starfsfólk kerfanna verið kennt í misskilningi að aðalhlutverk þeirra væri að koma í veg fyrir að kerfið „þeirra“ væri misnotað. Þann mis- skilning má svo væntanlega rekja til yfirmanna og rekstraraðila sem hafa enga tilfinningu fyrir því hversu mikilvægt hjálparhlutverk þeirrar stofnunar er, heldur sjá ein- göngu hversu mikill kostnaður er við reksturinn. En þar komum við einmitt að líklega grunnvandamálinu við öll hjálparkerfin okkar, nefnilega því að allt of mikill kostnaður er settur í að vernda fjármuni kerfisins, t.d. í lögfræðikostnað við að finna leiðir til að vernda kerfið, lögfræðikostn- að við málaferli vegna misnotkun- ar á kerfinu og mörgu fleiru. En einmitt á meðan fólki, sem er vel meinandi í grunninn er sett fyrst og fremst fyrir að passa að veita þeim ekki aðstoð sem gætu mögu- lega ekki átt rétt á því, þá missir það fólk alltof fljótt sjónar á því að hugmyndin er í grunninn að hjálpa fólki en ekki fæla það frá. Ef fólk í ríkis- og sveitarfélaga hjálparkerfunum okkar gerði sér til dæmis betur grein fyrir sínu hjálpar hlutverki og þau kerfi starfi betur saman við að hjálpa og hafa beint samband fyrir fólk á viðeigandi stað mætti mögulega leysa stórt hlutfall af málum í stað þess að fólk þurfi að hlaupa á milli stofnana með misná- kvæmar upplýsingar, eða jafnvel gefast upp á kerfunum og verða þannig líklega að mun stærri og erfiðari kostnaði fyrir kerfin í fram- tíðinni. Að vita um dæmi þess að kerf- in okkar séu að vísa hvert á annað til þess eins að reyna að losna við að hafa t.d. langveikt fólk á sínum kostnaðarlið, og valda því þannig að fólk fær mun minni og verri þjón- ustu, á þeim tíma sem það þyrfti sérstaklega að auka þjónustuna við fólk, er að mínu mati viðbjóðslegt, og ekki nokkurri manneskju bjóð- andi. Á kosningaári er full ástæða til að velta fyrir sér hverju og hverjum það er svo að kenna að hjálparkerf- in okkar virka svona illa? Fyrir mér er það mjög augljóst! Öll stjórnvöld og allir flokkar sem hafa komið að stjórn landsins und- anfarna áratugi hafa staðið fyrir nánast algjörlega óbreyttu ástandi á Íslandi og það mun ekkert breytast ef þið haldið áfram að kjósa eigin- hagsmuna potara sem hugsa ekk- ert um þann möguleika að allir Ís- lendingar geta lifað mannsæmandi lífi hér. Hvernig væri að við settum alls- staðar inn þá kröfu að allt fólk not- ist við þá setningu sem líklega öll trúarbrögð hafa viljað gera að sínu, nefnilega; „þú skalt aldrei gera öðr- um það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér,“ en við það vil ég bæta; „þú skalt heldur aldrei sætta þig við frá öðrum sem þú myndir aldrei gera þeim.“ Með þeim orðum er ég reyndar að ætlast til þess að við séum ekki þröngsýn, og séum fær um að setja okkur í spor annarra og sýna þannig samhug. Eini kostur- inn fyrir mig er því að halda áfram að kjósa Flokk Fólksins. Bergur Þór Jónsson. Manna,- dýra- og skynsemisvinur. Framtíðarsýnin þarf að vera skýr: Sjálfbær nýting auðlinda, þar sem hugað er að góðri nýtingu hráefna og löngum endingartíma vöru strax við hönnun og framleiðslu. Ný úr- gangsstefna innleiðir kerfi sem ýtir undir deilihagkerfið, viðgerð- ir, endurnotkun og endurvinnslu. Hún ýtir undir að við umgöngumst úrgang sem verðmæti sem hægt er að búa til eitthvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrásarhag- kerfi, þar sem hráefnin eru not- uð hring eftir hring. Slíku hagkerfi þarf að koma á í stað línulegs fram- leiðsluferlis, þar sem vörur eru not- aðar, oft í stuttan tíma, og þeim síð- an einfaldlega hent. Hættum slíkri sóun. Komum á hringrásarhagkerfi En til þess að hringrásarhagkerf- ið verði að veruleika þarf að gera breytingar á gangverkinu; gera ís- lenskt samfélag að endurvinnslu- samfélagi. Í því miði þarf að setja fram efnahagslega hvata, skýrar reglur og ábyrgð og auka fræðslu. Nýverið lagði ráðuneyti mitt drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem settar eru fram 24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi. Á yfirstandandi löggjafarþingi verður frumvarp um breytingar á úrgangslöggjöfinni lagt fram á Alþingi. Undirbúningur að stefnunni og frumvarpinu hef- ur staðið yfir í á þriðja ár hjá Um- hverfisstofnun og í ráðuneytinu. Minni losun gróður- húsalofttegunda Markmið nýrrar stefnu er að hring- rásarhagkerfi verði virkt, dregið verði verulega úr myndun úrgangs, endurvinnsla aukin og urðun hætt. Um leið myndi draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, sem styður við alþjóðlegar skuldbindingar okk- ar og markmið Íslands um kolefnis- hlutleysi árið 2040. Framtíðarsýnin er sú að Ísland verði meðal leiðandi þjóða í loftslagsmálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda til hags- bóta fyrir komandi kynslóðir. Róttækra breytinga er þörf Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja og er endur- vinnsla heimilisúrgangs of lítil og of mikið af honum urðað. Þessu verð- um við að breyta hið snarasta, því við erum að sóa verðmætum með því að henda of miklu og endur- vinna of lítið, auk þess sem urðun- in veldur losun gróðurhúsaloftteg- unda og skiptir því máli í loftslags- bókhaldi Íslands. Ný úrgangsstefna miðar að því að breyta þessu. Skyldum flokkun og bönnum urðun Af aðgerðunum 24 sem settar eru fram í stefnunni er stefnt að því að 12 verði lögfestar strax á þessu ári. Þetta eru meðal annars aðgerð- ir sem ganga út á að skylda flokkun úrgangs frá heimilum og fyrirtækj- um, samræma merkingar fyrir mis- munandi gerðir af úrgangi, safna lífrænum úrgangi sér og einnig plasti, pappír og pappa, gleri, textíl og spilliefnum. Þannig verða þess- ir úrgangsstraumar sem hreinastir og henta því betur til endurvinnslu. jafnframt verði bannað að urða þessar mismunandi tegundir af úr- gangi sem safnað er sérstaklega. Borgum minna ef við flokkum og endur- vinnum Með aðgerðum í stefnunni verða líka innleiddir efnahagslegir hvat- ar þannig að neytendur og fyr- irtæki borgi fyrir það sem þau henda og borgi minna fyrir það sem fer til endurvinnslu en til urðunar. Einnig verður lagt til að allar umbúðir og ýmsar vörur úr plasti verði færðar undir fram- lengda framleiðendaábyrgð. Það þýðir að framleiðendur og inn- flytjendur fjármagna og tryggja meðhöndlun vörunnar þegar hún er orðin að úrgangi, í stað þess að neytendur beri kostnaðinn. Þá verða gerðar ráðstafanir til þess að hefja löngu tímabæra endur- vinnslu á gleri. Stuðningur við endurvinnslu Mikilvægur þáttur í bættri með- höndlun á úrgangi er að bæta töl- fræði yfir úrgang og að tryggja að úrgangur sem fluttur er úr landi endi í viðeigandi meðhöndlun. Þá er í stefnudrögunum gert ráð fyr- ir sérstökum stuðningi við heima- jarðgerð og við uppbyggingu inn- viða sveitarfélaga og fyrirtækja sem styðja við endurvinnslu, ekki síst hérlendis. jafnframt er í drögunum að finna aðgerðir sem styðja eiga sérstaklega við sveit- arfélög við að innleiða bætta úr- gangsstjórnun. Skýr framtíðarsýn Framtíðarsýnin er skýr: Að nýta auðlindir miklu betur, sóa minna og búa til verðmæti og nýjar vörur úr úrgangi. Þetta er mikilvægur hluti hringrásarhagkerfis sem ný úrgangsstefna innleiðir. Ég hvet sem flesta til að senda inn athuga- semdir við drögin. Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Höf. er umhverfisráðherra í ríkisstjórn Íslands. Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag Hjálparkerfin okkar, eru það hjálparkerfi í raun? Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.